Grćna smiđja ORF líftćkni opnar gestastofu

 • Fréttir
 • 15. október 2019
Grćna smiđja ORF líftćkni opnar gestastofu

Glæsileg gestastofa hjá Orf líftækni í Grindavík, opnaði í síðustu viku að viðstöddu fjölmenni. Um er að ræða gestastofu innan Grænu smiðju ORF líftækni sem framleiðir hinar vinsælu BIOEFFECT húðvörurnar. 

Græna smiðjan er 2.000 fermetra vistvænt hátæknigróðurhús staðsett hér Grindavík en inni í hlýjunni vex byggið sem gefur af sér prótínið sem er meginuppistaðan í BIOEFFCT húðvörunum. Gróðurhúsið nýtir jarðvarma, íslenskan vikur og hreint, íslenskt vatn til þess að rækta byggplöntur, en hún getur hýst allt að 130 þúsund byggplöntur á sama tíma.


Sérvirk prótein ræktuð í byggi í gróðurhúsi við Grindavík
ORF Líftækni hefur þróað tækni til að framleiða sérvirk prótein í byggi, en aðferðin er afrakstur áratuga vísinda- og þróunarstarfs. Prótein þessi eru notuð sem innihaldsefni í BIOEFFECT húðvörur fyrirtækisins, seld til læknisfræðilegra rannsókna og nýtt í önnur þróunarverkefni fyrirtækisins.

Valkostur fyrir ferðamenn
Gestastofan er hugsuð sem valkostur fyrir ferðamenn og aðra til að skoða hvernig ræktunin fer fram en hægt er að bóka skipulagðar skoðunarferðir um gróðurhúsið ásamt kynningu á því hvernig EGF verður til og á sögu BIOEFFECT í gegnum vefsíðu þeirra.

Snyrtivörulína í glæsiverslanir
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, opnaði stofuna formlega enda er hún hugsuð sem stuðningur við landkynningarátak BIO­EFFECT sem farið hefur sigurför um heiminn og er orðið eitt þekktasta íslenska vörumerkið á alþjóðlegum markaði. BIOEFFECT húðvörulínan fagnar tíu ára afmæli á næsta ári og fæst nú í glæsilegum stórverslunum á borð við Le Bon Marché, Harrods, Bergdorf Goodman, KaDeWe and Lane Crawford. Línan er jafnframt mest selda snyrtivaran í flugvélum fjölmargra flugfélaga eins og Ice­landair, British Airways, Finnair, Japan Airlines og All Nippon Airways.

Orf líftækni er eitt af fjölmörgum fyrirtækja sem staðsett eru innan hins svokallað Auðlindagarðs. Auðlindagarðurinn sem byggst hefur upp í grennd við jarðvarmaver HS Orku í Grindavík er einstakur á heimsvísu, boðar nýja tíma, nýja hugsun og hvetur til enn frekari þróunar á aukinni og bættri nýtingu á því sem frá jarðvarmaverunum kemur.

Myndir: audlindagardur.is


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 15. nóvember 2019

Jólamarkađur á Fjörugum föstudegi

Fréttir / 14. nóvember 2019

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

Fréttir / 14. nóvember 2019

Styttist í Fjörugan föstudag

Fréttir / 11. nóvember 2019

Lionsklúbbur Grindavíkur gaf

Fréttir / 7. nóvember 2019

Grindavík semur viđ nýjan framherja

Fréttir / 6. nóvember 2019

Nágrannaviđureign í kvöld

Fréttir / 6. nóvember 2019

Bingókvöld í Gjánni á föstudaginn

Fréttir / 6. nóvember 2019

Sigurđur Elíasson nýr ţjálfari GG

Fréttir / 5. nóvember 2019

Jónína Ara á Bryggjunni á fimmtudag

Fréttir / 5. nóvember 2019

Vladan Djogatovic áfram međ Grindavík

Fréttir / 5. nóvember 2019

Kaldavatnslaust frá 10:00 - 12:00

Nýjustu fréttir 11

Dagur íslenskrar tungu

 • Grunnskólafréttir
 • 15. nóvember 2019

Árleg kvenfélagsmessa á sunnudaginn

 • Fréttir
 • 15. nóvember 2019

Ray Anthony ţjálfar stelpurnar áfram

 • Fréttir
 • 14. nóvember 2019

Frí blóđsykursmćling í Nettó á morgun

 • Fréttir
 • 14. nóvember 2019

Jón Axel er á sögufrćgum Naismith lista

 • Fréttir
 • 7. nóvember 2019

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

 • Fréttir
 • 7. nóvember 2019

Skyndilokun vatnsveitu

 • Fréttir
 • 6. nóvember 2019