Athugiđ
Upplýsingar vegna landriss viđ Ţorbjörn Sjá nánar

Grindavíkurbćr auglýsir eftir forstöđumanni íţróttamannvirkja

 • Fréttir
 • 12. febrúar 2020
Grindavíkurbćr auglýsir eftir forstöđumanni íţróttamannvirkja

Grindavíkurbær auglýsir laust til umsóknar starf forstöðumanns íþróttamannvirkja. Leitað er að öflugum og metnaðarfullum leiðtoga.

Forstöðumaður íþróttamannvirkja ber ábyrgð á rekstri íþróttamannvirkja í eigu Grindavíkurbæjar, þ.e. íþróttahús með þremur íþróttasölum, líkamsræktaraðstaða í útleigu, sundlaug, fjölnota íþróttahús, knattspyrnuvellir, stúka við knattspyrnuvöll og önnur íþróttamannvirki í eigu Grindavíkurbæjar. Hann/hún veitir mannvirkjunum forstöðu og er ábyrgur gagnvart fagnefnd og sviðsstjóra.

Helstu verkefni:

 • Annast daglegan rekstur íþróttamannvirkja Grindavíkurbæjar.
 • Annast fjárhagslegt eftirlit íþróttamannvirkja, áritun reikninga, eftirlit með útgjaldaliðum og ber ábyrgð á því að reksturinn fari ekki fram úr áætlun.
 • Umsjón með starfsmannahaldi, s.s. skipulagningu vakta og gerð vinnuskýrslna.
 • Annast daglega umsjón og eftirlit með framkvæmd viðhalds mannvirkja, tækja og búnaðar íþróttamannvirkja.
 • Sér til þess að börn sem nýta þjónustu íþróttamannvirkja upplifi væntumþykju.

Menntun og hæfniskröfur:

 • Menntun sem nýtist í starfi, t.d. á sviði viðskipta/rekstrarfræða, mannauðsstjórnunar, íþrótta-, tómstunda- eða uppeldisfræða.
 • Reynsla af stjórnun.
 • Þekking á rekstri og skipulagningu íþróttamannvirkja er kostur.
 • Reynsla og þekking af umsjón og rekstri fasteigna er kostur.
 • Reynsla af starfi með börnum og ungmennum er kostur.
 • Góð tölvukunnátta.
 • Góð kunnátta á íslensku máli í ræðu og riti.
 • Hæfni í mannlegum samskiptum, jákvætt viðmót, góð samstarfshæfni og geta til að miðla upplýsingum.
 • Heiðarleiki og stundvísi, auk þess sem starfsmaður þarf að vera umburðalyndur.
 • Frumkvæði, sjálfstæði og skipulagshæfni.
 • Hæfni til að bregðast við óvæntum aðstæðum og vilji til að taka þátt í breytingum.
 • Hreint sakavottorð.
 • Er góð fyrirmynd.

Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Nánari upplýsingar um starfið gefur Eggert Sólberg Jónsson sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs í síma 420-1100 eða í tölvupósti eggert@grindavik.is.

Umsóknarfrestur er til og með 26. febrúar nk. og skulu umsóknir sendar á framangreint netfang. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Farið verður með allar fyrirspurnir sem trúnaðarmál, en listi umsækjenda verður opinber að umsóknarfresti liðnum. Umsókn þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Áhugasamir einstaklingar, án tillit til kyns eru hvattir til að sækja um.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 27. febrúar 2020

Ţungfćrt innanbćjar fram eftir degi

Fréttir frá Ţrumunni / 26. febrúar 2020

Vel heppnađ góđgerđarbingó

Fréttir / 25. febrúar 2020

Konukvöld KKD. UMFG framundan

Fréttir / 25. febrúar 2020

Kútmaginn 2020

Fréttir frá Ţrumunni / 24. febrúar 2020

Góđgerđar Bingó í kvöld

Fréttir / 21. febrúar 2020

Jón Júlíus ráđinn framkvćmdastjóri UMFG

Fréttir / 20. febrúar 2020

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

Fréttir / 18. febrúar 2020

Rýmingarćfing á Króki gekk mjög vel

Nýjustu fréttir

Grindavíkurvegur lokađur vegna ófćrđar

 • Fréttir
 • 27. febrúar 2020

Umsjónarmađur móttökustöđvar Kölku

 • Fréttir
 • 27. febrúar 2020

Skautasvell á rollutúninu

 • Fréttir
 • 26. febrúar 2020

Dagskrá bćjarstjórnarfundarins í dag

 • Fréttir
 • 25. febrúar 2020

Stuđningsfjölskyldur óskast

 • Fréttir
 • 24. febrúar 2020

Herrakvöld í Gjánni í kvöld

 • Fréttir
 • 21. febrúar 2020