Mikil gleđi á Símamóti hjá Grindavíkurstúlkum

  • Fréttir
  • 16. júlí 2019
Mikil gleđi á Símamóti hjá Grindavíkurstúlkum

35. Símamótið fór fram um liðna helgi en þetta er stærsta fótboltamót sem haldið er hér á landi. Það er Breiðablik í Kópavogi sem heldur mótið en áður en mótið varð Símamót var það kallað Gull- og silfurmótið og var stutt af skartgripaversluninni Gull og silfur. 


Þrír flokkar spila á mótinu, 5., 6. og 7. flokkur. Grindavík hefur í mörg ár sent í kringum 60-70 fótboltastelpur á mótið. Um helgina spiluðu fyrir Grindavík 2 lið í 5. flokki, 4 lið í 6. flokki og 3 lið í 7. flokki.  

Að sögn Margrétar Rutar Reynisdóttur, þjálfara hjá yngri flokkum Grindavíkur stóðu stelpurnar sig allar mjög vel á mótinu. Hún segir svona mót vera mjög lærdómsrík fyrir stelpurnar og frábært sé að sjá hversu mikill stígandi er í liðunum frá fyrsta leikdegi til hins síðasta. „Mestu máli skiptir þó að hafa gaman og skapa góðar minningar fyrir stelpurnar“, segir Margrét Rut. 


Margrét Rut segir líka gaman að sjá hversu mikil stemmning og áhugi er í foreldrahópnum en fjöldi Grindvíkinga tjaldar í Sunnuhlíðinni í Kópavogi þar sem stutt er að ganga á vellina. 

Tilgangur mótsins í upphafi var að auka verkefni fyrir yngri flokka kvenna í knattspyrnu og stuðla þannig að framgangi kvennaknattspyrnu á Íslandi. Margar af okkar fremstu knattspyrnukonum hafa einmitt stigið sín fyrstu spor á þessu móti.


Í gömlu fréttabréfi Breiðabliks kom fram að metnaður þeirra fælist ekki í því að vera endilega með fjölmennasta mótið heldur vandaðasta mótið þar sem hæfileikar hvers og eins þátttakanda fengi að njóta sín og í það legði félagið metnað sinn. 


Meðfylgjandi myndir eru teknar á mótinu og fengnar að láni úr ýmsum áttum.  

Birta Rós Unnarsdóttir varð 5 ára meðan mótið stóð yfir en hún hefur þó ekki enn náð aldri til að keppa á mótinu. Hún mætti þó og stutti systur sína, Rakel Rós til dáða sem keppti á mótinu. Hér má sjá hóp saman kominn á tjaldsvæðinu til að samgleðjast og fá kökusneið. 

Grindvíski hópurinn sem keppti á mótinu var fjölmennur að venju. 

Eitt af liðum Grindavíkur sem tók þátt í mótinu

Beðið eftir næsta leik.......

.....alltaf fjör eftir sigurleiki!

Fleiri myndir eru væntanlegar frá mótinu og verða þær birtar á Facebook síðu bæjarins. 
 


Deildu ţessari frétt