Jólabingó Kvenfélags Grindavíkur á sunnudaginn

  • Fréttir
  • 22. nóvember 2019
Jólabingó Kvenfélags Grindavíkur á sunnudaginn

Jólabingó Kvenfélags Grindavíkur fer fram á sunnudaginn, 24. nóvember, á sal Grunnskóla Grindavíkur. Að venju er bingóið tvískipt: Barnabingó hefst klukkan 14:00 og fullorðinsbingó hefst klukkan 20:00. Að sögn Sólveigar Ólafsdóttur, formanns kvenfélagsins er um að ræða stærstu fjáröflun félagsins en fjöldi fyrirtækja leggur lið með glæsilegum vinningum. Solla vill koma á framfæri miklum þökkum til allra þessara flottu fyrirtækja. 

Bæjarbúar eru hvattir til að fjölmenna í bæði bingóin og styrkja gott málefni!


Deildu ţessari frétt