Áhrif hćkkunar fasteignamats alltaf milduđ í ţágu íbúa

  • Fréttir
  • 4. júlí 2019
Áhrif hćkkunar fasteignamats alltaf milduđ í ţágu íbúa

Grindavíkurbær hefur ávallt haft það að leiðarljósi að milda áhrif hækkunar fasteignamats vegna fasteignagjalda og mun gera það á árinu 2020. Þetta kom fram í afgreiðslu bæjarráðs vegna fasteignamats árið 2020. Á fundinum var tekið fyrir bréf frá Þjóðskrá Íslands vegna fasteignamats 2020 sem er að hækka um 9,6% frá árinu 2019.

Fasteignamat er mat á verðmæti húss og lóðar sem áætlað er út frá gangverði svipaðra eigna á markaði. Matið er uppfært árlega í samræmi við þróun fasteignaverðs og fá fasteignaeigendur ávallt tilkynningu um breytingar á því. Tilgangur fasteignamats er fyrst og fremst að skapa grundvöll fyrir álagningu opinberra gjalda en fasteignamatið er stofn fasteignagjalda og erfðafjárskatts.

Eftirtalin opinber gjöld eru reiknuð út frá fasteignamati: fasteignagjöld, erfðafjárskattur og stimpilgjöld vegna þinglýsingar kaupsamninga.

 

 

 


Deildu ţessari frétt