VIGT hlýtur hönnunarverđlaun fyrir húsgagnalínuna sína, Allavega

  • Fréttir
  • 19. október 2019
VIGT hlýtur hönnunarverđlaun fyrir húsgagnalínuna sína, Allavega

VIGT er sigurvegari Distributed Design verðlaunanna á Íslandi 2019 fyrir húgsgagnalínu sína, Allavega. Þetta kemur fram á síðu VIGT en verðlaunin voru veitt í vikunni sem leið. Það er Nýsköpunarmiðstöð Íslands sem veitir verðlaunin. Á síðu þeirra fjalla þeim um mæðgurnar og þeirra hönnun sem framleiddar hafa verið frá árinu 2013 og njóta vaxandi vinsælda. 

Karl Friðriksson forstöðumaður Fyrirtækja og frumkvöðlasviðs Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands afhenti Distributed Design verðlaunin á Íslandi á dögunum í húsakynnum VIGT í Grindavík.

Eftirfarandi umsögn um fyrirtækið fylgir tilkynningu verðlaunanna á Facebook síðu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands en myndirnar eru þaðan líka. 

VIGT er samstarf móður og þriggja dætra hennar sem hafa hannað og framleitt vörur á Íslandi síðan 2013.
Verkefnið byrjaði sem innblástur af kirkjubekk sem var smíðaður af afa þeirra sem síðar þróaðist í heila línu húsgagna.

,,Fyrir mörgum árum síðan smíðaði afi bekki fyrir gömlu Grindavíkurkirkju. Á bekkjunum hvíldu líkkistur á meðan á útför stóð. Haustið 1982 var gamla kirkjan afhelguð við messu og afi tók annan bekkinn með sér heim. Bekkurinn hefur gengt allavega hlutverkum síðan. Nú hefur bekkurinn fengið arftaka, hann var innblásturinn við gerð húsgagnanna”

VIGT leggur með vörum sínum áherslu á einfaldleika, gæði og réttsýni og geta verið framleiddar hvar sem er í heiminum úr staðbundnum efnivið.
Verkefnið sýnir fram á að hágæða vörur geta verið framleiddar og seldar úr gamalli hafnarvigt í litlu sjávarþorpi á Íslandi jafnt sem og annar staðar. VIGT leggur áherslu á umhverfisvæna og mannúðlega framleiðsluhætti og að vanda valið vel á samstarfsaðilum á Íslandi sem og erlendis.

VIGT hefur kjark til að framleiða vörur sýnar fyrir íslenskan markað á Íslandi. VIGT sýnir fram á að vandaðar staðbundnar vörur geta verið seldar á sanngjörnu verði fyrir alla aðila.

Á myndinni efst má sjá Karl Friðriksson forstöðumann Fyrirtækja og frumkvöðlasviðs Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands afhenda Distributed Design verðlaunin á Íslandi á dögunum í húsakynnum VIGT í Grindavík. F.v. Karl, Guðfinna, Hrefna, Guðmundur afi þeirra sem smíðaði umræddan kirkjubekk, Hulda og Arna. 

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 7. nóvember 2019

Jón Axel er á sögufrćgum Naismith lista

Fréttir / 7. nóvember 2019

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

Fréttir / 6. nóvember 2019

Skyndilokun vatnsveitu

Fréttir / 6. nóvember 2019

Nágrannaviđureign í kvöld

Fréttir / 6. nóvember 2019

Sigurđur Elíasson nýr ţjálfari GG

Fréttir / 5. nóvember 2019

Vladan Djogatovic áfram međ Grindavík

Fréttir / 5. nóvember 2019

Kaldavatnslaust frá 10:00 - 12:00

Fréttir / 4. nóvember 2019

Veistu um áhugavert umfjöllunarefni?

Fréttir / 4. nóvember 2019

Villibráđakvöld 15. nóvember

Fréttir / 1. nóvember 2019

Allra heilagra messa

Fréttir / 1. nóvember 2019

Má bjóđa ţér í draugahús?