Fundur 1525

  • Bćjarráđ
  • 11. september 2019

1525. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 10. september 2019 og hófst hann kl. 17:00.


Fundinn sátu:
Hjálmar Hallgrímsson, formaður, Sigurður Óli Þórleifsson, varaformaður, Páll Valur Björnsson, aðalmaður, Helga Dís Jakobsdóttir, áheyrnarfulltrúi og Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, áheyrnarfulltrúi.

Einnig sátu fundinn:  Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson, bæjarstjóri. 

Fundargerð ritaði:  Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Dagskrá:

1.     Leikskólar - Beiðni um viðauka vegna aukinnar þjónustu - 1909023
    Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Lögð er fram viðaukabeiðni að fjárhæð 6.920.000 kr. vegna starfsemi 5. deildar við Krók sem áformað er að byrji 1. nóvember nk. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann og að hann verði fjármagnaður með lækkun á handbæru fé.
        
2.     Tjaldsvæði - rekstur 2018 og 2019 - 1909035
    Upplýsinga- og markaðsfulltrúi sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Lagt fram minnisblað um rekstur tjaldsvæðis árið 2018 og það sem af er ári 2019. 

Bæjarráð samþykkir að þjónusta á tjaldsvæðinu verði skert frá og með 1. október. Tjaldsvæði verði þó opið en greiða þarf dvalargjöld í Kvikunni. 

Jafnframt leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka að fjárhæð 3.200.000 kr. á launaliði tjaldsvæðisins og að viðaukinn verði fjármagnaður með lækkun á handbæru fé. 
        
3.     Reglur um styrki vegna íþróttaafreka - 1904067
    Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Drög að reglum um styrki vegna íþróttaafreka lagðar fram. Reglurnar koma í stað reglugerðar Íþrótta- og afrekssjóðs Grindavíkur og vinnureglur Íþrótta- og afrekssjóðs Grindavíkur. Frístunda- og menningarnefnd hefur samþykkt reglurnar fyrir sitt leyti. 

Bæjarráð samþykkir reglurnar og að þær taki gildi um næstu áramót.
        
4.     Samstarfssamningar við Knattspyrnudeild UMFG 2020-2021 - 1906013
    Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Knattspyrnudeild UMFG hefur óskað eftir endurnýjun á samstarfssamningum við Grindavíkurbæ. 

Bæjarráð felur sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs að gera drög að samningi og leggja fyrir bæjarráð.
        
5.     Beiðni um samstarf vegna kaupa á hoppuköstulum - 1908127
    Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur og Verkalýðsfélag Grindavíkur óska eftir samstarfi við Grindavíkurbæ vegna kaupa á hoppuköstulum til nota á viðburðum í sveitarfélaginu. 
Frístunda- og menningarnefnd tekur jákvætt í erindið. 

Bæjaráð tekur jákvætt í erindið og felur sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs að vinna málið áfram.
        
6.     Umsókn um leyfi fyrir hjólreiðakeppni - 1909030
    Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Stjórn hjólreiðadeilda UMFG og Víkings er að skipuleggja hjóleiðakeppni þann 14.september nk. Upphaf keppni er við Norðurljósaveg, hjólað að Reykjanesvita og snúið við þar á keilu og endað á sama stað. 
Óskað er eftir að fá að takmarka og hægja á umferð á meðan keppni stendur eða frá 14:55 til 17:00 (líklega verður lokað fyrr). 

Vegna veðurspár er hugsanlegt að hjólreiðakeppninni verði frestað um sólarhrings. 

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að keppnin verði haldin.
        
7.     Frágangur á lóð í kringum íþróttahús - 1909018
    Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs og sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sátu fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Skissur vegna frágangs á lóð í kringum íþróttamannvirki lagðar fram. Áætlað er að fara í frágang á bílastæði sunnan við eldri íþróttasal á haustdögum. 

Bæjarráð samþykkir að haldið verði áfram með tillögu 2.
        
8.     Malbikun gatna mm - 1905093
    Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Lagt fram minnisblað um fjármögnun vegna aukins kostnaðar við malbikun í Grindavík. Samþykkt tilboð verktaka er 13.812.140 hærra er fjárfestingaráætlun gerði ráð fyrir. 
Í minnisblaðinu er óskað er eftir að flytja fjárheimildir af öðrum verkefnum innan fjárfestingaráætlunar ársins 2019. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann.
        
9.     Frágangur við Hópið - sandfok af plani - 1812002
    Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Tilboð voru opnuð í frágang á plani við Hópið þann 4. september sl. og var Ellert Skúlason lægstbjóðandi með 22.704.900 kr. sem er 90% af kostnaðaráætlun. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun 2019 að fjárhæð 25.000.000 kr. sem fjármagnaðar verði með lækkun á handbæru fé.
        
10.     Félagsaðstaða eldri borgara - 1909020
    Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Bæjarráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að hefja vinnu við hönnun á félagsaðstöðu fyrir aldraða. 
        
11.     Stamphólsvegur 1 - umsókn um byggingarleyfi - 1908081
    Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Minnisblað sviðsstjóra lagt fram.
        
12.     Austurvegur 1: Umsókn um byggingarleyfi - 1710061
    Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Lagt er fram minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs vegna kaupa á búnaði í nýjan íþróttasal. 

Bæjarráð heimilar sviðsstjóra að kaupa hljóðkerfi í salinn.
        
13.     Fráveitumál í Grindavík - 1909003
    Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Minnisblað sviðsstjóra lagt fram.
        
14.     Umferðaröryggisáætlun Grindavíkurbæjar - 1909019
    Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Minnisblað sviðsstjóra lagt fram.
        
15.     Sjávarútvegsfundur 2019 - 1909004
    Samtök sjávarútvegssveitarfélaga boða til sjávarútvegsfundar þann 2. október nk. kl. 13:00 sem haldinn verður á Hilton Reykjavík Nordica. 
        
16.     Fjárhagsáætlun 2020-2023 - Grindavíkurbær og stofnanir - 1907008
    Áætlun skatttekna 2020 lögð fram sem og fyrstu drög að launaáætlun 2020. 

Bæjarráð samþykkir að heimila allt að 3% hækkun reglubundinna vöru- þjónustukaupa á árinu 2020 sé talin þörf á slíku.
        
17.     Þóknanir til bæjarfulltrúa og nefndarmanna - 1909036
    Málinu er vísað til næsta bæjarráðsfundar.
        

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:10.


Deildu ţessari frétt

A?RAR FUNDARGER?IR

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 17. september 2020

Fundur 47

Bćjarráđ / 15. september 2020

Fundur 1557

Afgreiđslunefnd byggingamála / 9. september 2020

Fundur 47

Bćjarráđ / 8. september 2020

Fundur 1556

Frćđslunefnd / 17. september 2020

Fundur 100

Bćjarráđ / 1. september 2020

Fundur 1555

Bćjarráđ / 1. september 2020

Fundur 1555

Skipulagsnefnd / 31. ágúst 2020

Fundur 76

Frístunda- og menningarnefnd / 3. september 2020

Fundur 97

Frćđslunefnd / 20. ágúst 2020

Fundur 99

Bćjarstjórn / 25. ágúst 2020

Fundur 509

Skipulagsnefnd / 17. ágúst 2020

Skipulagsnefnd, fundur 75

Bćjarráđ / 11. ágúst 2020

Fundur 1554

Bćjarráđ / 15. júlí 2020

Bćjarráđ, fundur nr. 1553

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 8. júlí 2020

Fundur 46

Bćjarstjórn / 30. júní 2020

Fundur 508

Öldungaráđ / 15. júní 2020

Fundur 7

Öldungaráđ / 23. janúar 2020

Fundur 6

Bćjarráđ / 23. júní 2020

Fundur 1552

Skipulagsnefnd / 22. júní 2020

Fundur 74

Bćjarráđ / 16. júní 2020

Fundur 1551

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 10. júní 2020

Fundur 45

Frístunda- og menningarnefnd / 10. júní 2020

Fundur 96

Afgreiđslunefnd byggingamála / 11. júní 2020

Fundur 45

Bćjarráđ / 9. júní 2020

Fundur 1550

Frćđslunefnd / 4. júní 2020

Fundur 98

Skipulagsnefnd / 3. júní 2020

Fundur 73

Bćjarráđ / 2. júní 2020

Fundur 1549

Bćjarstjórn / 26. maí 2020

Fundur 507

Skipulagsnefnd / 18. maí 2020

Fundur 72