Páll Árni sigrađi pílukastiđ á Reykjavíkurleikunum

  • Íţróttafréttir
  • 30. janúar 2020

Páll Árni Pétursson úr Pílufélagi Grindavíkur sigraði í úr­slita­leik Reykjavíkurleikanna um liðna helgi gegn Friðrik Diego úr Pílukast­fé­lagi Reykja­vík­ur 7-4. 

Keppni í pílukasti á Reykja­vík­ur­leik­un­um var hald­in í fé­lagsaðstöðu Pílukast­fé­lags Reykja­vík­ur, að Tang­ar­höfða 2, um síðustu helg­i. Þetta er í fyrsta sinn sem pílukast er keppn­is­grein á leik­un­um. Að sögn skipu­leggj­enda hjá Pílukast­fé­lagi Reykja­vík­ur gekk mótið mjög vel fyr­ir sig og er lík­lega eitt glæsi­leg­asta pílu­mót sem haldið hef­ur verið hér á landi.

Sig­ur­geir Guðmunds­son úr Pílu­fé­lagi Akra­ness og Kristján Þor­steins­son úr Pílukast­fé­lagi Reykja­vík­ur voru í 3.-4. sæti.

Ingi­björg Magnús­dótt­ir úr Pílukast­fé­lagi Reykja­vík­ur sigraði í kvenna­flokki. Í úr­slit­um mætti hún Maríu Stein­unni Jó­hann­es­dótt­ur sem einnig er í Pílukast­fé­lagi Reykja­vík­ur og sigraði 7-2. Í úr­slita­leikn­um gerði hún sér lítið fyr­ir og sprengdi 169 í fyrsta legg sem er mikið af­rek í pílukasti. Ingi­björg sá einnig um allt skipu­lag móts­ins ásamt stjórn Pílukasts­fé­lags Reykja­vík­ur og lýsti þeim leikj­um sem hún ekki spilaði í beinni á Live Darts Ice­land sem verður að telj­ast ansi magnað af­rek líka. Í 3.-4. sæti í kvenna­flokki voru  Arna Rut Gunn­laugs­dótt­ir og Petrea Kr. Friðriks­dótt­ir, báðar úr Pílukast­fé­lagi Reykja­vík­ur.

Á myndinni má sjá sigurvegara í karla- og kvennaflokki, þau Pál Árna og Ingibjörgu en myndin er frá Pílukastfélagi Reykjavíkur. 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!