Hjáleiđin: Hćgri forgangur og hćgur akstur

  • Fréttir
  • 14. ágúst 2019
Hjáleiđin: Hćgri forgangur og hćgur akstur

Unnið er að gerð undirganga á Víkurbraut við Suðurhóp. Af þeim sökum þarf að fara um hjáleið hjá Vesturhópi. Þar gildir hægri forgangur. Hægri forgangur er grunnregla í umferðarlögum. Í 25.gr. umferðarlaganna segir:
“Þegar ökumenn stefna svo, að leiðir þeirra skerast á vegamótum, opnum svæðum eða svipuðum stöðum, skal sá þeirra, sem hefur hinn sér á hægri hönd, veita honum forgang.”

Þannig gildir reglan um “rétt til hægri” nema þar sem umferðarmerki eða umferðarstjórn lögreglu gilda. Þau gilda ofar þessari grunnreglu.

Þeir ökumenn sem eru á ferð um hjáleið eru vinsamlega beðnir um að sýna aðgát og aka varlega. Það er of mikið um að fólk keyri hratt um svæðið. 

 


Deildu ţessari frétt