Fundur 86

  • Frístunda- og menningarnefnd
  • 9. september 2019

86. fundur frístunda- og menningarnefndar haldinn í bæjarstjórnarsal,  4. september 2019 og hófst hann kl. 17:00.


Fundinn sátu:
Jóna Rut Jónsdóttir, formaður, Garðar Alfreðsson, aðalmaður, Bjarni Þórarinn Hallfreðsson, aðalmaður, Alexander Veigar Þórarinsson, aðalmaður og Eggert Sólberg Jónsson, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs. 

Fundargerð ritaði:  Eggert Sólberg Jónsson, Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs.

Dagskrá:

1.     Reglur um styrki vegna íþróttaafreka - 1904067
    Drög að reglum um styrki vegna íþróttaafreka lögð fram. Frístunda- og menningarnefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til afgreiðslu í bæjarráði.
        
2.     Vinnuskóli Grindavíkurbæjar 2019 - 1908131
    Rætt um framkvæmd Vinnuskóla Grindavíkur sumarið 2019 og fyrirkomulag skólans sumarið 2020. Frístunda- og menningarnefnd leggur til að nemendum í 7. bekk verði boðin vinna í Vinnuskólanum að ári. 
        
3.     Fjárhagsáætlun 2020 - Frístunda- og menningarsvið - 1908128
    Rætt um áherslur í fjárhagsáætlunargerð á frístunda- og menningarsviði fyrir árið 2020. 
        
4.     Ósk um aðstöðu fyrir Pílufélag Grindavíkur - 1809007
    Lögð fram drög að samstarfssamningi við Pílufélag Grindavíkur. Frístunda- og menningarnefnd felur sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs að vinna áfram í málinu. 
        
5.     Samstarfssamningur við Slysavarnardeildina Þórkötlu 2020-2021 - 1906014
    Lögð fram drög að samstarfssamningi við Slysavarnardeildina Þórkötlu 2020-2021. Frístunda- og menningarnefnd felur sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs að vinna áfram í málinu. 
        
6.     Viðburðir um jól og áramót 2019-2020 - 1908132
    Rætt um viðburði á vegum Grindavíkurbæjar um jól og áramót 2019-2020. Sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs falið að vinna áfram í málinu. 
        
7.     Endurskoðun menningarstefnu Grindavíkurbæjar - 1903070
    Rætt um næstu skref við endurskoðun menningarstefnu Grindavíkurbæjar. 
        
8.     Heilsu- og forvarnavika á Suðurnesjum 2019 - 1908133
    Sveitarfélögin á Suðurnesjum standa fyrir heilsu- og forvarnarviku 30. september - 6. október nk. Dagskrá vikunnar verður auglýst á grindavik.is þegar hún liggur fyrir. 
        
9.     Beiðni um samstarf vegna kaupa á hoppuköstulum - 1908127
    Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur og Verkalýðsfélag Grindavíkur óska eftir samstarfi við Grindavíkurbæ vegna kaupa á hoppuköstulum til nota á viðburðum í sveitarfélaginu. Frístunda- og menningarnefnd tekur jákvætt í erindið og felur sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs að leggja það fyrir bæjarráð. 
        

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00.
 


Deildu ţessari frétt

A?RAR FUNDARGER?IR

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 17. september 2020

Fundur 47

Bćjarráđ / 15. september 2020

Fundur 1557

Afgreiđslunefnd byggingamála / 9. september 2020

Fundur 47

Bćjarráđ / 8. september 2020

Fundur 1556

Frćđslunefnd / 17. september 2020

Fundur 100

Bćjarráđ / 1. september 2020

Fundur 1555

Bćjarráđ / 1. september 2020

Fundur 1555

Skipulagsnefnd / 31. ágúst 2020

Fundur 76

Frístunda- og menningarnefnd / 3. september 2020

Fundur 97

Frćđslunefnd / 20. ágúst 2020

Fundur 99

Bćjarstjórn / 25. ágúst 2020

Fundur 509

Skipulagsnefnd / 17. ágúst 2020

Skipulagsnefnd, fundur 75

Bćjarráđ / 11. ágúst 2020

Fundur 1554

Bćjarráđ / 15. júlí 2020

Bćjarráđ, fundur nr. 1553

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 8. júlí 2020

Fundur 46

Bćjarstjórn / 30. júní 2020

Fundur 508

Öldungaráđ / 15. júní 2020

Fundur 7

Öldungaráđ / 23. janúar 2020

Fundur 6

Bćjarráđ / 23. júní 2020

Fundur 1552

Skipulagsnefnd / 22. júní 2020

Fundur 74

Bćjarráđ / 16. júní 2020

Fundur 1551

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 10. júní 2020

Fundur 45

Frístunda- og menningarnefnd / 10. júní 2020

Fundur 96

Afgreiđslunefnd byggingamála / 11. júní 2020

Fundur 45

Bćjarráđ / 9. júní 2020

Fundur 1550

Frćđslunefnd / 4. júní 2020

Fundur 98

Skipulagsnefnd / 3. júní 2020

Fundur 73

Bćjarráđ / 2. júní 2020

Fundur 1549

Bćjarstjórn / 26. maí 2020

Fundur 507

Skipulagsnefnd / 18. maí 2020

Fundur 72