Spurningakeppni unglingastigs hafin

  • Grunnskólafréttir
  • 25. nóvember 2019

Enn eitt árið er spurningakeppni unglingastigs komin af stað. Keppnin er með sama fyrirkomulagi og áður þar sem tveir bekkir mætast í hverri viðureign þar til einn bekkur stendur uppi sem sigurvegari. Nemendur geta valið um spurningaflokka og þurfa að hafa þekkingu á ýmsum sviðum ætli þau sér að ná langt.

Rannveig Jónína Guðmundsdóttir er spyrill keppninar en Valdís Kristinsdóttir sér um dómgæslu og Hrafnhildur Guðjónsdóttir er stigavörður. Ýmsir aðilar aðstoða við spurningagerð og reyna að leggja fyrir keppendur krefjandi spurningar þar sem leggja þarf höfuðið í bleyti.

Hér fyrir neðan má sjá myndir frá fyrstu keppni þessa árs sem fram fór á föstudaginn. Þá hafði 9.E betur gegn 8.D og tryggði sér þar með sæti í undanúrslitum.






Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir