Fundur 502

  • Bćjarstjórn
  • 10. febrúar 2020

502. fundur bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 28. janúar 2020 og hófst hann kl. 17:31.

Fundinn sátu:
Sigurður Óli Þórleifsson, forseti, Birgitta H. Ramsay Káradóttir, aðalmaður, Guðmundur L. Pálsson, aðalmaður, Hjálmar Hallgrímsson, aðalmaður, Páll Valur Björnsson, aðalmaður, Helga Dís Jakobsdóttir, aðalmaður, Gunnar Már Gunnarsson, varamaður fyrir Hallfríði Hólmgrímsdóttur.
Einnig sátu fundinn: Fannar Jónasson, bæjarstjóri og Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs. 

Fundargerð ritaði:  Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Í upphafi fundar óskaði forseti eftir því að taka 2 mál á dagskrá með afbrigðum sem 8. og 9. lið: 
 
2001068 Kostnaður vegna náttúruvár og 
2001070 Breytingar á varamanni í frístunda- og menningarnefnd 
 
Samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

1.     Breyting á gjaldskrá - byggingarleyfis og þjónustugjalda - 1911063
    Til máls tóku: Sigurður Óli og Guðmundur. 

Lögð er fram til samþykktar breyting á gjaldskrá fyrir byggingarleyfis-, skipulags- og þjónustugjöld í Grindavík. Gjaldtakan byggir m.a. á heimild í lögum um mannvirki nr. 160/2010 og skipulagslög nr. 123/2010. Skipulagsnefnd samþykkir tillögu að breyttri gjaldskrá með þeirri breytingu að taka orðið hjólhýsi út úr grein 3.1. 

Skipulagsnefnd samþykkti tillöguna á fundi þann 20.01.2020 og vísaði til afgreiðslu bæjarstjórnar. 

Bæjarstjórn samþykkir breytta gjaldskrá samhljóða.
        
2.     Gatnalýsing Útboð Lampa - 1909153
    Til máls tóku: Sigurður Óli og Páll Valur. 

Lagður er fram til staðfestingar samningur um innkaup á lömpum til gatnalýsingar í Grindavíkurbæ við S. Guðjónsson hf. 

Bæjarstjórn staðfestir samninginn samhljóða.
        
3.     Bílastæði við suðurhlið íþróttahúss - 1910065
    Til máls tóku: Sigurður Óli og Guðmundur. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka á eignfærða fjárfestingu í fjárhagsáætlun 2020 að fjárhæð 16.000.000 kr. sem fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að fela bæjarráði að afgreiða málið til endanlegrar afgreiðslu.
        
4.     Framtíðarsýn fyrir Sjóarann síkáta - 1907007
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Drög að framtíðarsýn fyrir Sjóarann síkáta lögð fram. Frístunda- og menningarnefnd og bæjarráð hafa samþykkt framtíðarsýnina fyrir sitt leyti. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða framtíðarsýnina.
        
5.     Fjölþætt heilsuefling 65 í Grindavík - Heilsuefling fyrir eldri aldurshópa - 1909200
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Gunnar Már, Páll Valur og Guðmundur. 

Lagður fram til samþykktar samningur við Janus heilsueflingu slf. Bæjarráð hefur samþykkt samninginn fyrir sitt leyti. 

Jafnframt leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun 2020 að fjárhæð 13.000.000 kr. á deildina 02421 og hann verði fjármagnaður með lækkun á handbæru fé. 

Bæjarstjórn samþykkir samninginn og viðaukann samhljóða.
        
6.     Viðburðir á frístunda- og menningarsviði 2020 - 2001016
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Drög að viðburðadagatali á frístunda- og menningarsviði lagt fram. 
Frístunda- og menningarnefnd leggur til að í stað Menningarviku í mars verði viðburðum dreift á vormánuði undir heitinu Menningarvor í Grindavík. 
Bæjarráð hefur samþykkt tillöguna fyrir sitt leyti. 

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.
        
7.     Verklagsreglur um úthlutun styrkja til forvarnamála - 1912017
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Lögð fram drög að verklagsreglum um úthlutun styrkja til forvarnarmála. 
Frístunda- og menningarnefnd og bæjarráð hafa samþykkt reglurnar fyrir sitt leyti. 

Bæjarstjórn samþykkir reglurnar samhljóða.
        
8.     Kostnaður vegna náttúruvár - 2001068
    Til máls tóku: Sigurður Óli, bæjarstjóri, Guðmundur, Helga Dís og Páll Valur. 

Forseti leggur til að gert verði ráð fyrir fé á fjárhagsáætlun 2020 sem tekur á óvæntum atvikum vegna náttúruvár og að bæjarstjóri hafi stjórn á því fé. 

Samþykkt samhljóða. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða viðauka við fjárhagsáætlun 2020 á málaflokk 07 Brunamál og almannavarnir að fjárhæð 30.000.000 kr. og að viðaukinn verði fjármagnaður með lækkun á handbæru fé.
        
9.     Breytingar á varamanni í frístunda- og menningarnefnd - 2001070
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Í stað Kristínar Gísladóttur varamanns kemur Irmý Rós Þorsteinsdóttir inn sem nýr varamaður. 

Samþykkt samhljóða.
        
10.     Bæjarráð Grindavíkur - 1535 - 2001001F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, bæjarstjóri, Guðmundur, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Hjálmar, Helga Dís, Gunnar Már, Birgitta og Páll Valur. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
11.     Bæjarráð Grindavíkur - 1536 - 2001005F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Helga Dís, Páll Valur, Hjálmar, Guðmundur, Birgitta, Gunnar Már, bæjarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar. 
        
12.     Bæjarráð Grindavíkur - 1537 - 2001008F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur, Helga Dís, Birgitta, Hjálmar, Páll Valur, Gunnar Már og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar. 
        
13.     Skipulagsnefnd - 67 - 2001007F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur, Birgitta, Helga Dís, Hjálmar, Páll Valur, Gunnar Már, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og bæjarstjóri. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar. 
        
14.     Afgreiðslunefnd byggingarmála - 43 - 2001013F 
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar. 
        
15.     Fræðslunefnd - 93 - 1912002F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Helga Dís, Páll Valur, Guðmundur, Birgitta, Bæjarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar. 
        
16.     Frístunda- og menningarnefnd - 90 - 2001002F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Hjálmar, Gunnar Már, Páll Valur, Birgitta og Helga Dís. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar. 
        

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:30.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135