Sumarhátíđ vinnuskólanna

  • Fréttir
  • 8. júlí 2019
Sumarhátíđ vinnuskólanna

Á annað hundrað unglingar komu saman í Grindavík í síðustu viku þegar fram fór sameiginleg sumarhátíð vinnuskólanna í Grindavík, Suðurnesjabæ og Vogum. Jafningjafræðslan hélt utan um dagskrána og svaraði m.a. spurningum nemenda, fræddi þau um margvísleg málefni og farið var í skemmtilega hópeflisleiki. Í hádeginu var boðið upp á grillaðar pylsur og ís. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum nutu unglingarnir góða veðursins líkt og marga aðra daga í sumar. 


Deildu ţessari frétt