Laxveiđi í Grindavík fyrir 30 árum

  • Fréttir
  • 9. júlí 2019
Laxveiđi í Grindavík fyrir 30 árum

Í júní 1989 birtist frétt í Bæjarbót þar sem kom fram að um 180 laxar hafi  verið veiddir úr Rásinni. Um var að ræða framtak Fiskeldis Grindavíkur sem naut mikilla vinsælda. Í frétt Bæjarbóta er viðtal við Bjarna Andrésson sem þá vann hjá Fiskeldi Grindavíkur. Bjarni sagði þessa tilraun að bjóða upp á stangveiði í Rásinni hafa gengið vonum framar. Helgarnar hafi alltaf verið upppantaðar en mikið um að vera virka daga líka. Sérstaklega seinnipartinn og á kvöldin. 

"Menn hafa verið að fá laxa allt frá 2,5 upp í 12 pund hérna hjá okkur. Sumir nota flugu, aðrir eru með maðk og þó nokkrir nota spúna. Ég get ekki séð í þeim efnum sé eitt öðru betra" sagði Bjarni. 

Veiðideginum var skipt upp í tvö tímabil. Fyrratímabilið var frá kl. 8 - 14 og síðara tímabilið var frá kl. 15-21. Ein stöng kostaði þá 750 krónur hálfan daginn. Síðan greiddu veiðimenn gjald fyrir hvern veiddan fisk sem var 600 kr fyrir stórlaxana en 250 krónur fyrir 2,5 pund eða minni fisk. 

"Þetta tryggir að aflarýr veiðidagur verður ódýr en afladagar dýrari!"

 


Deildu ţessari frétt