Fundur 65

  • Skipulagsnefnd
  • 19. nóvember 2019

65. fundur skipulagsnefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, mánudaginn 18. nóvember 2019 og hófst hann kl. 16:15.


Fundinn sátu:
Guðmundur L. Pálsson, formaður, Ólafur Már Guðmundsson, aðalmaður, Anton Kristinn Guðmundsson, aðalmaður, Lilja Ósk Sigmarsdóttir, aðalmaður, Gunnar Már Gunnarsson, aðalmaður og Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs. 

Fundargerð ritaði:  Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.

Dagskrá:

1.     Deiliskipulag - Norðan Hópsbrautar - 1901081
    Fulltrúar Eflu verkfræðistofu sátu fundinn undir þessum lið. Tillaga að deiliskipulagi (gatnaskipulag) í nýju hverfi norðan Hópsbrautar hefur verið uppfært. 

Skipulagsnefnd telur ástæðu til að auka aðgengi inn í hverfið og fjölga einbýlishúsalóðum í neðri hluta byggðarinnar. 

Sviðstjóra falið að vinna málið áfram með Eflu verkfræðistofu í samræmi við umræður á fundinum. 
        
2.     Skipulagsbreytingar við Víkurhóp - 1910037
    Tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi norðan Hópsbrautar (Vesturhluti)er í auglýsingu. Athugasemdafrestur rennur út þann 21.nóvember nk. 

Skipulagsnefnd samþykkir óverulega breytingu á deiliskipulaginu með þeim fyrirvara að ekki berist athugasemdir í grenndarkynningunni. 

Málinu vísað til bæjarstjórnar til afgreiðslu með sama fyrirvara og hér að framan.
        
3.     Deiliskipulagsbreyting í Svartsengi - 1909021
    Uppfærð deiliskipulagstillaga frá HS orku vegna breytinga í Svartsengi. Óskað er eftir samþykki skipulagsnefndar fyrir því að auglýsa deiliskipulagsbreytinguna. Brugðist hefur verið við athugasemdum eftir 63.fund skipulagsnefndar. 

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við deiliskipulagstillöguna og samþykkir að hún fari í auglýsingu í samræmi við 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 


        
4.     Breyting á deiliskipulagi við Víðihlíð - 1911034
    Vegna hugmynda um uppbyggingu íbúða og félagsaðstöðu eldri borgara við Víðihlíð þarf að endurskoða deiliskipulagið á svæðinu. 
Skipulagsnefnd felur sviðstjóra að vinna tillögu að breytingu á deiliskipulaginu og leggja fyrir nefndina. 
        

5.     Deiliskipulagsbreyting í Víkurhópi - grænt svæði - 1911035
    Vegna ábendinga um að gera grænt svæði í Víkurhópinu að lóð er málið tekið inn á fund skipulagsnefndar. 

Skipulagsnefnd felur sviðstjóra að kanna möguleikann á að byggja á því svæði.
        
6.     Eyjabakki Deiliskipulag - 1711084
    Skipulags- og matslýsing var auglýst og send Skipulagsstofnun og umsagnaraðilum til umsagnar. Skipulags- og matslýsingin var einnig kynnt almenningi skv. 1.mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Gefin var tveggja vikna frestur til að skila inn umsögn. Fjórar umsagnir hafa borist frá umsagnaraðilum. Næsta skref er að hefja vinnu við tillögu að skipulagsbreytingunni. 

Skipulagsnefnd felur sviðstjóra að vinna málið áfram. 
        
7.     Kynning tillögu að breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga 2008-2028 og tillaga að deiliskipulagi ásamt umhverfisskýrslu vegna nýs vatnsbóls. - 1911021
    Kynning tillögu að breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga 2008-2028 og tillaga að deiliskipulagi ásamt umhverfisskýrslu vegna nýs vatnsbóls. 
Umsagnarfrestur er til 25. nóvember 2019. 

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirhugðar breytingar. 

Málinu vísað til bæjarstjórnar til afgreiðslu. 
        
8.     Nýtt geymslusvæði gáma í Grindavík - 1911036
    Vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á nýju hverfi norðan Hópsbrautar þarf að huga að nýju geymslusvæði fyrir gáma í Grindavik. Minnisblað Eflu Verkfræðistofu lagt fram. 

Skipulagsnefnd felur sviðsstjóra að kanna möguleikann á að nota svæðið við tanka við enda Nesvegs við Eyjabakka.
        
9.     Túngata 7 - fyrirspurn um breytingar og stækkun á húsi. - 1908046
    Grenndarkynningu vegan Túngötu 7 lauk þann 5.nóvember sl. þar sem ein athugasemd barst. 

Skipulagsnefnd felur sviðstjóra að óska efir því við fyrirspyrjanda að sýnt verði skuggavarp vegna stækkunar á húsinu ásamt afstöðumynd með húsinu á lóð. 
        

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:36 .
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135