Mikill áhugi á pílukasti međal kvenna í Grindavík

  • Fréttir
  • 25. febrúar 2020
Mikill áhugi á pílukasti međal kvenna í Grindavík

Nýlega fékk Pílufélag Grindavíkur glæsilega aðstöðu til afnota í nýrri tengibyggingu milli nýja íþróttahússins og þess gamla. Pílukastið hefur notið gríðarlegra vinsælda upp á síðkastið og sífellt fleiri fylgjast með og taka þátt. Fjórir Grindvíkingar eru í úrtaki fyrir landsliðið og þá var allt unglingalandsliðið skipað drengum úr Grindavík. 

Í síðustu viku kom Íslandsmeistari kvenna í pílukasti, Ingibjörg Magnúsdóttir í heimsókn til Grindavíkur og bauð konum upp á fræðslu um pílukast, kenndi nokkrar undirstöður auk þess sem þær fengu að spreyta sig í kastinu sjálfu og lærðu Krikket-leikinn í pílukasti.

Það er óhætt að segja að mikill áhugi sé á pílukasti meðal kvenna í Grindavík en 34 konur mættu og í kjölfarið var stofnaður sérstakur hópur á Facebook ætlaður konum í Grindavík sem hafa áhuga á að hittast og spila pílu. 

Stjórn Pílufélags Grindavíkur hefur nú raðað niður æfingatímum og fá konur sinn tíma í töflunni sem verður á miðvikudagskvöldum frá kl. 19:30 - 22:00. 

Meðfylgjandi myndir voru teknar í síðustu viku þegar Íslandsmeistari kvenna í pílukasti, Ingibjörg Magnúsdóttir mætti í heimsókn en hún hefur hug á að koma oftar og vera með æfingar fyrir konur í Grindavík. 

Allar konur velkomnar í aðstöðu Pílufélags Grindavíkur annað kvöld!

 


Deildu ţessari frétt