Kvenfélagssambandiđ 90 ára og risa söfnun í gangi. Ađalfundur í kvöld

  • Fréttir
  • 4. febrúar 2020
Kvenfélagssambandiđ 90 ára og risa söfnun í gangi. Ađalfundur í kvöld

Dagur kvenfélagskonunnar var haldinn á laugardaginn sl. 1. febrúar. Kvenfélagasambands Íslands fagnar í ár 90 ára afmæli en það var stofnað 1. febrúar 1930 og er samstarfsvettvangur og málsvari kvenfélaganna í landinu. KÍ er fjölmennasta kvennahreyfingin á Íslandi sem starfar á landsvísu, með 17 héraðssambönd, 154 kvenfélög sem telja um 5000 félaga. 

Í tilefni 90 ára afmælisins munu kvenfélög um land allt standa fyrir söfnun. Kvenfélagskonur safna fyrir tækjum og hugbúnaði honum tengdum, sem kemur til með að gagnast öllum konum um landið allt. Um er að ræða mónitora og ómtæki, nýja eða uppfærða eftir því sem við á og rafrænar tengingar á milli landsbyggðar og Kvennadeildar Landspítalans. 

Þau munu nýtast öllum konum á Íslandi, hvort sem er við meðgöngu og fæðingu, eða skoðana vegna kvensjúkdóma. Tækin sem safnað verður fyrir geta aukið öryggi í greiningum og í mörgum tilfellum komið í veg fyrir að senda þurfi konur á milli landshluta vegna ýmissa óvissuþátta. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur tileinkað árið 2020 hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum og það er okkur því sérstakt gleðiefni að safna tækjum sem nýtast þessum starfsstéttum.

Kvenfélagskonur hafa verið bakhjarl Landsspítalans frá stofnun hans og staðið fyrir söfnunum á peningum og tækjum sem hafa komið sér vel fyrir fjölmarga þegna landsins.

Á meðan söfnuninni stendur munu kvenfélagskonur út um allt land meðal annars selja falleg armbönd sem í eru grafin gildi sambandsins,  Kærleikur – Samvinna – Virðing
Markmiðið er að safna 36 milljónum króna. Söfnunin stendur til 1. febrúar 2021.


Kvenfélag Grindavíkur er eitt öflugasta kvenfélag landsins en það var stofnað 24. nóvember 1923. Kvenfélag Grindavíkur heldur 97 aðalfund sinn í dag mánudaginn 3. febrúar. 

Kvenfélagskonur vilja koma á framfæri þakklæti öllu því góða fólki sem hefur gefið sér tíma til að koma til okkar á fundi, ýmist með erindi eða til að taka á móti gjöfum frá okkur. 

Við kvenfélagskonur í Grindavík ætlum að halda áfram því góða starfi sem við höfum verið að byggja upp síðustu ár og megi starf kvenfélagsins blómstra og dafna um ókomin ár. Við lítum framtíðina björtum augum.

Við að sjálfsögðu tökum þátt í þessari frábæru söfnun og munum greiða í hana 9.000 krónur af hverjum félaga.

Áfram Kvenfélögin í landinu 
Með virðing og vinsemd Sólveig Ólafsdóttir formaður 

Mynd: Kvenfélagskonur á Íslandi með forseta Íslands, herra Guðna Th. Jóhannessyni og Elizu Jean Reid eiginkonu hans á Bessastöðun á laugardaginn 1. febrúar.  

Hér má sjá söfnunarvarning sem Kvenfélag Grindavíkur er að selja. Áhugasamir geta sett sig í samband við Sólveigu Ólafsdóttur, formann Kvenfélags Grindavíkur 


 


Deildu ţessari frétt