Góđur rekstrarafgangur, miklar framkvćmdir og engin lántaka

  • Fréttir
  • 3. janúar 2020
Góđur rekstrarafgangur, miklar framkvćmdir og engin lántaka

Samkvæmt henni er verulegur rekstrarafgangur áætlaður á þessu ári og í raun allt fram til ársins 2023.

Fjárhagsáætlun ársins 2020-2023 er unnin út frá markmiðum sem bæjarstjórn hefur sett sér en þau eru: 

Rekstur A-hluta sveitarfélagsins verði í jafnvægi, þ.e. skatttekjur og þjónustutekjur standi undir rekstri málaflokka og sjóða A-hluta. Jákvæð rekstrarniðurstaða samstæðu, þ.e. A- og B-hluta. Engar vaxtatekjur verði nýttar til rekstrar, eingöngu til fjárfestinga eða til að auka við handbært fé Grindavíkurbæjar.  

Handbært fé verði ekki undir einum milljarði. 

Rekstrarniðurstaða A-hluta árið 2020, fyrir fjármagnsliði og afskriftir, er áætluð 399 milljónir króna og er það 11,9% af heildartekjum. Í A- og B-hluta er rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði og afskriftir áætluð 551 milljón króna og er það 14,9% af heildartekjum. 


Áætluð rekstrarniðurstaða áranna 2020-2023 er þessi í milljónum króna: 
                         2020          2021        2022      2023         Samtals 
A-hluti                 253         239         257           236             985 
A- og B-hluti       269         237         243            223            972 

Heildareignir í samanteknum reikningsskilum A- og B-hluta eru áætlaðar í árslok 2020, 10.766 milljónir króna. Þar af er áætlað að handbært fé verði um 1.364 milljónir króna. Heildarskuldir og skuldbindingar eru áætlaðar 1.843 milljónir króna. Þar af er lífeyrisskuldbinding um 659 milljónir króna. 

Langtímaskuldir eru áætlaðar um 770 milljónir króna í árslok 2020. Þar af eru langtímaskuldir við lánastofnanir 196 milljónir króna. 
Skuldahlutfall Grindavíkurbæjar og stofnana sem hlutfall af heildartekjum er 49,8%. 

Veltufé frá rekstri áranna 2020-2023 er eftirfarandi í milljónum króna: 
                        2020         2021         2022         2023         Samtals 
A-hluti                528         542            590         594             2.254 
A- og B-hluti       641         644           679        684              2.648 


Afborganir langtímalána eru að jafnaði um 8 milljónir á árunum 2020-2023 sem gerir alls um 32,4 milljónir króna á þessu fjögurra ára tímabili. 


Fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum áranna 2020-2023 er þessi milljónum króna: 
                        2020         2021         2022         2023         Samtals 
A-hluti               615         555             739         641             2.550 
A- og B-hluti     846         630             855         696             3.027 

Helstu framkvæmdir í áætlun 2020-2023 eru í milljónum króna:
250    Félagsaðstaða fyrir eldri borgara
570    Nýr leikskóli
625    Viðbygging við Hópsskóla
490    Tengibygging milli Hóps og stúku auk búnaðar
432    Gatnaframkvæmdir


Fjármögnun framkvæmda og afborgana af langtímalánum, á þessu 4 ára tímabili, mun að mestu verða með veltufé þessara ára. Auk þess er gert ráð fyrir að handbært lækki um 533 milljónir kr. og verði 1.068 milljónir króna í árslok 2023. 


Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fjárhagsáætlun Grindavíkurbæjar og stofnana fyrir árin 2020-2023.


Deildu ţessari frétt