Nýtt íţróttahús óđum ađ taka á sig mynd

  • Fréttir
  • 3. október 2019

Nýtt íþróttahús er óðum að taka á sig mynd en framkvæmdir hafa staðið yfir frá því snemma á síðasta ári. Grindin er yfirverktaki framkvæmdarinnar en vonir standa til að húsið verði tekið í notkun í næsta mánuði. 

Unnið er að því að parketleggja millibygginguna en þar er gert ráð fyrir að júdó og takewondo verði með aðstöðu auk þess sem eldri borgarar verða einnig með aðstöðu þar. 

Parketið fyrir stóra salinn er komið í hús en það þarf að leggja það, pússa, setja merkingar og síðan lakka yfir. Áætlað er að setja nýja áhorfendastúku í húsið og að hægt verði að nota salinn bæði sem keppnis- og æfingasal. 

Í nýja íþróttahúsinu verða fjórir búningsklefar, tveir blautklefar með sturtum og svo tveir þurrklefar þar sem ekki verða sturtur heldur aðstaða til að skipta um föt. Búið er að setja golfefni á klefana, svokallað epoxy. 

Á dögunum fóru sviðsstjóri skipulagssviðs, Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs, Eggert Sólberg Jónsson og upplýsinga- og markaðsfulltrúi, Kristín María Birgisdóttir á staðinn í vettvangsferð um húsið. Við það tækifæri voru meðfylgjandi myndir teknar. 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál

Fréttir / 27. mars 2024

Loftgćđi og mengun