Varđskipiđ Ţór vćntanlegt til Grindavíkurhafnar á morgun

  • Fréttir
  • 9. febrúar 2020
Varđskipiđ Ţór vćntanlegt til Grindavíkurhafnar á morgun

Á morgun, mánudaginn 10. febrúar um kl 11:00, ef veður og sjólag leyfir, mun varðskipið Þór leggjast við Miðgarð í Grindavíkurhöfn. Tilgangur með komu varðskipsins til Grindavíkurhafnar er að prufukeyra, í samvinnu við HS Veitur og Grindavíkurhöfn, landtenginu við skipið í spennistöð og dreifikerfi HS Veitna sem staðsett er við Miðgarð ásamt því að skipstjórnendur skipsins máti sig í innsiglingu og höfn.

Um er að ræða æfingu ef til þess kemur að koma þurfi á varaafli ef rafmagn fer af sveitarfélaginu í lengri tíma. Þetta er í fyrsta sinn sem varðskipið kemur til Grindavíkurhafnar. Varðskipið var jafnframt í fyrsta skipti nýtt sem hreyfanleg aflstöð þegar ragmagn fór af Dalvík í óveðrinu í desember en Þór getur flutt 2MW af rafmagni í land.


Deildu ţessari frétt