Fundur 1528

  • Bćjarráđ
  • 16. október 2019


1528. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 15. október 2019 og hófst hann kl. 16:00.


Fundinn sátu:
Hjálmar Hallgrímsson, formaður, Páll Valur Björnsson, aðalmaður, Helga Dís Jakobsdóttir, áheyrnarfulltrúi, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, áheyrnarfulltrúi og Ásrún Helga Kristinsdóttir, varamaður fyrir Sigurð Óla.
Einnig sátu fundinn: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson, bæjarstjóri. 

Fundargerð ritaði:  Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Dagskrá:

1.     Stefnumótun fyrir Kvikuna - 1905029
    Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs og upplýsinga- og markaðsfulltrúi sátu fundinn fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Lögð fram drög að markmiðum Kvikunnar, áherslum til næstu þriggja ára og starfslýsingu verkefnastjóra framtíðarþróunar Kvikunnar.
        
2.     Rekstrarform Kvikunnar - 1910026
    Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs og upplýsinga- og markaðsfulltrúi sátu fundinn fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Stjórn Kvikunnar, auðlinda- og menningarhúss leggur til við bæjarráð að leggja niður núverandi rekstrarform Kvikunnar sem er sjálfseignarstofnun og að húsið verði stofnun í eigu og umsjá bæjarins. 

Bæjarráð samþykkir tillöguna og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.
        
3.     Skólahúsnæði: Hönnun og framkvæmdir - 1802069
    Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Drög að teikningum af viðbyggingu við Hópskóla, áfanga 2, lögð fram til kynningar. 

Bæjarráð lýsir ánægju sinni með teikningarnar og vísar þeim til bæjarstjórnar.
        
4.     Skipulag sundlaugarsvæðis - 1906024
    Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs og sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sátu fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Þarfagreining vegna framtíðaruppbyggingar sundlaugarsvæðis í Grindavík lögð fram.
        
5.     Skipulag og umhverfi hafnarsvæðis og sjómannagarðs - 1910002
    Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs og sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sátu fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Minnisblað sviðsstjóra lagt fram. Óskað er eftir viðauka vegna hönnunar á svæðum við Hafnargötu, Seljabót, Kvikuna og Sjómannagarðinn. Um er að ræða tilfærslu á fjármögnun innan fjárfestingaráætlunar fyrir árið 2019. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukabeiðnina.
        
6.     Aðalstjórn UMFG: Samstarfssamningur 2019-2021 - 1710022
    Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs er falið að vinna málið áfram. 
        
7.     Samstarfssamningar við Knattspyrnudeild UMFG 2020-2021 - 1906013
    Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Lögð fram drög að samstarfssamningi við Knattspyrnudeild UMFG um umsýslu á eignum Grindavíkurbæjar á íþróttasvæðinu, þ.e. búningsaðstöðu við Austurveg, gáma vegna salernisaðstöðu við íþróttavöll, Hópið og miðasöluskúr og geymslu fyrir bolta. 

Bæjarráð samþykkir samninginn og að hann gildi til 31.12.2020. 
        
8.     Ósk um aðstöðu fyrir Pílufélag Grindavíkur - 1809007
    Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Drög að samstarfssamningi við Pílufélag Grindavíkur lögð fram. Frístunda- og menningarnefnd hefur samþykkt samninginn fyrir sitt leyti. 

Bæjarráð samþykkir samninginn.
        
9.     Beiðni um viðauka vegna Íþrótta- og afrekssjóðs - 1910032
    Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Lögð fram beiðni um viðauka á árið 2019 að upphæð kr. 250.000 vegna íþrótta- og afrekssjóðs. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukabeiðnina og að hún verði fjármögnuð með lækkun á handbæru fé.
        
10.     Samgöngur milli Grindavíkur og Bláalóns - 1909187
    Lagt fram bréf frá Grindavík Experience, dags. 25. sept. sl. Óskað er eftir því að Grindavíkurbær skoði það að setja á samgöngur milli Grindavíkur og Bláa Lónsins. 

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.
        
11.     Tilnefning í vatnasvæðanefnd - 1812061
    Umhverfisstofnun óskar eftir því að Grindavíkurbær tilnefni nýjan fulltrúa í vatnssvæðanefnd í stað Sigurðar Ólafssonar fyrrverandi sviðsstjóra. 

Bæjarráð samþykkir að Atli Geir Júlíusson verði fulltrúi Grindavíkurbæjar.
        
12.     Sveitarfélögin og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna - 1902060
    Undanfarna mánuði hefur farið fram undirbúningur verkefnis sem hefur fengið heitið Suðurnesjavettvangur. Markmið verkefnisins er að styrkja innviði samfélagsins á Suðurnesjum. Stefnt er á að afurðir þess verði samfélagsverkefni sem miða að því að styrkja samfélögin og Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna eru höfð til viðmiðunar í þeirri nálgun. 

Nú liggur fyrir að vinna málið áfram. Borist hefur greinargerð og erindi frá Isavia þar sem formlega er óskað eftir því að bæjarfélögin á Suðurnesjum standi saman að framhaldi verkefnisins. 

Bæjarráð samþykkir þátttöku Grindavíkurbæjar og samþykkir að setja 650.000 kr. í fjárhagsáætlun 2020 til verkefnisins.
        
13.     Heilsufarsskoðun fyrir starfsmenn bæjarins - 1909174
    Lagt fram tilboð frá Heilsuvernd vegna heilsufarsskoðunar starfsmanna Grindavíkurbæjar. 

Bæjarráð samþykkir að gera ráð fyrir heilsufarsskoðun fyrir starfsmenn bæjarins á árinu 2020 og felur sviðsstjóra að uppfæra áætlunina í samræmi við það.
        
14.     Vinabæjarsamskipti við Uniejów í Póllandi - 1910051
    Undanfarin misseri hafa farið fram gagnkvæm samskipti milli Grindavíkurbæjar og Uniejów. Lagt fram erindi um að gengið verði frá formlegum vinabæjarsamningi milli bæjarfélaganna. 

Bæjarráð vísar málinu til samþykktar í bæjarstjórn.
        
15.     Óskað eftir tilnefningu í starfshóp - 1909207
    Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið óskar eftir tilnefningu í starfshóp um stöðu sveitarfélaga á Suðurnesjum og starfshóp um vaxtarsvæði. 

Bæjarráð tilnefnir 
Fannar Jónasson og 
Hallfríði Hólmgrímsdóttur.
        
16.     Kvikmyndataka í Breiðdal norðan Kleifarvatns - 1910050
    Um er að ræða upptökur á sjónvarpsþáttum sem eiga að gerast í framtíðinni. Umhverfisstofnun hefur samþykkt framkvæmdaleyfi fyrir verkefninu. 

Bæjarráð samþykkir erindið.
        
17.     Styrkbeiðni Blái herinn - 1910030
    Lögð fram beiðni um styrk frá Bláa hernum vegna hreinsunar í landi Grindavíkur. 

Bæjarráð samþykkir að styrkja Bláa herinn um 1.500.000 kr. á árinu 2020 og felur sviðsstjóra að uppfæra fjárhagsáætlun 2020.
        
18.     Ósk um styrk - 1909186
    Lögð fram beiðni um styrk frá Grindavík Experience. 

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu. 
        
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:20.
 


Deildu ţessari frétt

A?RAR FUNDARGER?IR

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 17. september 2020

Fundur 47

Bćjarráđ / 15. september 2020

Fundur 1557

Afgreiđslunefnd byggingamála / 9. september 2020

Fundur 47

Bćjarráđ / 8. september 2020

Fundur 1556

Frćđslunefnd / 17. september 2020

Fundur 100

Bćjarráđ / 1. september 2020

Fundur 1555

Bćjarráđ / 1. september 2020

Fundur 1555

Skipulagsnefnd / 31. ágúst 2020

Fundur 76

Frístunda- og menningarnefnd / 3. september 2020

Fundur 97

Frćđslunefnd / 20. ágúst 2020

Fundur 99

Bćjarstjórn / 25. ágúst 2020

Fundur 509

Skipulagsnefnd / 17. ágúst 2020

Skipulagsnefnd, fundur 75

Bćjarráđ / 11. ágúst 2020

Fundur 1554

Bćjarráđ / 15. júlí 2020

Bćjarráđ, fundur nr. 1553

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 8. júlí 2020

Fundur 46

Bćjarstjórn / 30. júní 2020

Fundur 508

Öldungaráđ / 15. júní 2020

Fundur 7

Öldungaráđ / 23. janúar 2020

Fundur 6

Bćjarráđ / 23. júní 2020

Fundur 1552

Skipulagsnefnd / 22. júní 2020

Fundur 74

Bćjarráđ / 16. júní 2020

Fundur 1551

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 10. júní 2020

Fundur 45

Frístunda- og menningarnefnd / 10. júní 2020

Fundur 96

Afgreiđslunefnd byggingamála / 11. júní 2020

Fundur 45

Bćjarráđ / 9. júní 2020

Fundur 1550

Frćđslunefnd / 4. júní 2020

Fundur 98

Skipulagsnefnd / 3. júní 2020

Fundur 73

Bćjarráđ / 2. júní 2020

Fundur 1549

Bćjarstjórn / 26. maí 2020

Fundur 507

Skipulagsnefnd / 18. maí 2020

Fundur 72