Fundur 499

  • Bćjarstjórn
  • 30. október 2019

499. fundur bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 29. október 2019 og hófst hann kl. 17:00.


Fundinn sátu:
Sigurður Óli Þórleifsson, forseti, Birgitta H. Ramsay Káradóttir, aðalmaður, Hjálmar Hallgrímsson, aðalmaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður, Páll Valur Björnsson, aðalmaður, Helga Dís Jakobsdóttir, aðalmaður og Irmý Rós Þorsteinsdóttir, varamaður fyrir Guðmund L Pálsson.
Einnig sátu fundinn: 
Fannar Jónasson, bæjarstjóri og Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs. 

Fundargerð ritaði:  Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Dagskrá:

1.     Skólahúsnæði: Hönnun og framkvæmdir - 1802069
    Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti hann málið. 

Aðrir sem til máls tóku: Sigurður Óli og Páll Valur. 

Teikningar og frumkostnaðaráætlun af viðbyggingu við Hópskóla lagðar fram. 

Á fundi bæjarráðs þann 15.október sl. var lýst yfir ánægju með teikningarnar og þeim vísað til bæjarstjórnar. 

Óskað er eftir heimild til að halda áfram með hönnun á viðbyggingunni. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að haldið verði áfram með vinnuna.
        
2.     Leikskólahúsnæði; Aukning/stækkun - 1807010
    Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti hann málið. 

Aðrir sem til máls tóku: Sigurður Óli, Helga Dís, Hallfríður, Birgitta, Páll Valur og Hjálmar. 

Lögð er fram grunnmynd af nýjum 4 deilda leikskóla sem er afrakstur vinnu byggingarnefndar leikskóla. Ennfremur er lögð fram kostnaðaráætlun hönnuða og tilboð hönnuða í áframhaldandi hönnun. 

Á fundi bæjarráðs þann 2. október var rætt um að kynna þá hönnun sem unnið hefur verið að á heimsíðu bæjarins. Í þeim tilgangi er lagt fram myndband sem sýnir hvernig leikskólinn gæti litið út m.v. fyrirliggjandi grunnmynd. Tillagan hefur fengið kynningu í fræðslunefnd. 

Næsta skref er að ljúka vinnu byggingarnefndarinnar með gerð aðaluppdrátta. 

Óskað er heimildar til að kynna tillöguna á heimasíðu Grindavíkurbæjar á næstu tveim vikum þar sem íbúum yrði gefin kostur á að gera athugsemdir. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að tillagan verði kynnt.
        
3.     Skipulag og umhverfi hafnarsvæðis og sjómannagarðs - 1910002
    Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Til máls tóku: Sigurður Óli og Hallfríður 

Óskað er eftir viðauka vegna hönnunar á svæðum við Hafnargötu, Seljabót, Kvikuna og Sjómannagarðinn. Um er að ræða tilfærslu á fjármögnun innan fjárfestingaráætlunar fyrir árið 2019. 
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukabeiðnina. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.
        
4.     Stamphólsvegur 1 - breyting á deiliskipulagi - 1907027
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Skipulagsnefnd samþykkti á 64. fundi sínum þann 21.október sl. óverulega breytingu á deiliskipulag við Stamphólsveg. 

Deiliskipulagsbreytingin var grenndarkynnt lóðarhöfum að Stamphólsveg 3 og ásamt því að vera auglýst á heimsíðu Grindavíkurbæjar. Engar athugasemdir bárust á grenndarkynningartímanum. 

Deiliskipulagsbreytingin felur í sér stækkun á byggingarreit á lóðinni við Stamphólsveg 1. 

Bæjarráð samþykkti þessa óverulegu breytingu á deiliskipulagi. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða breytinguna.
        
5.     Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Ölfuss 2010-2022 - 1910015
    Til máls tóku: Sigurður Óli og bæjarstjóri. 

Sveitarfélagið Ölfus óskar eftir umsögn á tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Ölfuss 2010-2022. 

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við tillöguna þar sem þessi breyting hefur ekkert með lögsögumörk sveitarfélaganna að gera. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að gera ekki athugasemdir við skipulagsbreytinguna.
        
6.     Gatnalýsing Stefna Grindavíkurbæjar - 1909152
    Til máls tóku: Sigurður Óli og Páll Valur. 

Drög að stefnu Grindavíkurbæjar varðandi götulýsingu lögð fram. Bæjarráð vísar stefnunni til samþykktar í bæjarstjórn. 

Bæjarstjórn samþykkir stefnuna samhljóða.
        
7.     Gatnalýsing Rekstur Sept 2019 - 1909154
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Lögð fram ósk um viðauka á fjárhagsáætlun 2019 á gatnalýsingu að fjárhæð 10.000.000 kr. sem fjármagnaður verði með lækkun á verkefninu "Gatnalýsing, endurnýjun 3. áfangi" á eignfærðri fjárfestingu að fjárhæð 8.500.000 kr. og með hækkun tekna þjónustumiðstöðvar um 1.500.000 kr. 
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.
        
8.     Snjómokstur Rekstarstaða Sept 2019 - 1909196
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Lögð fram beiðni um viðauka á árið 2019 vegna snjómoksturs að fjárhæð 5.250.000 kr. sem skiptist á 4 rekstrarliði. Greinargerð umsjónarmanns fasteigna lögð fram til rökstuðnings. 
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka að fjárhæð 5.250.000 kr. sem fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé að fjárhæð 2.650.000 kr. og hækkun tekna þjónustumiðstöðvar að fjárhæð 2.600.000 kr. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs. 
        
9.     Skólabílar Rekstarstaða sept. 2019 - 1909198
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Lögð fram beiðni um viðauka á árið 2019 vegna skólabifreiða að fjárhæð 1.575.000 kr. sem skiptist á 4 rekstrarliði. Greinargerð umsjónarmanns fasteigna lögð fram til rökstuðnings. 
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka að fjárhæð 1.575.000 kr. sem fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.
        
10.     Beiðni um viðauka vegna Íþrótta- og afrekssjóðs - 1910032
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Lögð fram beiðni um viðauka á árið 2019 að upphæð kr. 250.000 vegna íþrótta- og afrekssjóðs. 
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukabeiðnina og að hún verði fjármögnuð með lækkun á handbæru fé. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.
        
11.     Fjárhagsáætlun 2020-2023 - Grindavíkurbær og stofnanir - 1907008
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Hallfríður, Páll Valur, Hjálmar og Helga Dís. 

Forseti leggur til að áætluninni verði vísað til síðari umræðu í bæjarstjórn þann 26. nóvember næstkomandi. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu forseta. 
        
12.     Vinabæjarsamskipti við Uniejów í Póllandi - 1910051
    Til máls tóku: Sigurður Óli og bæjarstjóri. 

Undanfarin misseri hafa farið fram gagnkvæm samskipti milli Grindavíkurbæjar og Uniejów. Lagt fram erindi um að gengið verði frá formlegum vinabæjarsamningi milli bæjarfélaganna. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að gengið verði frá formlegum vinabæjarsamningi við Uniejów.
        
13.     Kosning í nefndir samkvæmt B-lið 47. gr. samþykktar um stjórn Grindavíkurbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar - 1806026
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Kjósa þarf nýjan fulltrúa í almannavarnanefnd Grindavíkurbæjar. Lagt er til að Atli Geir Júlíusson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs taki sæti í nefndinni í stað Sigurðar Ólafssonar fyrrverandi sviðsstjóra. 

Bæjarstjórn samþykkir tilnefninguna samhljóða.
        
14.     Öldungaráð - Nýjar samþykktir - 1906003
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Hallfríður, Hjálmar, Helga Dís, Páll Valur. 

Ný drög að samþykktum fyrir öldungaráð Grindavíkurbæjar lögð fram. 
Bæjarráð vísar samþykktunum til samþykktar í bæjarstjórn. 

Breytingartillaga: 
Miðflokkurinn leggur til eftirfarandi breytingar á samþykktum fyrir öldungaráð Grindavíkurbæjar: 
Í stað 5 mgr. 4.gr 
„Bæjarstjórn kýs formann öldungaráðs en ráðið kýs varaformann, ritara og skiptir að öðru leyti með sér verkum“ 
Þar verði bætt við og setningin verði svohljóðandi: 
Bæjarstjórn kýs formann öldungaráðs en ráðið kýs varaformann, ritara og skiptir að öðru leyti með sér verkum. Formaðurinn sem kosinn er hverju sinni skal hafa náð 60 ára aldri. 
Greinargerð 
Með þessu vill Miðflokkurinn árétta stöðu hagaðila í ráðinu þ.e. með því að formaður ráðsins sé í hópi eldri borgara. 


Breytingatillagan er felld með 4, atkvæðum, gegn 1 atkvæði Hallfríðar, Helga Dís og Páll Valur sitja hjá. 

Bæjarstjórn samþykkir framlagða samþykkt samhljóða.
        
15.     Vegagerðin - Undirgöng undir Víkurbraut - 1905038
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Helga Dís, Hjálmar og Páll Valur. 

Samþykkt tilboð í undirgöng var 130% af kostnaðaráætlun og í fjárfestingaáætlun bæjarins var gert ráð fyrir 16.100.000 kr. sem yrði hlutur Grindavíkurbæjar miðað við kostnaðaráætlun. Auk þess þurfti að færa stofnlögn vatnsveitu. 
Því er lögð fram beiðni um viðauka við fjárfestingaáætlun 2019 að fjárhæð 9.500.000 kr. sem fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé. 

Bæjarstjórn samþykkir viðaukann samhljóða. 

Tillaga B og D lista vegna vígslu undirganganna: 
Fyrsti bekkur grunnskólans vígi mannvirkið og einnig verði öllum grunnskólabörnum fært endurskinsmerki frá Grindavíkurbæ. 

Tillagan er samþykkt samhljóða. 
        
16.     Fundargerðir - Samband íslenskra sveitarfélaga 2019 - 1901109
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Páll Valur, Hjálmar, Hallfríður, Birgitta og Irmý. 

Fundargerð 874. fundar dags. 27. september 2019 lögð fram til kynningar.
        
17.     Bæjarráð Grindavíkur - 1527 - 1909021F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Hallfríður, Birgitta, Páll Valur, bæjarstjóri, Helga Dís, Hjálmar, Irmý og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
18.     Bæjarráð Grindavíkur - 1528 - 1910009F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Helga Dís, Hjálmar, Hallfríður, Páll Valur, Birgitta, bæjarstjóri og Irmý. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
19.     Bæjarráð Grindavíkur - 1529 - 1910014F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Hallfríður, bæjarstjóri, Páll Valur og Hjálmar. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
20.     Skipulagsnefnd - 64 - 1910012F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Hjálmar, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Helga Dís, Páll Valur, Hallfríður, Birgitta, bæjarstjóri og Irmý. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
21.     Frístunda- og menningarnefnd - 87 - 1909020F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Birgitta, Páll Valur, Hallfríður, Hjálmar, Helga Dís, Irmý og bæjarstjóri. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
22.     Fræðslunefnd - 91 - 1910002F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Helga Dís, Hjálmar, Hallfríður, Birgitta, Páll Valur og Irmý. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
23.     Umhverfis- og ferðamálanefnd - 40 - 1910006F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Hjálmar, Helga Dís, Páll Valur, Birgitta og Hallfríður. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:40.
 


Deildu ţessari frétt

A?RAR FUNDARGER?IR

Bćjarráđ / 15. júlí 2020

Bćjarráđ, fundur nr. 1553

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 8. júlí 2020

Fundur 46

Bćjarstjórn / 30. júní 2020

Fundur 508

Öldungaráđ / 15. júní 2020

Fundur 7

Öldungaráđ / 23. janúar 2020

Fundur 6

Bćjarráđ / 23. júní 2020

Fundur 1552

Skipulagsnefnd / 22. júní 2020

Fundur 74

Bćjarráđ / 16. júní 2020

Fundur 1551

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 10. júní 2020

Fundur 45

Frístunda- og menningarnefnd / 10. júní 2020

Fundur 96

Afgreiđslunefnd byggingamála / 11. júní 2020

Fundur 45

Bćjarráđ / 9. júní 2020

Fundur 1550

Frćđslunefnd / 4. júní 2020

Fundur 98

Skipulagsnefnd / 3. júní 2020

Fundur 73

Bćjarráđ / 2. júní 2020

Fundur 1549

Bćjarstjórn / 26. maí 2020

Fundur 507

Skipulagsnefnd / 18. maí 2020

Fundur 72

Frćđslunefnd / 20. maí 2020

Fundur 97

Bćjarráđ / 19. maí 2020

Bćjarráđ, fundur nr. 1548

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 13. maí 2020

Fundur 44

Bćjarráđ / 12. maí 2020

Fundur 1547

Frćđslunefnd / 7. maí 2020

Fundur 96

Frístunda- og menningarnefnd / 6. maí 2020

Fundur 95

Frístunda- og menningarnefnd / 24. apríl 2020

Fundur 94

Frístunda- og menningarnefnd / 11. maí 2020

Fundur 93

Frístunda- og menningarnefnd / 4. mars 2020

Fundur 92

Frístunda- og menningarnefnd / 5. febrúar 2020

Fundur 91

Bćjarráđ / 5. maí 2020

Fundur 1546

Bćjarstjórn / 28. apríl 2020

Fundur 506

Bćjarráđ / 7. apríl 2020

Fundur 1544