Ţrír af hverjum fimm heimsćkja Reykjanesiđ

  • Fréttir
  • 15. júlí 2019
Ţrír af hverjum fimm heimsćkja Reykjanesiđ

Ferðamálastofa hefur gefið út nýja skýrslu með úrvinnslu og samantekt á upplifun og ferðahegðun erlendra ferðamanna fyrir árið 2018. Í skýrslunni kemur fram að nærri þrír af hverjum fimm ferðamönnum heimsækja Reykjanes. Gistinætur voru að jafnaði 0,8 talsins á Reykjanesi en það er lægsta hlutfall landsins en landsmeðaltal er 1,7 nótt. Hæst var hlutfallið á Norðurlandi og í höfuðborginni eða 2,5 nætur. Visitreykjanes.is greinir frá þessu.

Langflestir heimsóttu höfuðborgarsvæðið árið 2018 eða ríflega níu af hverjum tíu svarendum. Þrír fjórðu heimsóttu Suðurlandið og nærri þrír af hverjum fimm Reykjanesið. 

56,8% heimsóttu Reykjanesið 2018. Af þeim gistu 47,4% á Reykjanesi. Til samanburðar þá er hlutfallið aðeins hærra á höfuðuborgarsvæðinu og á Suðurlandi eins og sést á myndinni hér að ofan.

Þegar kemur að ánægju varðandi einstaka landshluta þá skorar Reykjanes lægst ásamt Reykjavík, Vestfjörðum og Austurlandi.

Dreifing ferðamanna um Reykjanes er eftirfarandi:

• 58% Bláa lónið

• 44% Reykjanesbær

• 23% Grindavík

• 23% Gunnuhver

• 11% Krísuvík

Þegar svarendur voru inntir eftir því hvers vegna þeir væru líklegir að mæla með Íslandi sem áfangastað nefndu flestir eða ríflega helmingur náttúruna eða landslagið og það hversu fallegt væri á Íslandi eða um tveir af hverjum fimm svarendum. 

Þegar svarendur voru inntir eftir því hvað þyrfti að gera til að ferðamenn yrðu líklegri til að mæla með Íslandi sem áfangastað nefndu langflestir verðlag. Þannig nefndi helmingur verðlag almennt, ríflega fjórðungur verð á mat og einn af hverjum tíu verð á gistingu. Auk þess voru margir á því að bæta þyrfti innviði og upplýsingagjöf eða um fimmtungur.

Náttúruböð voru vinsælasta afþreyingin 2018. Þar á eftir komu ýmiss konar dekurmeðferðir, heimsóknir á söfn og sundferðir. 

Þegar svarendur voru beðnir um að tilgreina hvaðan hugmyndin að Íslandsferð hefði komið nefndu um níu af hverjum tíu náttúru landsins eða einstök náttúrufyrirbæri. Átta af hverjum tíu sögðust hafa langað að prófa eitthvað nýtt eða þá hefði alltaf langað að heimsækja landið. 

Lesa má skýrsluna í meðfylgjandi hlekk hér. 

Mynd: Snorri Tryggvason


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 21. ágúst 2019

Hreinsuđu fjöruna viđ Húshólma

Fréttir / 19. ágúst 2019

Grindavík - Fjölnir í dag kl. 18:00

Fréttir / 16. ágúst 2019

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

Fréttir / 15. ágúst 2019

Símkerfi Grindavíkurbćjar liggur niđri

Fréttir / 14. ágúst 2019

Teitur Magnússon spilar á Fish House

Fréttir / 12. ágúst 2019

Hjáleiđ vegna framkvćmda viđ undirgöng

Fréttir / 9. ágúst 2019

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

Fréttir / 9. ágúst 2019

Laus stađa grunnskólakennara