Fundur 1532

 • Bćjarráđ
 • 20. nóvember 2019


1532. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 19. nóvember 2019 og hófst hann kl. 17:00.

Fundinn sátu: Hjálmar Hallgrímsson, formaður, Sigurður Óli Þórleifsson, varaformaður, Páll Valur Björnsson, aðalmaður, Helga Dís Jakobsdóttir, áheyrnarfulltrúi og Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, áheyrnarfulltrúi:
Einnig sátu fundinn:  Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson, bæjarstjóri. 

Fundargerð ritaði:  Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Dagskrá:

1.     Kostnaðarframlag vegna aðalskipulags Grindavíkurbæjar - 1911042
    Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Lagt fram minnisblað frá sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að óska eftir hærra framlagi frá Skipulagsstofnun vegna meiri vinnu við aðalskipulag sem nú er í gangi.
        
2.     Kaldavatnsstofn Grindvíkurbæjar - 1911046
    Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið og gerði hann grein fyrir málinu.
        
3.     Verkefnastjóri Kvikunnar - 1910063
    Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Listi yfir 12 umsækjendur um starf verkefnastjóra framtíðarþróunar Kvikunnar lagður fram.
        
4.     Stefnumótun fyrir Kvikuna - 1905029
    Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Lögð fram 90 daga aðgerðaráætlun og forgangsröðun verkefna fyrir Kvikuna.
        
5.     Fjölþætt heilsuefling 65 í Grindavík - Heilsuefling fyrir eldri aldurshópa - 1909200
    Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti hann stöðu málsins. 

Lögð fram drög að samstarfssamningi við Janus - heilsueflingu um heilsueflingar- og rannsóknarverkefnið Fjölþætt heilsuefling 65 ára og eldri í Grindavík - Heilsuefling fyrir eldri aldurshópa. 

Sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs falið að vinna málið áfram.
        
6.     Aðalstjórn UMFG: Samstarfssamningur 2019-2021 - 1710022
    Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti hann stöðu málsins. 

Lögð fram drög að samningi við UMFG. 

Bæjarráð vísar samningnum til samþykktar í bæjarstjórn.
        
7.     Fyrirspurn um kaup á bátasafni - 1910089
    Sviðsstjóri frístunda- og menningarsvið sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Lögð fram fyrirspurn um áhuga á kaupum á bátasafni. Frístunda- og menningarnefnd leggur til við bæjarráð að afþakka tilboðið þar sem safnið hefur ekki beina tengingu við Grindavík. 

Bæjarráð tekur undir með frístunda- og menningarnefnd og afþakkar tilboðið þar sem Grindavíkurbær hefur ekki aðstöðu til að geyma safnið.
        
8.     Eldhugar syngja í Eldborg - Styrkbeiðni - 1911041
    Sviðsstjóri frístunda- og menningarsvið sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Eldey, kór eldri borgara á Suðurnesjum, óskar eftir styrk vegna tónleika sem fram fara í Hörpu 1. desember nk. 

Bæjarráð samþykkir að styrkja kórinn um 50.000 kr.
        
9.     Landakaup - Iðnaðarsvæði i5 - 1909199
    Fyrir liggur tillaga að afsali um kaup Grindavíkurbæjar á tæplega 54 ha landi sem bærinn á rétt á að kaupa. Greiðsla fyrir landið mun eiga sér stað á árinu 2019. 

Bæjarráð vísar afsalinu til samþykktar í bæjarstjórn. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun 2019 að fjárhæð 110.000.000 kr. sem komi til lækkunar á handbæru fé. 

Jafnframt felur bæjarráð sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að fella út úr fjárhagsáætlun 2020 kr. 120.000.000 sem ætluð voru til kaupa á umræddu landi.
        
10.     Fjárhagsáætlun 2020-2023 - Grindavíkurbær og stofnanir - 1907008
    Slökkviliðsstjóri kom inn á fundinn við umræður um slökkvilið. 

Bæjarráð vísar áætluninni til síðari umræðu í bæjarstjórn með þeim breytingum sem lagðar voru til á fundinum.
        
11.     Rekstraryfirlit janúar - september 2019 - 1911040
    Lagt fram rekstraryfirlit fyrir tímabilið janúar - september 2019. 

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir helstu frávik rekstrar frá fjárhagsáætlun 2019 fyrir tímabilið janúar - september 2019.
        
12.     Sveitarfélögin og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna - 1902060
    Boðað er til tengifundar samstarfsnefndar sveitarfélaga um loftslagsmál og heimsmarkmiðin. Grindavíkurbær getur tilnefnt tvo tengiliði við verkefnið. 

Bæjarráð tilnefnir Kristínu Maríu Birgisdóttur, upplýsinga- og markaðsfulltrúa 
og Helgu Dís Jakobsdóttur, bæjarfulltrúa.
        

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:15.
 


Deildu ţessari frétt

A?RAR FUNDARGER?IR

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 8. júlí 2020

Fundur 46

Bćjarstjórn / 30. júní 2020

Fundur 508

Öldungaráđ / 15. júní 2020

Fundur 7

Öldungaráđ / 23. janúar 2020

Fundur 6

Bćjarráđ / 23. júní 2020

Fundur 1552

Skipulagsnefnd / 22. júní 2020

Fundur 74

Bćjarráđ / 16. júní 2020

Fundur 1551

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 10. júní 2020

Fundur 45

Frístunda- og menningarnefnd / 10. júní 2020

Fundur 96

Afgreiđslunefnd byggingamála / 11. júní 2020

Fundur 45

Bćjarráđ / 9. júní 2020

Fundur 1550

Frćđslunefnd / 4. júní 2020

Fundur 98

Skipulagsnefnd / 3. júní 2020

Fundur 73

Bćjarráđ / 2. júní 2020

Fundur 1549

Bćjarstjórn / 26. maí 2020

Fundur 507

Skipulagsnefnd / 18. maí 2020

Fundur 72

Frćđslunefnd / 20. maí 2020

Fundur 97

Bćjarráđ / 19. maí 2020

Bćjarráđ, fundur nr. 1548

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 13. maí 2020

Fundur 44

Bćjarráđ / 12. maí 2020

Fundur 1547

Frćđslunefnd / 7. maí 2020

Fundur 96

Frístunda- og menningarnefnd / 6. maí 2020

Fundur 95

Frístunda- og menningarnefnd / 24. apríl 2020

Fundur 94

Frístunda- og menningarnefnd / 11. maí 2020

Fundur 93

Frístunda- og menningarnefnd / 4. mars 2020

Fundur 92

Frístunda- og menningarnefnd / 5. febrúar 2020

Fundur 91

Bćjarráđ / 5. maí 2020

Fundur 1546

Bćjarstjórn / 28. apríl 2020

Fundur 506

Bćjarráđ / 7. apríl 2020

Fundur 1544

Bćjarráđ / 21. apríl 2020

Fundur 1545

Nýjustu fréttir

Allir á völlinn í kvöld

 • Fréttir
 • 9. júlí 2020

Gúrmé í Grindavík - Papas

 • Fréttir
 • 9. júlí 2020

Nágrannaviđureign í kvöld

 • Fréttir
 • 8. júlí 2020

Hagkvćmar leiguíbúđir vćntanlegar

 • Fréttir
 • 8. júlí 2020

Göngur í sumar - Hópsneshringur

 • Fréttir
 • 6. júlí 2020