Starfsdagur í öllum skólum mánudaginn 16. mars

 • Fréttir
 • 15. mars 2020
Starfsdagur í öllum skólum mánudaginn 16. mars

Neyðarstjórn Grindavíkurbæjar og skólastjórnendur bæjarins hafa fundað vegna covid-19 og samkomubanns sem tekur gildi á miðnætti. Niðurstaðan er í takt við útgefin fyrirmæli frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og kennaforystu landsins um að vera með starfsdag í öllum skólum á morgun. Þetta á við um leik-, grunn- og tónlistarskóla. 

Við blasir að framundan verður skert starfssemi á öllum skólastigum en nánari útlistun á fyrirkomulagi verður gefin út á morgun.

Allar skipulagðar íþróttaæfingar falla einnig niður á morgun.

Fyrirtæki og atvinnurekendur í sveitarfélaginu eru hvattir til að sýna ástandinu skilning og veita þann sveigjanleika sem unnt er. 

 


Deildu ţessari frétt

Nýjustu fréttir

Tónleikar međ Kela á Fish House

 • Fréttir
 • 27. maí 2020

Listasmiđja barna á Húllinu

 • Fréttir
 • 26. maí 2020

Sumargleđi í Sjómannagarđinum

 • Grunnskólafréttir
 • 19. maí 2020

Kristinn Pálsson til Grindavíkur

 • Körfubolti
 • 16. maí 2020