Enn ein rósin í hnappagatiđ hjá Bláa Lóninu

  • Fréttir
  • 19. október 2019
Enn ein rósin í hnappagatiđ hjá Bláa Lóninu

Í vikunni fengu arkítektar nýja hótelsins við Bláa Lónið, The retreat verðlaun fyrir atkítektúr byggingarinnar. Um er að ræða verðlaunin  Architecture MasterPrize's Architectural Design of the Year. Voru þau afhent við hátíðlega athöfn á Guggenheim safninu í Bilbao á Spáni. Verðlaunin eru í flokki gestrisni eða hospitality.  Aríktekrúr-stofan sem sá um hönnunina hjá Bláa Lóninu eru Basalt Arkítektar en þetta er ekki í fyrsta sinn sem þeir hljóta verðlaun fyrir sína hönnun.  Eigendur Bláa Lónsins er í skýjunum með verðlaunin og þann heiður sem fylgir því að hljóta þau en markmið þessara verðlauna er að fagna sköpunargleði, nýsköpun og ágæti á sviði hönnunar, innréttinga og landslagshönnunar. 

Meðfylgjandi myndir eru af Facebook-síðu The Retreat at the Blue Lagoon Iceland. 

 


Deildu ţessari frétt