Fundur 498

  • Bćjarstjórn
  • 25. september 2019

498. fundur bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn að Seljabót 10, þriðjudaginn 24. september 2019 og hófst hann kl. 17:00.


Fundinn sátu:
Sigurður Óli Þórleifsson forseti, Birgitta H. Ramsay Káradóttir aðalmaður, Guðmundur L. Pálsson aðalmaður, Hjálmar Hallgrímsson aðalmaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir aðalmaður Páll Valur Björnsson aðalmaður og Helga Dís Jakobsdóttir aðalmaður. 
Einnig sátu fundinn: Fannar Jónasson bæjarstjóri og Jón Þórisson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs. 

Fundargerð ritaði:  Jón Þórisson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Í upphafi fundar óskaði forseti eftir heimild til að taka eftirfarandi mál á dagskrá með afbrigðum sem 12. og 13. mál: 
 
Kosning í nefndir samkvæmt B-lið 47. gr. samþykktar um stjórn Grindavíkurbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar - 1806026 
 
Breyting á nefndarskipan D-lista - 1909184 
 
Samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

1.     Endurskoðun Aðalskipulags Grindavíkur 2010-2030. - 1501158
    Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Til máls tóku: Sigurður Óli, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, Guðmundur og Páll Valur. 

Tillaga að endurskoðuðu aðalskipulagi er lögð fram. 

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að auglýsa endurskoðað aðalskipulag, í samræmi við 3. mgr. 30 gr. laga nr. 123/2010. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar.
        
2.     Hverfisskipulag í Grindavík - 1909137
    Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Til máls tóku: Sigurður Óli og sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs. 

Minnisblöð frá Eflu lögð fram varðandi Hverfisskipulag á óskipulögðum svæðum í Grindavík. 

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að veita fé í verkefnið á næsta ári. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa málinu inn í vinnu við fjárhagsáætlun 2020-2023.
        
3.     Verndarsvæði í byggð: Þórkötlustaðahverfi - 1704021
    Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur og Helga Dís. 

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja verndaráætlun fyrir Þórkötlustaðahverfi. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu að verndarsvæði í byggð fyrir Þórkötlustaðahverfi skv. lögum nr. 87/2015 og felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að senda tillöguna til mennta- og menningarmálaráðuneytisins til frekari málsmeðferðar.
        
4.     Skipulagsstofnun - Beiðni um umsögn matsskyldufyrirspurnar vegna Orkuvers 7 í Svartsengi - 1908110
    Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Til máls tóku: Sigurður Óli og sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs. 

Lögð fram beiðni Skipulagsstofnunar um umsögn við matskyldufyrirspurn varðandi fyrirhugaða nýja einingu, Orkuver 7, í Svartsengisvirkjun. 

Skipulagsnefnd telur að fyrirhugaðar framkvæmdir vegna Orkuvers 7 þurfi ekki að fara í gegnum mat á umhverfisáhrifum. 

Bæjarstjórn tekur undir bókun skipulagsnefndar og felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að svara erindinu.
        
5.     Frágangur við Hópið - sandfok af plani - 1812002
    Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Til máls tóku: Sigurður Óli, Hallfríður og sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun 2019 að fjárhæð 25.000.000 kr. sem fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.
        
6.     Malbikun gatna mm - 1905093
    Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Til máls tóku: Sigurður Óli, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, Hallfríður, Guðmundur og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs. 

Lagt fram minnisblað um fjármögnun vegna aukins kostnaðar við malbikun í Grindavík. Samþykkt tilboð verktaka er 13.812.140 kr. hærra er fjárfestingaráætlun gerði ráð fyrir. Í minnisblaðinu er óskað er eftir að flytja fjárheimildir af öðrum verkefnum innan fjárfestingaráætlunar ársins 2019. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.
        
7.     Innsiglingabauja í ytri rennu - 1909027
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur, Hallfríður og bæjarstjóri. 

Hafnarstjórn vill leita allra leiða til að uppfylla ýtrustu kröfur um öryggi allra skipa á leið inn og út úr höfn í Grindavík. Hafnarstjórn óskar því eftir viðauka allt að fjórum milljónum á fjárhagsáætlun 2019 til endurnýjunar á bauju við innsiglingu. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun hafnarinnar vegna ársins 2019 að fjárhæð 4.000.000 kr. sem fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs. 
        
8.     Tjaldsvæði - rekstur 2018 og 2019 - 1909035
    Upplýsinga- og markaðsfulltrúi sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Til máls tóku: Sigurður Óli, Hallfríður, Guðmundur, upplýsinga- og markaðsfulltrúi, Páll Valur, bæjarstjóri og Hjálmar. 

Tillaga 
Lagt er til að hafa starfsmann í hlutastarfi síðustu mánuði ársins 2019 þannig að mætt sé að morgni til þrifa, eftirlits og innheimtu og einnig seinni hluta dags. Því mun þurfa viðauka að fjárhæð 4.500.000 kr. út árið 2019. 

Bæjarstjórn samþykkir ofangreint samhljóða og að viðaukinn verði fjármagnaður með lækkun á handbæru fé.
        
9.     Tjaldsvæði: útboðsgögn - 1909133
    Upplýsinga- og markaðsfulltrúi sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Til máls tóku: Sigurður Óli, Hjalmar, Hallfríður, Páll Valur, bæjarstjóri, Guðmundur og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs. 

Umhverfis- ferðamálanefnd leggur til að rekstur tjaldsvæðis verði boðinn út. 
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja útboð á rekstri tjaldsvæðis. 

Bæjarstjórn samþykkir að bjóða út rekstur tjaldsvæðisins og felur upplýsinga- og markaðsfulltrúa framkvæmdina.
        
10.     Endurskoðuð skólastefna Grindavíkurbæjar 2017 - 1709097
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Hallfríður, Helga Dís og Páll Valur. 

Endurskoðuð skólastefna lögð fram. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða framlagða skólastefnu. 
        
11.     Leikskólar - Beiðni um viðauka vegna aukinnar þjónustu - 1909023
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Helga Dís, Birgitta, Páll Valur, Guðmundur, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Hjalmar og Hallfríður. 

Lögð er fram viðaukabeiðni að fjárhæð 6.920.000 kr. vegna starfsemi 5. deildar við Krók sem áformað er að byrji 1. nóvember nk. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann og að hann verði fjármagnaður með lækkun á handbæru fé. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.
        
12.     Kosning í nefndir samkvæmt B-lið 47. gr. samþykktar um stjórn Grindavíkurbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar - 1806026
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Tillaga: 

Frístunda- og menningarnefnd: 
Varamaður var: Alexandra Marý Hauksdóttir 
Varamaður verður: Sigríður Etna Marinósdóttir 

Umhverfis- og ferðamálanefnd: 
Varamaður var: Ingi Steinn Ingvarsson 
Varamaður verður: Inga Fanney Rúnarsdóttir 

Samþykkt samhljóða
        
13.     Breyting á nefndarskipan D-lista - 1909184
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Hafnarstjórn: 
Hallfreður Bjarnason hættir sem varamaður og verður aðalmaður í stað Gunnars Ara Harðarsonar og Hrannar Jón Emilsson kemur inn sem varamaður. 

Samþykkt samhljóða. 

D-listi þakkar Gunnari Ara Harðarsyni fyrir vel unnin störf.
        
14.     Fundargerðir - Samband íslenskra sveitarfélaga 2019 - 1901109
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Hallfríður, Hjálmar, Birgitta, Páll Valur, Guðmundur og Helga Dís. 

Fundargerð 873. fundar, dags. 30. ágúst 2019 er lögð fram til kynningar.
        
15.     Bæjarráð Grindavíkur - 1524 - 1909001F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Hallfríður, Páll Valur, Hjálmar, Helga Dís, Birgitta, Guðmundur og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
16.     Bæjarráð Grindavíkur - 1525 - 1909008F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur, Hallfríður, Hjálmar, bæjarstjóri, Birgitta, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Páll Valur og Helga Dís. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
17.     Bæjarráð Grindavíkur - 1526 - 1909012F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Helga Dís, Hallfríður, Guðmundur, Hjálmar, bæjarstjóri og Birgitta. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
18.     Skipulagsnefnd - 62 - 1908017F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur, Birgitta og Páll Valur. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
19.     Skipulagsnefnd - 63 - 1909011F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur, Páll Valur, Birgitta, Helga Dís, Hallfríður, Hjálmar og bæjarstjóri. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
20.     Afgreiðslunefnd byggingarmála - 39 - 1909003F 
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
21.     Hafnarstjórn Grindavíkur - 468 - 1909005F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Páll Valur, Hjálmar, bæjarstjóri, Hallfríður, Birgitta, Guðmundur og Helga Dís. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
22.     Frístunda- og menningarnefnd - 86 - 1908016F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Helga Dís, Hallfríður, Guðmundur og Birgitta. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
23.     Fræðslunefnd - 90 - 1908010F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Helga Dís, Birgitta, Hallfríður, Páll Valur, bæjarstjóri, Hjálmar og Guðmundur. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
Forseti vék af fundi kl. 19:20 og fól formanni stjórn fundarins.
24.     Umhverfis- og ferðamálanefnd - 39 - 1909009F 
    Til máls tóku: Hjálmar, Birgitta, Hjálmar, Hallfríður, Helga Dís, Páll Valur og Guðmundur. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:30.


Deildu ţessari frétt

A?RAR FUNDARGER?IR

Bćjarráđ / 15. júlí 2020

Bćjarráđ, fundur nr. 1553

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 8. júlí 2020

Fundur 46

Bćjarstjórn / 30. júní 2020

Fundur 508

Öldungaráđ / 15. júní 2020

Fundur 7

Öldungaráđ / 23. janúar 2020

Fundur 6

Bćjarráđ / 23. júní 2020

Fundur 1552

Skipulagsnefnd / 22. júní 2020

Fundur 74

Bćjarráđ / 16. júní 2020

Fundur 1551

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 10. júní 2020

Fundur 45

Frístunda- og menningarnefnd / 10. júní 2020

Fundur 96

Afgreiđslunefnd byggingamála / 11. júní 2020

Fundur 45

Bćjarráđ / 9. júní 2020

Fundur 1550

Frćđslunefnd / 4. júní 2020

Fundur 98

Skipulagsnefnd / 3. júní 2020

Fundur 73

Bćjarráđ / 2. júní 2020

Fundur 1549

Bćjarstjórn / 26. maí 2020

Fundur 507

Skipulagsnefnd / 18. maí 2020

Fundur 72

Frćđslunefnd / 20. maí 2020

Fundur 97

Bćjarráđ / 19. maí 2020

Bćjarráđ, fundur nr. 1548

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 13. maí 2020

Fundur 44

Bćjarráđ / 12. maí 2020

Fundur 1547

Frćđslunefnd / 7. maí 2020

Fundur 96

Frístunda- og menningarnefnd / 6. maí 2020

Fundur 95

Frístunda- og menningarnefnd / 24. apríl 2020

Fundur 94

Frístunda- og menningarnefnd / 11. maí 2020

Fundur 93

Frístunda- og menningarnefnd / 4. mars 2020

Fundur 92

Frístunda- og menningarnefnd / 5. febrúar 2020

Fundur 91

Bćjarráđ / 5. maí 2020

Fundur 1546

Bćjarstjórn / 28. apríl 2020

Fundur 506

Bćjarráđ / 7. apríl 2020

Fundur 1544