Athugiđ
Upplýsingar vegna landris viđ Ţorbjörn Sjá nánar

Helgi Einar: Mesta afrekiđ ađ lifa af

  • Fréttir
  • 21. ágúst 2019
Helgi Einar: Mesta afrekiđ ađ lifa af

Fyrir 30 árum síðan, eða í september 1989 hóf göngu sína í Bæjarbót þátturinn Unglingur mánaðarins. Björn Birgisson, ritstjóri og eigandi blaðsins sagði að þátturinn yrði í blaðinu næstu mánuði. Hann var svo vinsæll að unglingar voru teknir tali allt fram til loka, eða til ársins 1995 þegar blaðaútgáfa Bæjarbóta hætti. Árið 1991 var nafninu á þættinum breytt í Unglingur í naflaskoðun. 

Helgi Einar Harðarson var fyrsti unglingurinn sem var tekinn í viðtal. Hann var sannarlega til í að svara sömu spurningunum aftur, 30 árum síðar. Við birtum viðtalið hér en nýju svörin eru feitletruð. 

Á þeim tíma sem Helgi Einar var í viðtalinu háði hann mikla baráttu. Í mars1989 fékk hann flensu og hálfu ári síðar var hann kominn með nýtt hjarta. Meðan hann beið eftir nýju hjarta þurfti hann að berjast fyrir lífi sínu. Hann kom þó út úr þessum hildarleik sem sigurvegari og þegar hann náði aftur heilsu veitti hann Bæjarbót viðtal um reynsluna sína en Helgi Einar var 16 ára þegar hann fékk nýtt hjarta.

Helstu áhugamál: Það eru laxveiðar, bílar og hestamennska. Ég á einn hest, Létti og hef mjög gaman af. - Sveitin Hestar og vinirnir
Fyndnasta æskuminningin: Þær eru svo margar að ég get ekki gert upp á milli þeirra, en það hefur verið rosalega mikið hlegið! - Þegar ég landaði 27 punda laxi í Hvítá og eftir næstum tvo tíma þurfti mamma að setjast ofan á hann, hálf úti í á :) 
Vandræðalegasta staðan sem þú hefur lent í: Þegar ég var að fikta við bíl á planinu heima og keyrði á bílskúrshurðina og skemmdi hana. - Of erfið spurning. 
Uppáhalds leikföng um 7 ára aldur: Það voru reiðhjól, ég fór allar mínar ferðir hjólandi. - Örugglega bílar og hestar. 
Ertu ástfanginn?: Já já, en þú færð ekki að vita nafnið! - Nei. 
Tónlistarsmekkur – uppáhalds hljómsveitir: Ég held upp á þungarokkið, til dæmis Twister sister og Iron Maiden. Af heimamönnum er Bubbi bestur. - Hlusta á ýmislegt en meira íslenskt t.d. Sssól, Nýdönsk o.fl.
Hugsar þú um stjórnmál? Nei, hef eiginlega engan áhuga á þeim. - Já pínulítið. 
Uppáhalds íþróttahetja: Ásgeir Sigurvinsson fótboltamaður. - Auðvitað Sigurbjörg Brynja (dóttir Helga Einars)
Mitt mesta afrek til þessa: Ætli það hafi ekki verið þegar ég veiddi og landaði 22ja punda laxi í Hvítá. Það var rosalega erfitt, en skemmtilegt! (nú var hann ekki 27 punda?) - Lifa af. 
Helstu framtíðaráform: Ná heilsunni. Síðan langar mig að læra rafvirkjun, en það er ekkert ákveðið. Sjósókn gæti komið til greina. - Ala upp dóttur mína og fylgjast með. 
Lestu oft blöð og bækur: Aðallega blöð, dagblöð auðvitað og svo líka ýmis tímarit, t.d. um bíla og önnur áhugamál. - Nei. 
Hvað fer mest í taugarnar á þér? Að hafa ekki bílpróf! - Of mikið af reglum. 
Hvar viltu búa í framtíðinni? Hérna í Grindavík. - Sveitinni Minni á Mýrum og Grindavík. 
Uppáhalds matur og drykkur: Ég held mikið upp á lambalæri, finnst það mjög gott og ætli uppáhaldsdrykkurinn sé ekki appelsín. - Vatn, mjólk og lambafille. 
Helstu kostir við Grindavík: Mér finnst bærinn hafa mjög marga kosti og í sumar hefur hann orðið fallegri með hverjum deginum.  - Grindavík er falleg, innan sem utan. 
Hvað vildirðu helst hafa með þér ef þér skolaði á land á eyðieyju? Auðvitað stelpu! - Dóttur mína, Sigurbjörgu Brynju alltaf :) 

Helgi Einar fær bestu þakkir fyrir að svara þessum spurningum aftur, 30 árum síðar. Grindavík.is mun nú hafa uppi á þeim sem var í októberblaðinu 1989. Sá nemandi stundaði nám við Verslunarskóla Íslands og var og er mikill tónlistaráhugamaður og var t.a.m. í Grindvísku hljómsveitinni Móðins. 

 

Á meðfylgjandi mynd eru feðginin Helgi Einar og Sigurbjörg Brynja.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 18. febrúar 2020

Rýmingarćfing á Króki gekk mjög vel

Fréttir / 13. febrúar 2020

Afar slćmt veđur í nótt og á morgun

Fréttir / 7. febrúar 2020

Grindavík - Keflavík á morgun kl. 16:00

Fréttir / 6. febrúar 2020

Sindri Björnsson til Grindvíkur

Fréttir / 4. febrúar 2020

Samverustund fyrir Pólverja í Kvikunni

Fréttir / 31. janúar 2020

W ten weekend dni otwarte w Kvikan