Fundur 1527

  • Bćjarráđ
  • 2. október 2019

1527. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 1. október 2019 og hófst hann kl. 17:00.


Fundinn sátu:
Sigurður Óli Þórleifsson, varaformaður, Páll Valur Björnsson, aðalmaður, Helga Dís Jakobsdóttir, áheyrnarfulltrúi, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, áheyrnarfulltrúi og Birgitta H. Ramsay Káradóttir, varamaður fyrir Hjálmar Hallgrímsson. 
Einnig sátu fundinn: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson, bæjarstjóri. 

Fundargerð ritaði:  Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Sigurður Óli stýrði fundi í fjarveru formanns.

Dagskrá:

1.     Leikskólahúsnæði; Aukning/stækkun - 1807010
    Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs og sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sátu fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Teikningar af nýjum leikskóla norðan Hópsbrautar lagðar fram til kynningar. 

Sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs er falið að halda áfram með málið.
        
2.     Öldungaráð - Nýjar samþykktir - 1906003
    Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessu máli. 

Ný drög að samþykktum fyrir öldungaráð Grindavíkurbæjar lögð fram. 

Bókun 
Miðflokkurinn leggur til eftirfarandi breytingar á samþykktum fyrir öldungaráð Grindavíkurbæjar: 
Í stað 5 mgr. 4. gr. 
„Bæjarstjórn kýs formann öldungaráðs en ráðið kýs varaformann, ritara og skiptir að öðru leyti með sér verkum“ 
Þar verði bætt við og setningin verði svohljóðandi: 
Bæjarstjórn kýs formann öldungaráðs en ráðið kýs varaformann, ritara og skiptir að öðru leyti með sér verkum. Formaðurinn sem kosinn er hverju sinni skal hafa náð 65 ára aldri. 
Greinargerð 
Með þessu vill Miðflokkurinn árétta stöðu hagaðila í ráðinu þ.e. með því að formaður ráðsins sé í hópi eldri borgara. 
Fulltrúi M-lista. 

Bæjarráð vísar samþykktunum til samþykktar í bæjarstjórn.
        
3.     Skólabílar Rekstarstaða sept. 2019 - 1909198
    Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs og umsjónarmaður fasteigna sátu fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Lögð fram beiðni um viðauka á árið 2019 vegna skólabifreiða að fjárhæð 1.575.000 sem skiptist á 4 rekstrarliði. Greinargerð umsjónarmanns fasteigna lögð fram til rökstuðnings. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka að fjárhæð 1.575.000 kr. sem fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé.
        
4.     Snjómokstur Rekstarstaða Sept. 2019 - 1909196
    Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs og umsjónarmaður fasteigna sátu fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Lögð fram beiðni um viðauka á árið 2019 vegna snjómoksturs að fjárhæð 5.250.000 kr. sem skiptist á 4 rekstrarliði. Greinargerð umsjónarmanns fasteigna lögð fram til rökstuðnings. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka að fjárhæð 5.250.000 kr. sem fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé að fjárhæð 2.650.000 kr. og hækkun tekna þjónustumiðstöðvar að fjárhæð 2.600.000 kr.
        
5.     Snjómokstur og hálkueyðing Samningur 2019-2021 - 1909197
    Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs og umsjónarmaður fasteigna sátu fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Drög að samningum við verktaka vegna snjómokstur lögð fram.
        
6.     Snjómokstur, hirðing og viðhald akbrauta á raðhúsalóðum - 1907032
    Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs og umsjónarmaður fasteigna sátu fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Minnisblað um viðhald og snjómokstur á raðhúsagötum innan lóðar lagt fram. 

Bæjarráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að vinna málið áfram.
        
7.     Gatnalýsing Rekstur Sept. 2019 - 1909154
    Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs og umsjónarmaður fasteigna sátu fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Lögð fram skýrsla um rekstur gatnalýsingar en þar kemur fram rekstarvandi, en ástand er mun verra en menn héldu. 

Lögð fram ósk um viðauka á fjárhagsáætlun 2019 á gatnalýsingu að fjárhæð 10.000.000 kr. sem fjármagnaður verði með lækkun á verkefninu "Gatnalýsing, endurnýjun 3. áfangi" á eignfærðri fjárfestingu að fjárhæð 8.500.000 kr. og með hækkun tekna þjónustumiðstöðvar um 1.500.000 kr. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann.
        
8.     Gatnalýsing Stefna Grindavíkurbæjar - 1909152
    Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs og umsjónarmaður fasteigna sátu fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Drög að stefnu Grindavíkurbæjar varðandi götulýsingu lögð fram. 

Bæjarráð vísar stefnunni til samþykktar í bæjarstjórn.
        
9.     Gatnalýsing Útboð Lampa - 1909153
    Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs og umsjónarmaður fasteigna sátu fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Lögð fram útboðsgögn vegna LED lampa fyrir gatnalýsingu. Um er að ræða 3 ára verkefni.
        
10.     Samningur við Loftmyndir ehf. 2019 - 1909204
    Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs og umsjónarmaður fasteigna sátu fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Lögð fram drög að samningi við Loftmyndir ehf. 

Bæjarráð vísar málinu til gerðar fjárhagsáætlunar næsta árs.
        
11.     Landakaup - Iðnaðarsvæði i5 - 1909199
    Bæjarráð felur bæjarstjóra að hefja samningaviðræður við landeiganda um kaup á landinu.
        
12.     Fjárhagsáætlun 2020-2023 - Grindavíkurbær og stofnanir - 1907008
    Lögð fram gögn forstöðumanna vegna fjárhagsáætlunar 2020-2023. Jafnfram er lagt fram málaflokkayfirlit. 

Bæjarráð samþykkir að bæjarstjórn komi saman til vinnufundar þann 12. október nk.
        
13.     Samanburður fasteignagjalda milli sveitarfélaga - 1908104
    Lögð fram skýrsla Byggðastofnunar um samanburð á fasteignamati og fasteignagjöldum 2019 á 26 þéttbýlisstöðum á landinu. 

Fram kemur að Grindavík er að innheimta lægstu fasteignagjöldin af þessum 26 þéttbýlisstöðum sem fram koma í skýrslunni.
        
14.     Fjölþætt heilsuefling 65+ í Grindavík - Heilsuefling fyrir eldri aldurshópa - 1909200
    Lögð fram drög að samstarfssamningi við Janus heilsueflingu um heilsueflingu fyrir eldri aldurshópa í Grindavík. 

Bæjarráð vísar erindinu til vinnunnar við fjárhagsáætlunar næsta árs.
        
15.     Kosning í nefndir samkvæmt B-lið 47. gr. samþykktar um stjórn Grindavíkurbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar - 1806026
    Miðflokkurinn óskar eftir að fá áheyrnarfulltrúa í fræðslunefnd. 

Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.
        
16.     Aðalfundur fulltrúaráðs EBÍ - Eignarhaldsfélag Brunabótafélags Íslands. - 1909201
    Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
17.     Heilsufarsskoðun fyrir starfsmenn bæjarins - 1909174
    Skólastjóri Leikskólans Lautar vill kanna grundvöll fyrir því að bjóða starfsmönnum upp á slíka skoðun. 

Bæjarráð felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að vinna málið áfram.
        
18.     Tækifærisleyfi - Lionsklúbbur Grindavíkur - 1902051
    Beiðni um umsögn frá sýslumanninum á Suðurnesjum vegna umsóknar um leyfi til að halda sviðamessu í Veitingastofunni Vör 25. október nk. 

Bæjarráð mælir með veitingu leyfisins.
        
19.     Umsókn um styrk - 1909183
    Samtök um stuðningssetur fyrir ungt fólk sækir um styrk vegna nýs úrræðis, Bergið headspace, í þágu ungs fólks. 

Bæjarráð samþykkir að styrkja samtökin um 150.000 kr. á árinu 2020.
        
20.     Kvennaathvarf Styrkbeiðni - 1810020
    Kvennaathvarfið óskar eftir rekstrarstyrk á árinu 2019. 

Bæjarráð samþykkir 50.000 kr. styrk til Kvennaathvarfsins.
        

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:10.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarráđ / 15. október 2019

Fundur 1528

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 9. október 2019

Fundur 40

Frćđslunefnd / 5. september 2019

Fundur 90

Frćđslunefnd / 5. september 2019

Fundur 90

Frćđslunefnd / 3. október 2019

Fundur 91

Frístunda- og menningarnefnd / 2. október 2019

Fundur 87

Bćjarráđ / 1. október 2019

Fundur 1527

Afgreiđslunefnd byggingamála / 25. september 2019

Fundur 40

Bćjarstjórn / 24. september 2019

Fundur 498

Skipulagsnefnd / 12. september 2019

Fundur 63

Bćjarráđ / 17. september 2019

Fundur 1526

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 11. september 2019

Fundur 39

Bćjarráđ / 10. september 2019

Fundur 1525

Frístunda- og menningarnefnd / 8. maí 2019

Fundur 83

Frístunda- og menningarnefnd / 9. september 2019

Fundur 86

Afgreiđslunefnd byggingamála / 9. september 2019

Fundur 39

Skipulagsnefnd / 2. september 2019

Fundur 62

Bćjarráđ / 3. september 2019

Fundur 1524

Bćjarstjórn / 27. ágúst 2019

Fundur 497

Skipulagsnefnd / 22. ágúst 2019

Fundur 61

Frćđslunefnd / 22. ágúst 2019

Fundur 89

Bćjarráđ / 20. ágúst 2019

fundur 1523

Frístunda- og menningarnefnd / 14. ágúst 2019

Fundur 85

Bćjarráđ / 30. júlí 2019

Bćjarráđ, fundur nr. 1522

Bćjarráđ / 16. júlí 2019

Fundur 1521

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 10. júlí 2019

Fundur 38

Bćjarráđ / 2. júlí 2019

Fundur 1520

Bćjarráđ / 25. júní 2019

Fundur 1519

Afgreiđslunefnd byggingamála / 20. júní 2019

Fundur 38

Skipulagsnefnd / 19. júní 2019

Fundur 59