Tillaga ađ Ađalskipulagi Grindavíkur 2018-2032

  • Skipulagssviđ
  • 20. febrúar 2020
Tillaga ađ Ađalskipulagi Grindavíkur 2018-2032

Bæjarstjórn Grindavíkur auglýsir hér með tillögu að Aðalskipulagi Grindavíkur 2018-2032 samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samhliða er auglýst tillaga að umhverfisskýrslu samkvæmt 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.  

Í tillögunni kemur m.a. fram stefna sveitarfélagsins um innviði, þróun byggðar og landnotkun.  Aðalskipulagstillagan nær til alls sveitarfélagsins og er sett fram í greinargerðum, tveimur skipulagsuppdráttum og skýringaruppdráttum.  

Efni tillögunnar varðar alla íbúa og eru þeir hvattir til að kynna sér skipulagsgögnin sem eru aðgengileg á tenglum hér fyrir neðan. Þau liggja líka frammi til sýnis á skrifstofu Grindavíkurbæjar og hjá Skipulagsstofnun frá 21. febrúar 2020 til og með 6. apríl 2020. Gefinn er 6 vikna athugasemdafrestur og að honum loknum mun bæjarstjórn taka afstöðu til athugasemda og afgreiða tillöguna til staðfestingar Skipulagsstofnunar. 

Athugasemdir skal senda skriflega á netfangið atligeir@grindavik.is eða til Grindavíkurbæjar og merkja, endurskoðun aðalskipulags, Víkurbraut 62, 240 Grindavík.  

Haldinn verður íbúafundur í Gjánni 11. mars 2020, kl: 20:00 þar sem tillagan verður kynnt. Þar gefst íbúum einnig tækifæri til að kynna sér tillöguna og koma með ábendingar.   

Atli Geir Júlíusson
Sviðssjóri skipulags- og umhverfissviðs Grindavíkurbæjar

Greinargerð

Forsendu- og umhverfisskýrsla

Sveitarfélagsuppdráttur

Þéttbýlisuppdráttur

Skýringaruppdráttur 1A: Samgöngur - stígar

Skýringaruppdráttur 1B: Samgöngur - vegir

Skýringaruppdráttur 2: Eignarhald

Skýringaruppdráttur 3: Vatnsvernd

Skýringaruppdráttur 4: Verndarsvæði


Deildu ţessari frétt