Grindvíkingurinn Alferđ Elías er ţjálfari nýkrýndra bikarmeistara Selfoss

 • Fréttir
 • 23. ágúst 2019
Grindvíkingurinn Alferđ Elías er ţjálfari nýkrýndra bikarmeistara Selfoss

Kvennalið Selfoss í knattspyrnu varð um síðustu helgi bikarmeistari í fyrsta skipti í sög­unni eft­ir 2:1 sig­ur á KR í fram­lengd­um úr­slita­leik Mjólk­ur­bik­ars­ins á Laug­ar­dals­velli. Þjálfari liðsins er Grindvíkingurinn Alfreð Elías Jóhannsson en hann tók við liðinu fyrir tveimur árum.  

Alfreð eða Alli eins og hann er yfirleitt kallaður er fæddur og uppalinn í Grindavík.  Bjó nánar tiltekið í Eyjabyggðinnu hjá afa sínum og ömmu, þeim Alfreð Elíasi Sveinbjörnssyni og Ingibjörgu Bryngeirsdóttur. Alli bjó í 26 ár í Grindavík en hann hefur átt farsælan feril sem þjálfari. 

"Mitt fyrsta þjálfunarstarf var hjá GG heima í Grindavík árið 2006, þjálfaði þar nú bara hálft tímabil, 2010 var ég ráðinn sem spilandi þjálfari hjá BÍ/Bolungarvík er sem í dag Vestri.  Vorum að spila í 2.deild og fórum upp úr henni það ár en ég var nú samt rekinn fyrir það.  Tímabilið 2011 er ég ráðinn sem þjálfari til Þorlákshafnar hjá Ægi sem voru þá í gömlu 3. deildinni sem er eins og 4. deildin núna. Komumst ekki í úrslitakeppina á fyrsta ári en tímabillið 2012 fórum við alla leið í úrslitaleikinn og tryggðum okkur sæti í 2.deild."

Alli segir að árin 2013 og 2014 hafi hann verið með lið Ægis í baráttu um að halda sæti sínu í 2.deild sem hafi tekist.  "Árið 2015 vorum við um miðja deild. Haustið 2015 er ég ráðinn til ÍBV sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla og þjálfari 2. flokks karla og er þar tímabillið 2016. Eftir það er ég ráðinn sem aðalþjálfari meistaraflokks kvenna á Selfossi ásamt því að þjálfa 7. og 5.flokk kvenna." 

"Meistaraflokkurinn var fallinn úr efstu deild svo tímabillið 2017 var Alli að þjálfa stelpurnar í í 1.deild. "Þetta tímabil fórum við upp úr 1. deild, árið 2018 er ég ráðinn líka sem aðalþjálfari knattspyrnnuakademíunar FSU og Selfoss er komið aftur upp í Pepsí deild og við enduðum þá í 7.sæti með 20.stig. Í ár erum við kominn með 22. stig eftir 14.umferðir og erum í 4. sæti og bikarmeistarar!"

Hver er lykillinn að svona árangri, að verða bikarmeistari?
"Hafa markmið og fara eftir þeim. Vinna og aftur vinna, hafa trú á því sem þú ert að gera og að hafa frábært fólk með sér í liði þá ekki bara fótboltaliðið sjálft heldur allt heila batteríið. 

Hefurðu hugsað þér að flytja aftur til Grindavíkur?
Nei ég á ekki von á því, en kem reglulega við þar sem ég á eina dóttur heima í Grindavik

Lið í enska?
Já það er besta liðið í Liverpool EVERTON.

Uppáhalds íþróttahetja?
Tony Cottee og Jordan

Matur og drykkur?
Lambalæri og mjólk

Hvað sástu síðast í bíó?
Já! Það man ég bara ekki, fer sjaldan í bíó

Ætlarðu að kaupa lottómiða? (Það eru 125 milljónir í boði )
Já, kaupi alltaf lottó.

Skilaboð til ungra iðkenda í knattspyrnu?
Hafa markmið og fylgja þeim, mataræðið verður að vera í lagi sem og svefn. Gefa alltaf 100% í hverja æfingu. Æfa betur og meira en leikmaðurinn við hliðina á þér 😊
 

Um leið og við þökkum Alla fyrir spjallið óskum við bæði honum og Selfoss liðinu innilega til hamingju með bikarmeistaratitilinn. 

 

 

Myndir: Guðmundur Karl Sigurdórsson

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 19. september 2019

Haustdagskrá eldri borgara 2019

Fréttir / 18. september 2019

PMTO námskeiđ

Fréttir / 17. september 2019

Bakvaktasími Grindavíkurbćjar

Fréttir / 16. september 2019

Nýjar reglur um styrki vegna íţróttaafreka

Fréttir / 11. september 2019

Rúnar Sigurjónsson sćmdur gullmerki KSÍ

Fréttir / 10. september 2019

A star is born á Bryggjunni

Fréttir / 9. september 2019

Lokahóf yngri flokka framundan

Fréttir / 5. september 2019

12 spora kerfi Vina í bata ađ hefjast

Fréttir / 5. september 2019

Framkvćmdum viđ undirgöng miđar vel

Fréttir / 4. september 2019

Ţórkötlur fengu gjöf í ţakkarskyni

Fréttir / 3. september 2019

Bakkalág malbikuđ í dag

Fréttir / 2. september 2019

Stuđningsfjölskyldur óskast

Nýjustu fréttir 11

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

 • Fréttir
 • 19. september 2019

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

 • Fréttir
 • 13. september 2019

Laus störf viđ leikskólann Laut

 • Fréttir
 • 12. september 2019

Heilsu- og forvarnavika á Suđurnesjum 2019

 • Fréttir
 • 11. september 2019

Laus íbúđ í Víđihlíđ

 • Fréttir
 • 10. september 2019

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

 • Fréttir
 • 6. september 2019