Fundur 64

  • Skipulagsnefnd
  • 24. október 2019

64. fundur skipulagsnefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, mánudaginn 21. október 2019 og hófst hann kl. 16:15.


Fundinn sátu:
Guðmundur L. Pálsson, formaður, Ólafur Már Guðmundsson, aðalmaður, Anton Kristinn Guðmundsson, aðalmaður, Lilja Ósk Sigmarsdóttir, aðalmaður, Unnar Á Magnússon, varamaður og Atli Geir Júlíusson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs. 

Fundargerð ritaði:  Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.


Dagskrá:

1.     Deiliskipulag - Norðan Hópsbrautar - 1901081
    Tillögur að götuskipulagi í nýju deiliskipulagi norðan Hópsbrautar (ÍB10) lagðar fram til kynningar. 

Skipulagsnefnd telur vanta vegtengingu milli ÍB10 og ÍB11 ásamt því að stækka þurfi svæðið sem verið er að deiliskipuleggja nær ÍB9. Gera þarf ráð fyrir bílastæðum við hvert hús. 

Sviðstjóra falið að vinna málið áfram. 
        
2.     Skipulagsbreytingar við Víkurhóp - 1910037
    Óverulegar deiliskipulagsbreytingar við Víkurhóp sem láðist að auglýsa sumarið 2018 settar fram á einum breytingaruppdrætti. 

Skipulagsnefnd samþykktir deiliskipulagsbreytinguna. Grenndarkynning verður unnin í samræmi við 2.mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Sviðstjóra falið að vinna málið áfram. 
        
3.     Efrahóp 6 og 8 - deiliskipulagsbreyting - 1910057
    Tillaga að breyttu deiliskipulagi við Efrahóp 6 og 8. Drög að breytingaruppdrætti lögð fram. 

Skipulagsnefnd heimilar lóðarhafa að fara í óverulega deiliskipulagsbreytingu á sinn kostnað. Sviðstjóra falið að grenndarkynna deiliskiplagsbreytinguna. 
        
4.     Stamphólsvegur 1 - breyting á deiliskipulagi - 1907027
    Grenndarkynningu á deiliskipulagsbreytingu við Stamphólsveg 1 er lokið. Engar athugasemdir bárust. 

Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagsbreytinguna og vísar henni til bæjarstjórnar til afgreiðslu. 
        
5.     Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Ölfuss 2010-2022 - 1910015
    Sveitarfélagið Ölfus óskar eftir umsögn á tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Ölfuss 2010-2022. 

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við tillöguna þar sem þessi breyting hefur ekkert með lögsögumörk sveitarfélagana að gera. 
        
6.     Þórkötlustaðir - fyrirspurn um stækkun - 1910058
    Fyrirspun um stækkun á Þórkötlustöðum. Fyrirspurninni fylgir teikning. 

Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið en bendir á verndaráætlun fyrir Þórkötlustaðahverfi. Sviðstjóra falið að óska eftir frekari gögnum og grenndarkynna fyrir íbúum hverfisins. 
        
7.     Leynisbrún 15 - umsókn um byggingarleyfi - 1908083
    Sótt erum byggingarleyfi vegna framkvæmda við Leynisbrún 15. Umsækjandi vill fá að breyta bílskúr í studio-íbúð ásamt því að setja hurð á vesturhlið, nýtt baðherbergi og eldhúskrókur. 

Skipulagsnefnd tekur jákvætt í áformin. Sviðstjóra falið að grenndarkynna áforminn fyrir íbúum Leynisbrúnar 3, 5, 11,13 og 17. 
        
8.     Ósk um afnot af landi frá skotdeild Grindavíkur - 1908129
    Skotdeild Grindavíkur óskar eftir leyfi fyrir afnotum af landi fyrir útisvæði félagsins þar sem hægt væri að iðka skotæfingar. 

Sviðstjóra falið að afla upplýsinga um málið (m.a. frá lögreglu) og hvort staðsetning svæðisins sé í lagi. 
        
9.     Einarsbúð - endurbygging - 1812055
    Þann 21.janúar sl. var sviðstjóri falið að afla nánari gagna varðandi eignarhald á lóð. Lóðin er ekki til en samkvæmt deiliskipulagi gamla bæjarins þá er gert ráð fyrir að stofnuð verði lóð þarna merkt Víkurbraut 4. Eignarhald lóðar er hjá Grindavíkurbæ. 

Ekki er tekin afstaða til framkvæmdarleyfisins að svo stöddu. Óskað er frekari gagna m.a. um framkvæmdartíma, hönnun og fjármögnun. 
        
10.     Hundagerði: Svæði innan Grindavíkurbæjar - 1708005
    Mál vegna hundagerðis rædd. Lagt hefur verið til að hundagerðið verði staðsett við spennuvirki norðan við Nesveg. 

Sviðstjóra falið að vinna málið áfram, m.a. með því að vinna kostnaðaráætlun og ræða við HS veitur um aðkomu að svæðinu. 
        
11.     Gönguleið um sjávartengdar minjar - 1810058
    Lögð fram hugmynd að gönguleið um sjávartengdar minjar í Grindavík ásamt tillögu Landmótunar um bætt aðgengi gangandi að hafnarsvæðinu.
        

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:05. 
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135