Fundur 500

 • Bćjarstjórn
 • 27. nóvember 2019

500. fundur bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 26. nóvember 2019 og hófst hann kl. 17:00.


Fundinn sátu:
Sigurður Óli Þórleifsson, forseti, Guðmundur L. Pálsson, aðalmaður, Hjálmar Hallgrímsson, aðalmaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður, Páll Valur Björnsson, aðalmaður, Helga Dís Jakobsdóttir, aðalmaður og Jóna Rut Jónsdóttir, varamaður fyrir Birgittu Káradóttur.
Einnig sátu fundinn: Fannar Jónasson, bæjarstjóri og Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs. 

Fundargerð ritaði:  Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Dagskrá:

1.     Þjónustugjaldskrá Grindavíkurbæjar fyrir árið 2020 - 1910096
    Til máls tóku: Sigurður Óli, 

Þjónustugjaldskrá Grindavíkurbæjar fyrir árið 2020 lögð fram til samþykktar. 

02 Félagsþjónusta 
Félagsleg heimaþjónusta 
Þrif, kr. klst. 1.330 

04 Fræðslu- og uppeldismál 
Leikskólagjöld 
Tímagjald, almennt gjald 3.530 
Tímagjald, einstæðir foreldrar og námsmenn 2.660 
Viðbótar 15 mín, fyrir 1.200 
Viðbótar 15 mín, eftir 1.200 
9. tíminn, almennt gjald, ekki í boði frá og með 1. nóv. 2018 
9. tíminn, einstæðir foreldrar, ekki í boði frá og með 1. nóv. 2018 
Afsláttarreglur, gilda með skólaseli og vistun hjá dagforeldri 
Systkinaafsl. 2. barn 35% 
Systkinaafsl. 3. barn 70% 
Systkinaafsl. 4. barn og fleiri 100% 
Afsláttur er af tímagjaldi, greitt er fyrir mat og hressingu 
Séu báðir foreldrar í fullu námi greiða þau forgangsgjald 
Hressing (morgun/síðdegi) 2.790 
Hádegismatur 5.240 
Niðurgreiðslur vegna vistunar barna hjá dagmæðrum 
8 tíma vistun, almennt gjald (7.125 kr. pr. vistunarstund) 7.125 
8 tíma vistun, einstæðir foreldrar (8.500 kr. pr. vistunarstund) 8.500 

Grunnskóli 
Skólamáltíðir, hluti foreldra af innkaupsverði 65% 
Samkomusalur, hálfur dagur 17.320 
Samkomusalur, heill dagur 28.840 
Skólastofur, hálfur dagur 8.090 
Skólastofur, heill dagur 11.560 
Gisting, pr mann 1.190 

Skólasel 
Gjaldflokkur Gildistaka 1.8.2020 
Flokkur 1 (allir dagar til kl. 15:00) 13.500 
Flokkur 2 (allir dagar til kl. 16:00) 19.770 
Síðdegishressing 250 
Hægt er að kaupa 15 mínútur aukalega á tímabilinu frá 14:00-16:00. 160 
Tíminn frá kl. 16:00 - 17:00 er á hærra gjaldi. 
Afsláttarreglur, gilda með skólaseli og vistun hjá dagforeldri 
Systkinaafsl. 2. barn 35% 
Systkinaafsl. 3. barn 70% 
Systkinaafsl. 4. barn og fleiri 100% 

Tónlistarskólagjöld Gildistaka 1.8.2020 
Fullt hljóðfæranám 75.940 
Hálft hljóðfæranám 45.720 
Fullt söngnám 88.330 
Hálft söngnám 58.130 
Fullt aukahljóðfæri 50.680 
Hálft aukahljóðfæri 30.000 
Blásarasveit 20.880 
Hljóðfæraleiga, minni hljóðfæri 9.380 
Hljóðfæraleiga, stærri hljóðfæri 11.790 
Hljóðfæranámskeið, hópur 20.180 
Söngnámskeið, hópur 58.890 
Systkinaafsláttur 2. barn 50% 
Systkinaafsláttur 3. barn 75% 
05 Menningarmál 
Bókasafn 
Skírteini 
Árgjald/aðildarskírteini (18-67 ára) 1.030 
Börn og unglingar undir 18 ára aldri, 67 ára og eldri og öryrkjar greiða ekki fyrir skírteini 0 
Nýtt skírteini fyrir glatað 560 
Leiga á efni 
Leiga á DVD 400 
Leiga á tungumálanámskeiði 400 
Leiga á margmiðlunarefni 400 
Internet aðgangur 
Aðgangur að tölvum og neti verði án endurgjalds, sjá greinargerð 
Dagsektir 
Bækur og önnur gögn 70 
Myndbönd og mynddiskar 90 
Fræðsludiskar (14 daga útlán) 90 
Dagsektahámark 10.940 
Viðmiðunargjald fyrir glötuð og eyðilögð gögn 
Bækur og hljóðbækur 3.300 
Tungumálanámskeið 3.300 
Myndbönd og mynddiskar 2.740 
Tónlistardiskar 2.210 
Tímarit yngri en 6 mánaða Innkaupsverð 
Tímarit 7-24 mánaða Hálft innkaupsverð 
Tímarit eldra en 24 mánaða 
Annað 
Ljósrit og útprentun A4, pr. blað 70 
Ljósrit og útprentun A3, pr. blað 100 
Ljósrit og útprentun A4, 50-100 bls. pr. blað 60 
Ljósrit og útprentun A4, 100 bls. eða meira pr. blað 60 
Taupokar 560 
Millisafnalán 1.110 

Hljóðkerfi 
Sólarhringur 33.470 

Kvennó 
Leigugjald húsnæðis pr klst 5.880 
06 Íþrótta- og æskulýðsmál 
Leikjanámskeið 
UMFG mun sjá um leikjanámskeið 

Vinnuskóli 
Sláttur fyrir aldraða og öryrkja 1.500 
Enginn afsláttur veittur af garðslætti á árinu 2020 
Sláttur er ekki í boði fyrir húsfélög fjölbýlishúsa 

Sundlaug 
Stakt gjald barna 310 
Stakt gjald fullorðinna 980 
10 miða kort, börn 2.570 
10 miða kort, fullorðnir 4.210 
30 miða kort fullorðnir 10.050 
Árskort, fullorðnir 22.350 
Árskort fjölskyldu 33.520 
Árskort barna 6 - 18 ára 2.730 
Börn 0- 5 frítt 
Aldraðir og öryrkjar 300 
Fríkort send út til þeirra sem hafa lögheimili í Grindavík 
Leiga á handklæðum 590 
Leiga á sundfatnaði 590 

Íþróttamannvirki 
Hópið, verð pr. klst. 15.040 
Íþróttahús: 
Stóri salur, allur 7.130 
Stóri salur, hálfur 3.800 
50% álag vegna leikja 3.850 
Litli salur 3.520 
Skemmtanir pr. klst. 14.000 
Við bætast stefgjöld sem miðast við gestafjölda 

13 Atvinnumál 
Tjaldsvæði (gildir einungis ef rekstur er í höndum Grindavíkurbæjar) 
Gistinótt pr einstakling (Gistináttaskattur kr. 333 innifalinn í verði fyrsta gests) 1.880 
Gistinótt pr hvern einstakling umfram fyrsta gest 1.570 
Fjórða hver nótt frí 
Yngri en 16 ára frítt 
Húsbílareitur, frátekinn og frátekin rafm.tengill, pr. dag 500 
Rafmagn 1.150 
Tryggingagjald fyrir rafmagnskapli 5.000 
Endurgreitt tryggingagjald rafm.kapals -4.500 
Þvottavél 580 
Þurrkari 580 
Útleiga á þjónustuhúsi 
Hálfur dagur 16.760 
Heill dagur 27.900 

Bæjarstjórn samþykkir framlagða gjaldskrá samhljóða. 
        
2.     Fasteignagjöld 2020 - 1908085
    Tíl máls tóku: Sigurður Óli, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Guðmundur. 

Álagningarreglur fasteignagjalda fyrir árið 2020 lagðar fram til samþykktar. 

1. Fasteignaskattur 
1.1. Íbúðarhúsnæði (a-liður) 0,280% af fasteignamati húss og lóðar 
1.2. Opinberar byggingar (b-liður) 1,32% af fasteignamati húss og lóðar 
1.3. Annað húsnæði (c-liður) 1,32% af fasteignamati húss og lóðar 
2. Lóðarleiga 
2.1. Íbúðahúsalóðir 1,00% af fasteignamati lóðar 
2.2. Lóðir v. opinberra bygginga 2,00% af fasteignamati lóðar 
2.3. Lóðir v. annað húsnæði 1,60% af fasteignamati lóðar 
3. Fráveitugjald 
3.1. Íbúðarhúsnæði (a-liður) 0,090% af fasteignamati húss og lóðar 
3.2. Opinberar byggingar (b-liður) 0,25% af fasteignamati húss og lóðar 
2.2. Annað húsnæði (c-liður) 0,20% af fasteignamati húss og lóðar 
4. Vatnsgjald 
4.1. Íbúðarhúsnæði (a-liður) 0,055% af fasteignamati húss og lóðar 
4.2. Opinberar byggingar (b-liður) 0,25% af fasteignamati húss og lóðar 
4.3. Annað húsnæði (c-liður) 0,20% af fasteignamati húss og lóðar 
4.4. Notkunargjald 18 kr/m3 vatns 
5. Sorphreinsunargjald/Tunnuleiga 
5.1. Íbúðarhúsnæði 17.346 kr. á tunnu pr. ár 
6. Sorpeyðingargjald 
6.1. Íbúðarhúsnæði 28.299 kr. á íbúð pr. ár 
7. Rotþróargjald 
7.1. Rotþróargjald 20.000 kr. á rotþró pr. ár 

8. Fjöldi gjalddaga 10 
1/2, 1/3, 1/4, 1/5, 1/6, 1/7, 1/8, 1/9, 1/10 og 1/11 2020 
Heildarfjárhæð á einn gjalddaga 20.000 

Bæjarstjórn samþykkir álagningarreglurnar samhljóða.
        
3.     Afsláttur elli- og örorkulífeyrisþega á fasteignagjöldum - Tekjuviðmið 2020 - 1910097
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Tekjuviðmið vegna 2020 (tekjur ársins 2019) 
Einstaklingar Hjón 
Frá Til Frá Til Afsláttur 
0 - 4.800.000 0 - 7.680.000 100% 
4.800.001 - 5.300.000 7.680.001 - 8.480.000 75% 
5.300.001 - 5.800.000 8.480.001 - 9.280.000 50% 
5.800.001 - 6.300.000 9.280.001 - 10.080.000 25% 
6.300.001 - 10.080.001 - 

Bæjarstjórn samþykkir viðmiðin samhljóða.
        
4.     Ákvörðun um útsvarshlutfall á árinu 2020 - 1910093
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða óbreytt útsvarshlutfall fyrir árið 2020, þ.e. 13,99%
        
5.     Gjaldskrá fráveitu - breyting vegna ársins 2020 - 1910095
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Lögð fram tillaga um að a. liður 3. gr., í Gjaldskrá fyrir fráveitu og hreinsun rotþróa í Grindavíkurbæ nr. 1155/2018, verði 0,09% í stað 0,075% og að breytingin taki gildi 1. janúar 2020. 
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja breytinguna. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.
        
6.     Gjaldskrá Grindavíkurhafnar árið 2020. - 1911044
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Lögð fram til staðfestingar þjónustugjaldskrá Grindavíkurhafnar fyrir árið 2020 en hafnarstjórn hefur samþykkt fyrirliggjandi gjaldskrá. 

I. Almenn ákvæði 

1. grein 
Gjaldskrá þessi fyrir Grindavíkurhöfn er sett skv. heimild í 17. grein hafnalaga nr. 
61/2003, sbr. bráðabirgðaákvæði nr. 1. 
Gjaldskráin er við það miðuð að Grindavíkurhöfn geti haft nægar tekjur til þess að standa undir rekstri hafnar sbr. 
5. tölulið 3. gr. hafnalaga. 

II. Um gjaldtöku tengdri stærð skipa 

2. grein 
Við ákvörðun hafnagjalda samkvæmt stærð skipa skal miða við brúttótonnatölu skipa samkvæmt alþjóðlegu mælibréfi, sem gefið er út eftir ákvæðum alþjóðasamþykktarinnar um mælingu skipa frá 1969. 

3. grein 
Af öllum skipum skal greiða hafnagjöld til hafnarsjóðs ef þau koma inn fyrir takmörk hafnarinnar og njóta þjónustu hennar. 

III. Skipa- og aðstöðugjöld 

4. grein 
Lestagjöld 
Af öllum skipum skal greiða lestagjald, kr. 16 á mælieiningu skv. 2. gr. en þó ekki oftar en tvisvar í mánuði. 
Undanþegin greiðslu lestargjalds eru herskip, varðskip og skip sem gerð eru út til vísindalegra rannsókna, svo og skip sem leita hafnar vegna sjóskaða eða til að láta í land sjúka menn eða látna, svo fremi að þau fái ekki aðra þjónustu. 

Bryggjugjöld 
Af öllum skipum sem leggjast við bryggju eða hafnarbakka skal greiða kr. 8,4 á mælieiningu skv. 2. gr. fyrir hverja byrjaða 24 tíma sem skipið liggur bundið við bryggju. 

Heimilt er að taka lesta- og bryggjugjald af fiskiskipum og minni bátum, sem mánaðargjald, kr. 102,5 á mælieiningu fyrir báta 21-50 BT, þó aldrei lægra en kr. 13.325 á mánuði. 

Bátar minni en 20 BT greiði þó aldrei lægra en kr. 7.249 á mánuði, og lágmark kr. 330 daggjald í 20 daga. 
Gjald fyrir einkalegu við flotbryggju er kr. 13.858 á mánuði. 

Aðstöðugjald fyrir olíudælur 13,325 á mánuði 


IV. Vörugjöld 

5. grein 
Vörugjald skal greiða af öllum vörum sem fluttar eru af skipsfjöl á land eða úr 
landi á skipsfjöl, eða úr einu skipi í annað, innan takmarka hafnarinnar, þó með þeim 
undantekningum er síðar getur. 

6. grein 
Fyrir vörur sem samkvæmt farmskrá skips eru ákveðnar til annarrar hafnar, 
innlendrar eða erlendrar, en eru látnar á land um stundarsakir, skal aðeins greitt 
vörugjald þegar vörurnar eru fluttar í land. 
Undanþegnar þessu gjaldi eru vörur sem látnar eru á land um stundarsakir vegna 
skemmda á skipi. 

7. grein 
Af vörum sem fluttar eru á skip og fara eiga til annarra hafna innanlands greiðist 
hálft vörugjald. 
Af vörum sem fara eiga til útlanda en umskipað er í innlendri höfn skal greiða 
fullt vörugjald í fyrstu lestunarhöfn. 

8. grein 
Þessar vörur eru algjörlega undanþegnar vörugjaldi: 
a. Umbúðir sem endursendar eru. 
b. Kol, olía, vistir og aðrar nauðsynjar skipa til eigin notkunar. 
c. Almennar póstsendingar og farangur ferðamanna. 
d. Úrgangur sem fluttur er til eyðingar. 

9. grein 
Vörugjald skal reikna eftir þyngd eða verðmæti, með umbúðum og af hverri sendingu sérstaklega. 
Fara skal eftir farmskrá skipa við útreikning vörugjalds. Skipstjóra eða 
afgreiðslumanni skips er skylt að láta gjaldkera hafnarinnar í té afrit af farmskrá. Sé engri farmskrá til að dreifa skal skipstjóri gefa drengskaparvottorð um vörumagn sem fermt hefur verið eða affermt úr skipi hans. Þyki hafnarstjóra ástæða 
til getur hann hvenær sem er látið ákveða vörumagnið á þann hátt sem hann telur 
hentugast. Reynist vörumagnið vera meira en upp er gefið greiðir farmeigandi kostnaðinn. 
Séu fleiri en ein vörutegund í sendingu ósundurliðað skal reikna vörugjaldið eftir 
þeirri tegund sem hæst gjald skal greiða af. 

10. grein 
Vörur skal flokka til vörugjalds eftir því sem vörugjaldskrá tiltekur og gjaldið greiðist eins og þar segir: 

1. fl.: Gjald kr. 363 pr. tonn: Bensín, brennsluolíur, kol, laust korn, salt, vikur, kísilgúr, þörungamjöl, sement, áburður og úrgangur sem fluttur er til endurvinnslu. 
2. fl.: Gjald kr. 616 pr. tonn: Lýsi og fiskimjöl. 
3. fl.: Gjald kr. 664 pr. tonn: Þungavarningur, svo sem sekkjavörur, óunnið járn og stál, útgerðarvörur, smurningsolíur, sjávarafurðir, landbúnaðarafurðir, hráefni til iðnaðar og byggingaframkvæmda, pökkuð og niðursoðin matvæli, óáfengar drykkjarvörur og ávextir. 
4.fl.: Gjald kr. 1.706 Aðrar vörur en tilgreindar eru í 1-3 fl. 
5. fl.: Gjald 1,6%. Sjávarafli lagður á land eða í skip á hafnarsvæðinu til vinnslu eða 
brottflutnings, þ.m.t. fiskur og seiði úr eldiskvíum. Gjaldið reiknast af 
heildarverðmæti aflans. Gjald af frystum afla frystitogara og eldisfiski reiknast af helmingi heildarverðmætis. 
Gjald af saltfiski reiknast miðað við tvöfalda þyngd og gjald af gámafiski reiknast af áætluðu heildarverði. Kaupanda aflans ber að afhenda hafnarstjóra skýrslu um keyptan afla mánaðarlega, t.d. afrit af aflaskýrslu til Fiskistofu. Við sölu afla til skyldra aðila samkv. 3. mgr. 9.greinar laga nr. 13/1998 um Verðlagsstofu skiptaverðs úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna skal að lágmarki miðað við skiptaverð Verðlagsstofu skiptaverðs. Aflagjaldið fellur í gjalddaga um leið og afla er landað. Kaupandi aflans innheimtir gjaldið hjá seljanda og er ábyrgur fyrir því til hafnarsjóðs þótt hann vanræki innheimtu þess. Standa ber skil á greiðslu aflagjalds eigi sjaldnar en mánaðarlega. 

V. Farþegagjald 

11. grein 
Farþegagjald skal tekið við komu og brottför farþega um Grindavíkurhöfn. 
Farþegagjald fyrir hvern fullorðinn með farþegabátum kr. 160,00 
Farþegagjald fyrir hvert barn með farþegabátum kr. 80,00 
Farþegabátar skulu skila skýrslu um fjölda farþega einu sinni í mánuði. 


VI. Lóðagjöld og lóðarleiga 

12. grein 
Almenn regla: Lóðagjöld eru kr. 10.400 á m2 auk virðsaukaskatts. Lóðargjald miðast við staðsetningu og stærð lóðarinnar. Lóðargjaldið er bundið byggingarvísitölu og hækkar mánaðarlega í samræmi við hana. Grunnvísitala til útreiknings er byggingarvísitala í janúar 2018 (136,5 stig). Lóðarleiga skal vera 2% af lóðarmati hverrar lóðar. 
Frávik frá reglu þessari byggist á sérstöku samkomulagi við stærstu lóðarhafa. 

VII. Móttaka skipa 

13. grein 
Hafnsögugjöld skulu greidd samkvæmt eftirfarandi gjaldskrá: 
a) Fyrir leiðsögu til hafnarinnar skal greiða kr. 10.660 fyrir hvert skip, 
auk 7,75 kr. fyrir hvert brúttótonn. Fyrir leiðsögu úr höfninni greiðist sama gjald. 
b) Fyrir leiðsögu um höfnina skal greiða hálft gjald samkvæmt lið a. 
c) Fyrir hverja komu flutningaskips sem fellur undir hafnarvernd skal greiða kr. 53.300 í öryggisgjald. 
Starfsmenn hafnarinnar eða aðrir menn sem höfnin leggur til að standa hliðvörð við skip meðan á afgreiðslu stendur og skal innheimt gjald hjá útgerð skipsins sem nemur kr. 6.396 fyrir hverja klukkustund. 
Tímakaup hliðvarðar á stórhátíðardögum og sérstökum frídögum pr. klst. kr. 12.792 
Lágmarkstími útkalls er 4 klst. 
Festargjald fyrir hverja afgreiðslu með einum manni er kr. 17.056. Séu notaðir fleiri en einn maður er gjald fyrir hvern aukamann kr. 17.056 
Festargjald í yfirvinnu er kr. 25.584 
Festargjald á stórhátíðisdögum er kr. 63.960 

VIII. Þjónusta dráttarbáts 

14. grein 
1. Skip á leið inn til hafnar eða út sem nýtur aðstoðar hafnsögumanna greiðir pr. klst. kr. 53.300 fyrir hafnsögubát hafnarinnar. 
2. Fyrir aðstoð utan hafnar og verkefni, önnur en björgunaraðgerðir skal greiða kr. 66.500 á klst miðað við að 2 séu í áhöfn dráttarbáts. Tímagjald reiknast frá því lagt er úr höfn og þar til komið er til heimahafnar aftur. 
3. Fyrir björgun eða aðstoð við skip og báta samkv. samningi SFS og tryggingarfélaga. 
4. Gjaldskráin gildir fyrir bátinn með áhöfn. 20% álag greiðist á alla taxta á yfirvinnutíma og um helgar og 100% ef unnið er á stórhátíðardögum og sérstökum frídögum. 
5. Lágmarkstími fyrir aðstoð er 1 klst. fyrir hafnsögubát en 4 klst. pr. mann í áhöfn. 


IX. Vatns-, rafmagns- og löndunarkranagjöld 

15. grein 
1. Vatnsgjöld: Kalt vatn kr/m3 kr. 283 
2. Heitt vatn kr/m3 kr. 640 
3. Kalt vatn smábáta pr. löndun kr.141,5 
4. Rafmagnssala: Rafmagnsnotkun kr/kwst kr.17,7 
5. Rafmagnsmælaskilagjald kr./mælir kr. 30.750 
6. Tengigjald 16 amper kr. 2.132 
7. Tengigjald dagvinna kr. 2.132 
8. Yfirvinnuútkall hafnarvarðar pr. klst. kr. 6.396 
9. Tímakaup hafnarvarðar á stórhátíðardögum og sérstökum frídögum pr. klst. kr. 12.956 
10. Lágmarkstími útkalls er 4 klst. 
11. Löndunarkranagjald 0,1 ? 2.000 kg. / löndun kr. 736 
12. Löndunarkrani tonnagjald 2.000 kg og yfir kr. pr tonn 367 


X. Vogargjöld 

16. grein 
1. Almenn vigtun kr. pr tonn kr 213,5 
2. Skráningargjald fyrir skráningu í Gaflinn pr tonn kr. 102 
3. Skráningargjald í Gaflinn bræðslufiskur kr. pr tonn kr. 19,5 
4. Lægsta gjald fyrir einstaka vigtun kr. pr tonn 1066 
5. Vigtar- og skráningargjald Fiskmarkað kr. pr tonn kr. 235 
6. Yfirvinnuútkall eftir kl.17 og um helgar kr. pr klst. 6396 
7. Ef óskað er eftir vigtun á stórhátíðardögum eða sérstökum frídögum er gjald pr. klst. kr. 12.956 
8. Lágmarkstími útkalls er 4 klst. 

XI. Sorphirðugjöld. vegna úrgangs, skólps mengandi efna og farmleifa frá skipum. 

17. grein 
1. Skip minni en 10 BT kr./mán. 643 
2. Skip 10 ? 100 BT kr./mán. 2.772 
3. Skip 100-200 BT kr./mán. 5.543 
4. Skip stærri en 200 BT samtals 200 kg í einingu á 38 kr./ kg. Samtals kr./ein. 7600 
5. Hámarksfjöldi eininga er 5 á mánuði. 
6. Þrátt fyrir ákvæði um einingar hér að ofan er heimilt að vigta sorp frá skipi og haga gjaldtöku samkvæmt vigt séu veiðarfæri og annað sem ekki getur talist venjulegt sorp frá skipi sett í gámana. 

Vegna skipa sem falla undir grein 11 c. í lögum um varnir gegn mengun hafs og stranda nr. 33 frá 2004 skulu skip greiða eftirfarandi: 
a) Úrgangsgjald: Við komu skips til hafna skal skip greiða 1,00 kr. á brt. Gjald þetta er til þess að standa undir eftirliti og umsýslu hafnar vegna móttöku á sorpi. Lágmarksgjald samkvæmt þessum lið er kr. 6.396 og hámarksgjald kr. 51.250. 
b) Úrgangsgjald: Gjald skv. staflið a. má lækka ef umhverfisstjórnun, hönnun, búnaður og starfræksla skips er með þeim hætti að skipstjóri geti sýnt fram á að minni úrgangur verði til um borð. Fast gjald verður þá 0,43 kr. á brt. Lágmarksgjald samkvæmt þessum lið er kr. 5.563 og hámarksgjald kr. 26.650. 
c) Úrgangsgjald: Skip og bátar sem koma oftar en fjórum sinnum til hafnar á almanaksárinu greiða samkvæmt b. lið fyrir fimmtu komu og komur eftir það. 
d) Úrgangsgjald: Skip og bátar sem eru undir 60 metra að lengd, eru ekki hafnsöguskyld og hafa varanlega viðveru í Grindavíkurhöfn skulu greiða fast mánaðargjald vegna eftirlits og umsýslu hafnar vegna móttöku á sorpi. Mánaðargjaldið skal vera kr. 6.396 á mánuði. 
e) Förgunargjald: Óski skipstjóri eða eigandi skips eftir að tekið verði á móti úrgangi frá skipinu skal hann hafa samband við viðurkenndan móttökuaðila skv. ábendingu hafnarinnar eða óska eftir því að höfnin annist móttöku á úrganginum. Lágmarksgjald hafnar fyrir móttöku á úrgangi er kr. 12.792 á hvern rúmmetra og lágmarksgjald einn rúmmetra. Kjósi skipstjóri eða eigandi skips að óska eftir þjónustu viðurkennds aðila þá greiðir hann kostnað við þá þjónustu. Skipstjóri og/eða eigandi skips ber ábyrgð á að útfylltu eyðublaði um magn og tegund sorps sé skilað til hafnarinnar, en misbrestur á því getur leitt til tilkynningar til Umhverfisstofnunar. 
f) Förgunargjald: Skip sem undanþegin eru gjaldskyldu skv. 1. tl. 2. mgr. 17. gr.hafnalaga skulu eftir sem áður greiða fyrir losun sorps og förgun þess, sbr. 1. 17 málsgrein gjaldskrárinnar. (liðir 1- 6). 
g) Skipstjóri eða eigandi skips sem fengið hefur undanþágu frá Umhverfisstofnun um skil á sorpi eða tilkynningum skv. 2. og 3. gr. gjaldskrár þessarar skal framvísa gildri staðfestingu þess efnis. 

XII. Leiga á malarplönum bundnu slitlagi og hafnarþekju 

18. grein 
Malarplön og bundið slitlag og hafnarþekjur: 
Gámar, veiðarfæri, kör, bátar, kerrur og annað sem nýtir malarplön og hafnarþekjur eða svæði með bundnu slitlægi til lengri eða skemmri tíma skal greiða kr. 106,6 á pr m2 á mánuði á viðkomandi malarsvæði. Geymsla á svæðum með bundnu slitlagi kr. 213,2 á pr m2 á mánuði. Geymsla á þekjum 
639,6 pr m2 Lágmarksgjald samsvarar 20 m2. 

XIII. Um innheimtu og greiðslu hafnargjalda 

19. grein 
Hafnarstjóri sér um innheimtu allra hafnargjalda. 
Séu gjöldin ekki greidd á réttum gjalddögum er heimilt að reikna hæstu lögleyfðu 
dráttarvexti á skuldina. 

20. grein 
Skipstjóri og eigandi skips bera ábyrgð á greiðslu gjalda þeirra sem greiða ber til 
Grindavíkurhafnar vegna skipsins. Er skipstjóra skylt við komu til hafnar að gefa 
hafnarstjóra upplýsingar um skipið í samræmi við ákvæði 5. mgr. 33. gr. reglugerðar 
nr. 326/2004 um hafnamál og afhenda hafnarstjóra þjóðernis- og 
skrásetningarskírteini skipsins, ef hafnarstjóri krefst þess vegna ófullnægjandi 
upplýsinga frá skipstjóra, og hefur hafnarsjóður haldsrétt yfir skírteinunum uns gjöld 
eru greidd. Töf og tjón sem af þessu hlýst er einvörðungu á ábyrgð og kostnað greiðanda áfallinna gjalda. 
Áfallin gjöld skal greiða áður en skip fer burt úr höfninni og enginn skipstjóri 
getur vænst þess að fá afgreiðslu fyrir skip sitt hjá sýslumanni eða tollstjóra, nema 
hann sanni með vottorði frá hafnarstjóra að hann hafi greitt öll gjöld sín til 
hafnarinnar. 

21. grein 
Vörugjald greiðist af öllum vörum sem eru affermdar, afhentar eða fluttar, eða á 
annan hátt sjóleiðis enda landleiðina, inn fyrir mörk hafnarinnar. Vörugjaldið reiknast 
skipi til skuldar áður en skip hefur siglingu, nema annað sé sérstaklega um samið. 
Vörugjald er á ábyrgð farmflytjanda og er afhending vörur án greiðslu vörugjalds á 
hans ábyrgð. 
Ef vörur eru fluttar úr einu skipi í annað greiðir sá vörugjaldið sem affermir. 
Vörugjald af vörum sem koma til hafnarinnar fellur í gjalddaga þegar skipið sem 
vörurnar flytur er komið í höfnina og vörugjald af vörum sem fluttar eru úr höfninni 
fellur í gjalddaga þegar vörurnar eru komnar á skip. Skipstjóra og afgreiðslumanni 
skips er óheimilt að afhenda vörurnar fyrr en gjaldið er greitt. 

22. grein 
Öll gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari má ávallt tryggja með aðför að 
undangengnum dómi. 
Skipagjöldin eru tryggð með lögveði í viðkomandi skipi eða vátryggingarfé. 

Bæjarstjórn samþykkir gjaldskrána samhljóða. 
        
7.     S.S.S. - Fjárhagsáætlun 2020 - 1910098
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Heildarframlög Grindavíkurbæjar eru um 62,228 millj.kr. eða um 12,67% af kostnaði og er það í samræmi við íbúafjölda. Öll framlög hafa verið færð inn í tillögu að fjárhagsáætlun Grindavíkurbæjar fyrir árið 2020. 

Bæjarstjórn samþykkir fjárhagsáætlun SSS fyrir árið 2020 samhljóða.
        
8.     Starfsmannastefna Grindavíkurbæjar - 1910068
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Lögð er fram tillaga að breytingu á starfsmannastefnu Grindavíkurbæjar fyrir árið 2020, þ.a. heilsustyrkur verði að hámarki 30.000 kr. og að starfsaldurstengdar viðbótargreiðslur hækki um 20%. 
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja breytinguna. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.
        
9.     Reglur um sí- og endurmenntun starfsmanna Grindavíkurbæjar - 1910069
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Lögð fram tillaga að breytingu reglna um sí- og endurmenntun starfsmanna Grindavíkurbæjar fyrir árið 2020, þ.a. heildarfjárhæð verði 0,8% af launum og launatengdum gjöldum að frádreginni lífeyrisskuldbindingu. Skipting á heildarfjárhæð verði sem hér segir: 
A-liður var 70% verður 80%, 
B-liður var 20% verður 12%, 
C-liður var 10% verður 8%. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja breytinguna. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.
        
10.     Þóknanir til bæjarfulltrúa og nefndarmanna - 1909036
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Helga Dís, Hallfríður, Páll Valur, Hjálmar, Guðmundur og Jóna Rut. 

Lögð fram samþykkt um starfskjör kjörinna fulltrúa hjá Grindavíkurbæ. 

Tillaga 
Rödd unga fólksins leggur til að mál um hækkun launa bæjarfulltrúa og launa nefndarmanna verði frestað til enda kjörtímabilsins. 

Tillagan er felld með 5 atkvæðum, Helga Dís samþykkir og Páll Valur situr hjá. 

Bæjarstjórn samþykkir samþykktina með 5 atkvæðum, Hallfríður og Helga Dís á móti. 

Bókun 
Miðflokkurinn hafnar með öllu þeirri miklu hækkun launa kjörinna fulltrúa sem lögð hefur verið hér fram og telur það alveg andsnúið lífskjarasamningum sem undirritaðir voru fyrir skemmstu þar sem talað er um hófsamar eða engar hækkanir. Laun bæjarfulltrúa hafa hækkað um 86,55% síðan 2010 vegna þess að laun þeirra eru tengd launavísitölu. Eðlilegt er að sú hækkun ein og sér verði látin nægja þar sem hún er langt umfram aðrar launahækkanir í landinu. 

Greinargerð 
Meirihlutinn hefur lagt til að hækka mánaðarlaun kjörinna fulltrúa sem nemur á bilinu 18,5- 22% og þóknun fyrir fundi á bilinu 30,4 ? 36,4% og hefur fulltrúi S- lista tekið undir þær tillögur. 
Vænta má að kjósendur hafi gert ráð fyrir því þegar þeir gengu til kosninga vorið 2018 að fjármunum bæjarins yrði forgangsraðað í samræmi við stefnuskrá flokkanna en ekki í eigin vasa. En hækkun þessi ásamt hækkun nefndalauna í fastanefndum mun kosta bæjarfélagið þó nokkuð á annan tug milljóna á ári. 
Þeim sem styðja þennan gjörning hefur verið tíðrætt um að bæjarfulltrúar hafi tekið á sig lækkun launa 2010 þegar sýna þurfti aðhald í rekstri sveitarfélagsins. Viljum við benda á að einungis tveir kjörnir fulltrúar voru þá í bæjarstjórn og tóku á sig þessa lækkun því er verið að bæta mönnum upp miska annarra að mestu. 
Nú um þessar mundir eru kjarasamningar lausir og hvílir því mikil ábyrgð á bæjarfulltrúum að gæta hóflegra hækkana á gjaldskrám sveitarfélagsins og enn meiri skylda hvílir á þeim í ákvarðanatöku varðandi sínar eigin þóknanir. 
Bæjarfulltrúi Miðflokksins í Grindavík 
        
11.     Fjárhagsáætlun 2020-2023 - Grindavíkurbær og stofnanir - 1907008
    Til máls tóku: Sigurður Óli, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Hjálmar, Hallfríður, Páll Valur, Guðmundur og Helga Dís. 

Bókun 
Fjárhagsáætlun ársins 2020-2023 er unnin út frá markmiðum sem bæjarstjórn hefur sett sér en þau eru: 
Rekstur A-hluta sveitarfélagsins verði í jafnvægi, þ.e. skatttekjur og þjónustutekjur standi undir rekstri málaflokka og sjóða A-hluta. Jákvæð rekstrarniðurstaða samstæðu, þ.e. A- og B-hluta. Engar vaxtatekjur verði nýttar til rekstrar, eingöngu til fjárfestinga eða til að auka við handbært fé Grindavíkurbæjar. Sem þýðir þá að rekstarafgangur þarf að vera meiri eða jafnmikill og vaxtatekjur. 

Handbært fé verði ekki undir einum milljarði. 

Rekstrarniðurstaða A-hluta árið 2020, fyrir fjármagnsliði og afskriftir, er áætluð 399,0 milljónir króna og er það 11,9% af heildartekjum. Í A- og B-hluta er rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði og afskriftir áætluð 551,0 milljónir króna og er það 14,9% af heildartekjum. 

Áætluð rekstrarniðurstaða áranna 2020-2023 er þessi í milljónum króna: 

2020 2021 2022 2023 Samtals 
A-hluti 253 239 257 236 985 
A- og B-hluti 269 237 243 223 972 

Heildareignir í samanteknum reikningsskilum A- og B-hluta eru áætlaðar í árslok 2020, 10.766 milljónir króna. Þar af er áætlað að handbært fé verði um 1.364 milljónir króna. Heildarskuldir og skuldbindingar eru áætlaðar 1.843 milljónir króna. Þar af er lífeyrisskuldbinding um 659 milljónir króna. 
Langtímaskuldir eru áætlaðar um 770 milljónir króna í árslok 2020. Þar af eru langtímaskuldir við lánastofnanir 196 milljónir króna. 
Skuldahlutfall Grindavíkurbæjar og stofnana sem hlutfall af heildartekjum er 49,8%. 

Veltufé frá rekstri áranna 2020-2023 er eftirfarandi í milljónum króna: 

2020 2021 2022 2023 Samtals 
A-hluti 528 542 590 594 2.254 
A- og B-hluti 641 644 679 684 2.648 

Afborganir langtímalána eru að jafnaði um 8 milljónir á árunum 2020-2023 sem gerir alls um 32,4 milljónir króna á þessu fjögurra ára tímabili. 

Fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum áranna 2020-2023 er þessi milljónum króna: 

2020 2021 2022 2023 Samtals 
A-hluti 615 555 739 641 2.550 
A- og B-hluti 846 630 855 696 3.027 

Fjármögnun framkvæmda og afborgana af langtímalánum, á þessu 4 ára tímabili, mun að mestu verða með veltufé þessara ára. Auk þess er gert ráð fyrir að handbært lækki um 533 milljónir kr. og verði 1.068 milljónir króna í árslok 2023. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fjárhagsáætlun Grindavíkurbæjar og stofnana fyrir árin 2020-2023.
        
12.     Landakaup - Iðnaðarsvæði i5 - 1909199
    Til máls tóku: Sigurður Óli og bæjarstjóri. 

Lagt fram afsal um kaup Grindavíkurbæjar á tæplega 54 ha landi sem bærinn á rétt á að kaupa. Greiðsla fyrir landið mun eiga sér stað á árinu 2019. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja kaupin. 

Jafnframt leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun 2019 að fjárhæð 110.000.000 kr. sem komi til lækkunar á handbæru fé. 

Bæjarstjórn staðfestir afsalið samhljóða og samþykkir jafnframt samhljóða tillögu bæjarráðs um viðaukann.
        
13.     Kostnaðarframlag vegna aðalskipulags Grindavíkurbæjar - 1911042
    Til máls tóku: Sigurður Óli og Guðmundur. 

Vegna aukins kostnaðar á vinnu við aðalskipulag Grindavíkurbæjar 2018-2032 leggur sviðstjóri skipulags- og umhverfissviðs til að óskað verður eftir hækkun á kostnaðarframlagi Skipulagsstofnunar. 
Minnisblað vegna málsins og tillaga að bréfi til skipulagsstofnunar lagt fram. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að fela sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að óska eftir hækkun á kostnaðarframlagi Skipulagsstofnunar.
        
14.     Skipulagsbreytingar við Víkurhóp - 1910037
    Til máls tóku: Sigurður Óli og Guðmundur. 

Tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi norðan Hópsbrautar (vesturhluti). Athugasemdafrestur vegna tillögu rann út þann 21. nóvember. Engar athugasemdir bárust. 

Skipulagsnefnd samþykkti deiliskipulagsbreytinguna á 65. fundi sínum þann 18. nóvember sl. og vísaði málinu til bæjarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu. 

Bæjarstjórn samþykkir deiliskipulagsbreytinguna samhljóða.
        
15.     Umsókn um framkvæmdaleyfi - 1902035
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Samherji fiskeldi ehf. sækir um framkvæmdarleyfi til að bora 3 holur á sömu forsendum og áður á lóð þeirra við Stað. Skipulagsnefnd samþykkti áformin á fundi nr. 52, þann 18.02.2018. 

Sviðstjóri skipulags- og umhverfissviðs gefur út framkvæmdarleyfi f.h. Grindavíkurbæjar að gefnu samþykki bæjarstjórnar. 

Bæjarstjórn samþykkir framkvæmdaleyfið samhljóða.
        
16.     Kynning tillögu að breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga 2008-2028 og tillaga að deiliskipulagi ásamt umhverfisskýrslu vegna nýs vatnsbóls. - 1911021
    Til máls tóku: Sigurður Óli og Guðmundur. 

Kynning á tillögu að breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga 2008-2028 og tillaga að deiliskipulagi ásamt umhverfisskýrslu vegna nýs vatnsbóls. Umsagnarfrestur er til 25. nóvember 2019. 

Skipulagsnefnd gerði ekki athugasemd við fyrirhugðar breytingar á 65.fundi sínum þann 18.nóvember sl. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að gera ekki athugasemdir við skipulagsbreytinguna.
        
17.     Vegagerðin - Undirgöng undir Víkurbraut - 1905038
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Tillaga B og D lista vegna vígslu undirganganna: 
Fyrsti bekkur grunnskólans vígi mannvirkið og einnig verði öllum börnum í leik- og grunnskóla fært endurskinsmerki frá Grindavíkurbæ. 

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.
        
18.     Tjaldsvæði: útboðsgögn - 1909133
    Til máls tóku: Sigurður Óli og Kristín María. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gengið verði til samninga við hæstbjóðanda, þ.e. fyrirtækið Tjald ehf. um rekstur tjaldsvæðisins og leggja samninginn fyrir bæjarstjórn. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.
        
19.     Öldungaráð - Nýjar samþykktir - 1906003
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Hjálmar, Páll Valur, Guðmundur og Hallfríður. 

Samkvæmt samþykktunum fyrir öldungaráð skal bæjarstjórn kjósa þrjá fulltrúa í öldungaráð og þrjá til vara. Bæjarstjórn kýs formann. 

Tillaga: 

Aðalmenn 
Hallfríður Hólmgrímsdóttir 
Friðrik Björnsson 
Sæmundur Halldórsson 

Varamenn: 
Gunnar Már Gunnarsson 
Anton Kristinn Guðmundsson 
Guðmundur Pálsson. 

Tillaga um formann: Sigurður M. Ágústsson. 

Breytingatillaga frá fulltrúa S-lista: 
Fulltrúi S-lista leggur til að Sæmundur Halldórsson verði skipaður formaður Öldungaráðs Grindavíkur. 
Tillagan er felld með 6 atkvæðum, gegn atkvæði Páls Vals 

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 6 atkvæðum, Páll Valur situr hjá.
        
20.     Aðalstjórn UMFG: Samstarfssamningur 2019-2021 - 1710022
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Hjálmar, Helga Dís, Jóna Rut og Páll Valur. 

Samstarfssamningur við aðalstjórn UMFG 2020-2024 lagður fram til staðfestingar. 

Bæjarstjórn samþykkir samninginn samhljóða.
        
21.     Samstarfssamningar við Knattspyrnudeild UMFG 2020-2021 - 1906013
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Samstarfssamningur við Knattspyrnudeild UMFG lagður fram til staðfestingar. 

Bæjarstjórn samþykkir samninginn samhljóða.
        
22.     Endurnýjun samstarfssamnings um skógræktarsvæðið við Selskóg - 1906070
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Hjálmar og Jóna Rut. 

Samningur við Skógræktarfélag Grindavíkur lagður fram til samþykktar. 

Bæjarstjórn samþykkir samninginn samhljóða. 
        
23.     Fundargerðir - Samband íslenskra sveitarfélaga 2019 - 1901109
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur, Hallfríður, bæjarstjóri, Hjálmar, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Jóna Rut. 

Fundargerð 875. fundar dags. 25. október 2019 lögð fram til kynningar.
        
24.     Bæjarráð Grindavíkur - 1530 - 1911002F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Helga Dís, Páll Valur, Hallfríður, bæjarstjóri, Jóna Rut, Hjálmar, Guðmundur og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
25.     Bæjarráð Grindavíkur - 1531 - 1911004F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur, Hallfríður, Jóna Rut, bæjarstjóri, Helga Dís, bæjarstjóri og Páll Valur 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
26.     Bæjarráð Grindavíkur - 1532 - 1911014F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Jóna Rut, bæjarstjóri, Helga Dís, Hallfríður, Páll Valur og Hjálmar. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
27.     Frístunda- og menningarnefnd - 88 - 1911001F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Helga Dís, Jóna Rut, Hallfríður, Hjálmar, Guðmundur, bæjarstjóri og Páll Valur. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
28.     Skipulagsnefnd - 65 - 1911011F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur, Páll Valur, Hallfríður, Jóna Rut, Helga Dís og Hjálmar. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
29.     Afgreiðslunefnd byggingarmála - 40 - 1909018F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Hjálmar, Guðmundur, bæjarstjóri, Hallfríður, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Páll Valur, Jóna Rut og Helga Dís. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
30.     Afgreiðslunefnd byggingarmála - 41 - 1910016F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Hjálmar og Guðmundur. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
31.     Afgreiðslunefnd byggingarmála - 42 - 1911015F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Hjálmar, Guðmundur, bæjarstjóri, Hallfríður og Páll Valur. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
32.     Fræðslunefnd - 92 - 1910020F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur, Helga Dís, Hallfríður, Jóna Rut, Páll Valur og Hjálmar. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
33.     Umhverfis- og ferðamálanefnd - 41 - 1911010F 
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
34.     Hafnarstjórn Grindavíkur - 469 - 1911013F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Páll Valur, Helga Dís, bæjarstjóri og Hjálmar. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:40.


Deildu ţessari frétt

A?RAR FUNDARGER?IR

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 8. júlí 2020

Fundur 46

Bćjarstjórn / 30. júní 2020

Fundur 508

Öldungaráđ / 15. júní 2020

Fundur 7

Öldungaráđ / 23. janúar 2020

Fundur 6

Bćjarráđ / 23. júní 2020

Fundur 1552

Skipulagsnefnd / 22. júní 2020

Fundur 74

Bćjarráđ / 16. júní 2020

Fundur 1551

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 10. júní 2020

Fundur 45

Frístunda- og menningarnefnd / 10. júní 2020

Fundur 96

Afgreiđslunefnd byggingamála / 11. júní 2020

Fundur 45

Bćjarráđ / 9. júní 2020

Fundur 1550

Frćđslunefnd / 4. júní 2020

Fundur 98

Skipulagsnefnd / 3. júní 2020

Fundur 73

Bćjarráđ / 2. júní 2020

Fundur 1549

Bćjarstjórn / 26. maí 2020

Fundur 507

Skipulagsnefnd / 18. maí 2020

Fundur 72

Frćđslunefnd / 20. maí 2020

Fundur 97

Bćjarráđ / 19. maí 2020

Bćjarráđ, fundur nr. 1548

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 13. maí 2020

Fundur 44

Bćjarráđ / 12. maí 2020

Fundur 1547

Frćđslunefnd / 7. maí 2020

Fundur 96

Frístunda- og menningarnefnd / 6. maí 2020

Fundur 95

Frístunda- og menningarnefnd / 24. apríl 2020

Fundur 94

Frístunda- og menningarnefnd / 11. maí 2020

Fundur 93

Frístunda- og menningarnefnd / 4. mars 2020

Fundur 92

Frístunda- og menningarnefnd / 5. febrúar 2020

Fundur 91

Bćjarráđ / 5. maí 2020

Fundur 1546

Bćjarstjórn / 28. apríl 2020

Fundur 506

Bćjarráđ / 7. apríl 2020

Fundur 1544

Bćjarráđ / 21. apríl 2020

Fundur 1545

Nýjustu fréttir

Allir á völlinn í kvöld

 • Fréttir
 • 9. júlí 2020

Gúrmé í Grindavík - Papas

 • Fréttir
 • 9. júlí 2020

Nágrannaviđureign í kvöld

 • Fréttir
 • 8. júlí 2020

Hagkvćmar leiguíbúđir vćntanlegar

 • Fréttir
 • 8. júlí 2020

Göngur í sumar - Hópsneshringur

 • Fréttir
 • 6. júlí 2020