Rćkjusalat og rćkjusamloka ómissandi í útileguna

  • Fréttir
  • 26. júlí 2019

Það styttist í mestu ferðahelgi ársins en verslunarmannahelgin verður dagana 2. - 4. ágúst. Grindavík.is heyrði í nokkrum Grindvíkingum og forvitnaðist um hvort fólk væri búið að ákveða hvert skyldi fara. Margir taka þá ákvörðun að halda sig heima við, sumir elta veðrið á meðan aðrir eru vanafastir og sækja alltaf sömu hátíðir, ár eftir ár. Sigríður Gunnarsdóttir, kennari og fyrirmyndar húsmóðir svaraði nokkrum spurningum en ákvörðun hennar veltur á því hvert vinkona hennar fer. 

Ertu búin að ákveða að fara eitthvað um verslunarmannahelgina? Nei en ég er búin að ákveða að elta Ástrúnu :)

Hvað er ómissandi í útileguna að þínu mati? Rækjusalat

Hvað er best að borða í útilegu? Rækjusamloka

En drekka? Ískalt pepsí max og bjór

Hvernig myndir þú lýsa góðri útilegu? Gott veður, nóg af mat og skemmtilegur félagsskapur

Ef þú gætir valið að fara hvert sem er um verslunarmannahelgina hvert myndir þú fara? Ég hef aldrei ferðast mikið um verslunarmannahelgi, finnst svo notalegt að vera heima í hlýjunni og bíð spennt eftir kvöldfréttum af hátíðum um allt land. En ég væri alveg til í að prufa að fara á Ísafjörð um versló

 

Fleiri örviðtöl tengd verslunarmannahelginni birtast næstu daga á vefnum


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!