Takmörkun á ţjónustustigi skipulags- og umhverfissviđs Grindavíkurbćjar

  • COVID
  • 16. mars 2020

Á næstu vikum verða takmarkanir á þeirri þjónustu sem stofnanir skipulags- og umhverfissviðs Grindavíkurbæjar veita daglega. Íbúar og fyrirtæki sem eiga erindi við starfsmenn skipulags- og umhverfissviðs eru beðnir um að notast við síma og tölvupóst.

Aðgerðirnar eru í samræmi við viðbragðsáætlun Grindavíkurbæjar og liður í að rjúfa smitleiðir milli manna, markmiðið er að halda úti eins góðu þjónustustigi og hægt er meðan faraldurinn fer yfir. 

Netfangaskrá starfsmanna Grindavíkurbæjar má finna hér.  

Tæknideild á bæjarskrifstofum að Víkurbraut 62, 2.hæð. 

Opnunartími: Lokað fyrir fundi með almenningi og fyrirtækjum. 

Ábendingar og fyrirspurnir skal senda á atligeir@grindavík.is eða bygg@grindavik.is. 

Teikningum til byggingarfulltrúa, vegna byggingarleyfa, skal skilað í skilahólf í afgreiðslu bæjarskrifstofunnar þar sem opnunartími er 10:00 til 13:00 alla virka daga. Teikningar sem byggingarfulltrúi hefur þegar stimplað er hægt að sækja í afgreiðslu að undangenginni staðfestingu að teikning sé í hólfi.  
 

Þjónustumiðstöð Grindavíkur að Hafnargötu 24. 
Opnunartími: Aðgengi lokað fyrir almenning og fyrirtæki.  
Ábendingar og fyrirspurnir skal senda á póstfangið thjonusta@grindvik.is 
Sími: 426-8402.
Bakvaktanúmer (eftir kl. 17): 660 7343.

Slökkvilið Grindavíkubæjar
Opnunartími: Aðgengi lokað fyrir almenning og fyrirtæki. 
Ábendingar og fyrirspurnir skal senda á póstfangið slokkvilid@grindavik.is 
Sími: 426-8380
Neyðarsími: 112


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir