Athugiđ
Upplýsingar vegna landris viđ Ţorbjörn Sjá nánar

fundur 1523

  • Bćjarráđ
  • 21. ágúst 2019

1523. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 20. ágúst 2019 og hófst hann kl. 16:00.


Fundinn sátu:
Hjálmar Hallgrímsson, formaður, Sigurður Óli Þórleifsson, varaformaður, Páll Valur Björnsson, aðalmaður, Helga Dís Jakobsdóttir, áheyrnarfulltrúi og Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, áheyrnarfulltrúi.

Einnig sátu fundinn: 
Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson, bæjarstjóri. 

Fundargerð ritaði:  Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Í upphafi fundar óskaði formaður eftir heimild til að taka eftirfarandi mál á dagskrá með afbrigðum sem 4. og 5. mál: 
 
Umsókn um námsvist utan lögheimilis - 1908077 
Leiguíbúðir aldraðra - Umsókn um ívilnun - 1908086 
 
Samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

1.     Austurvegur 1: Umsókn um byggingarleyfi - 1710061
    Farið var í skoðunarferð í nýja íþróttahúsið. Forstöðumaður íþróttamiðstöðvar sýndi húsið.
        
2.     Símenntun - Fagleg forysta - 1907053
    Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Sviðsstjóri óskar eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2019 að fjárhæð 1.150.000 kr. á lykil 04011-4923 sem fjármagnaður verði með lækkun liðar 21611-4922. 

Bæjarráð samþykkir viðaukabeiðnina.
        
3.     Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags - 1908063
    Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti hann málið. 

Í ljósi þess hvernig þetta tiltekna mál er vaxið hafnar bæjarráð erindinu.
        
4.     Umsókn um námsvist utan lögheimilis - 1908077
    Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti hann málið. 

Í ljósi þess hvernig þetta tiltekna mál er vaxið hafnar bæjarráð erindinu. 
        
5.     Leiguíbúðir aldraðra - Umsókn um ívilnun - 1908086
    Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti hann málið. 

Bæjarráð samþykkir erindið.
        
6.     Búsetuþjónusta - Beiðni um viðuaka - 1908050
    Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2019 vegna launaliða sambýlis við Túngötu að fjárhæð 1.480.000 kr. sem fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé. 

Bæjarráð samþykkir viðaukabeiðnina.
        
7.     Sjóarinn síkáti 2019 - 1810029
    Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Lagt fram minnisblað um Sjóarann síkáta 2019 sem og minnisblað um framtíðarsýn fyrir Sjóarann síkáta.
        
8.     Samstarfssamningur við Knattspyrnufélagið GG 2020-2021 - 1906018
    Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Drög að samstarfssamningi við Knattspyrnufélagið GG lögð fram. Frístunda- og menningarnefnd hefur samþykkt samninginn fyrir sitt leyti. 

Bæjarráð samþykkir samninginn.
        
9.     Samstarfssamningur við Unglingadeildina Hafbjörgu 2020-2021 - 1906015
    Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Drög að samstarfssamningi við Unglingadeildina Hafbjörgu lögð fram. Frístunda- og menningarnefnd hefur samþykkt samninginn fyrir sitt leyti. 

Bæjarráð samþykkir samninginn.
        
10.     Verklagsreglur um úthlutun starfsstyrkja á frístunda- og menningarsviði - 1907022
    Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Lögð fram drög að verklagsreglum vegna úthlutana starfsstyrkja á frístunda- og menningarsviði. Frístunda- og menningarnefnd hefur samþykkt reglurnar fyrir sitt leyti. 

Bæjarráð samþykkir reglurnar.
        
11.     Umsókn um styrk - 1905005
    Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Lögð fram drög að samningi við Vélhjólaíþróttafélag Reykjaness. Frístunda- og menningarnefnd hefur samþykkt samninginn fyrir sitt leyti. 

Bæjarráð samþykkir samninginn.
        
12.     Heilsueflandi samfélag á Suðurnesjum - 1906025
    Lögð fram undirrituð viljayfirlýsing um samstarf vegna Heilsueflandi samfélags á Suðurnesjum. Að samstarfinu standa sveitarfélögin á Suðurnesjum, Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, SSS og Embætti landlæknis. 

Bæjarráð samþykkir að Eggert Sólberg Jónsson, sviðsstjóri frístunda- og menningarnefnfdar, verði fulltrúi Grindavíkurbæjar í samstarfshópnum.
        
13.     Ósk um styrk frá Grindavíkurb - 1908051
    Samtökin Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs óska eftir fjárstuðningi til uppgræðslu. 

Bæjarráð felur sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs að gerða styrktarsamning við félagið. Bæjarráð samþykkir 200.000 kr. fyrir árið 2020.
        
14.     Frágangur við Hópið - sandfok af plani - 1812002
    Í samræmi við bókun frá 1517. fundi bæjarráðs þá eru lögð fram hönnunargögn og kostnaðaráætlun vegna bílastæðis framan við Hópið. 

Bæjarráð samþykkir að farið verði í framkvæmdina á árinu 2019.
        
15.     Malbikun gatna mm - 1905093
    Framkvæmdir við malbikun gatna í Grindavik fara að hefjast. Íbúar verða upplýstir um tímasetningar og götur í tíma. 

Verklok samkvæmt útboðsgögnum eru 1. október 2019.
        
16.     Hreystigarður - 1905075
    Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti hann stöðu málsins. 

Málinu er frestað. 
        
17.     Rekstraryfirlit janúar - júní 2019 - 1908067
    Lagt fram rekstraryfirlit janúar - júní 2019 ásamt skýringum á helstu frávikum. 

Bæjarráð felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að fara yfir frávik með öðrum sviðsstjórum.
        
18.     Fjárhagsáætlun 2020 - Grindavíkurbær og stofnanir - 1907008
    Drög að tímaáætlun fyrir fjárhagsáætlunarvinnu 2020-2023 lögð fram.
        
19.     Fasteignagjöld 2020 - 1908085
    Lögð fram áætlun fasteignagjalda fyrir árið 2020 miðað við óbreyttar álagningarforsendur.
        
20.     Viðaukabeiðni - Slökkvilið Grindavíkur - 1908074
    Óskað er eftir viðaukum vegna eftirfarandi frá slökkviliði Grindavíkur. 

Óskað er eftir viðauka á lykil 07221-4961 vegna ófyrirséðra bilana sem hafa komið upp á árinu á slökkvibílum. Upphæð viðaukabeiðnar er 930.000 kr. 

Óskað er eftir viðauka að lykli 07221-4961 vegna bilunar á búnaði. Upphæð viðaukabeiðnar er 196.000 kr. 

Bæjarráð samþykkir viðaukabeiðnirnar og að fjármögnun þeirra verði með lækkun á handbæru fé.
        
21.     Kosning í nefndir samkvæmt C-lið 47. gr. samþykktar um stjórn Grindavíkurbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar - 1806030
    Málinu er vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
        

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Skipulagsnefnd / 3. febrúar 2020

Fundur 68

Bćjarráđ / 4. febrúar 2020

Fundur 1538

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 29. janúar 2020

Fundur 42

Bćjarráđ / 23. janúar 2020

Fundur 1537

Skipulagsnefnd / 20. janúar 2020

Fundur 67

Skipulagsnefnd / 11. desember 2019

Fundur 66

Bćjarráđ / 14. janúar 2020

Fundur 1536

Frístunda- og menningarnefnd / 8. janúar 2020

Fundur 90

Frćđslunefnd / 9. janúar 2020

Fundur 93

Bćjarráđ / 7. janúar 2020

Fundur 1535

Bćjarstjórn / 17. desember 2019

Fundur 501

Frístunda- og menningarnefnd / 5. desember 2019

Fundur 89

Bćjarráđ / 3. desember 2019

Fundur 1533

Bćjarstjórn / 26. nóvember 2019

Fundur 500

Afgreiđslunefnd byggingamála / 20. nóvember 2019

Fundur 42

Bćjarráđ / 19. nóvember 2019

Fundur 1532

Skipulagsnefnd / 18. nóvember 2019

Fundur 65

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 13. nóvember 2019

Fundur 41

Bćjarráđ / 12. nóvember 2019

Fundur 1531

Frístunda- og menningarnefnd / 6. nóvember 2019

Fundur 88

Bćjarráđ / 6. nóvember 2019

Fundur 1530

Afgreiđslunefnd byggingamála / 25. október 2019

Fundur 41

Bćjarstjórn / 29. október 2019

Fundur 499

Skipulagsnefnd / 21. október 2019

Fundur 64

Bćjarráđ / 22. október 2019

Fundur 1529

Bćjarráđ / 15. október 2019

Fundur 1528

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 9. október 2019

Fundur 40

Frćđslunefnd / 5. september 2019

Fundur 90

Frćđslunefnd / 5. september 2019

Fundur 90

Frćđslunefnd / 3. október 2019

Fundur 91