Kvenfélagskonur fćrđu sumarbúđum í Reykjadal veglega gjöf

  • Fréttir
  • 21. júní 2019
Kvenfélagskonur fćrđu sumarbúđum í Reykjadal veglega gjöf

Kvenfélagskonur úr K.S.G.K. þ.e. Kvenfélagasambandi Gullbringu- og Kjósarsýslu mættu í Reykjadal, Sumarbúða lamaðra og fatlaðra fimmtudaginn 6. júní s.l. til að afhenda gjöf, þvottavél að andvirði kr. 600.000.- í samráði við forstöðumann Reykjadals.

Tilefni gjafarinnar er 90 ára afmæli K.S.G.K. á þessu ári og á aðalfundi sambandsins 2. mars sl. sem haldinn var hjá Kvenfélagi Grindavíkur, var ákveðið að hvert félag innan sambandsins gæfi kr. 900.- fyrir hverja félagskonu.

Önnur aðildarfélög eru Kvenfélagið Fjóla Vogum, Kvenfélag Keflavíkur, Kvenfélagið Gefn í Garði, Kvenfélagið Hvöt í Sandgerði, Kvenfélag Álftaness, Kvenfélag Garðabæjar, Kvenfélag Mosfellsbæjar, Kvenfélag Kjósarhrepps og Kvenfélagið Seltjörn á Seltjarnarnesi.

Við komu kvenfélagskvenna tók á móti þeim Margrét Vala Marteinsdóttir forstöðumaður og Vilmundur Gíslason umsjónarmaður Reykjadals ásamt gestum staðarins. Í upphafi var þeim boðið að vera viðstaddar kvöldvöku gesta við varðeld og söng, og má þess geta að einn gestanna átti afmæli þennan dag og sungu allir gestir staðarins afmælissönginn fyrir afmælisbarnið með undirleik gítarspils starfsmanns.

Margrét Vala og Vilmundur leiddi þær um allt svæðið, inni sem og úti og kynntu þeim starfsemi staðarins. Að lokum afhenti formaður sambandsins Ágústa Magnúsdóttir formlega framkvæmdastjóra búðanna Margréti Völu gjafabréf með textanum: „Kvenfélagasamband Gullbringu- og Kjósarsýslu færir Sumarbúðunum í Reykjadal þvottavéla að gjöf að andvirði kr. 600.000.- Megi ljós heimsins og kærleikur fylgja ykkur um alla tíð“.

Að lokum færa Kvenfélagskonur í öllum félögunum tíu Sumarbúðum lamaðra og fatlaðra í Reykjadal, heillaóskir með yndislegt og ómetanlegt starf í þágu allra gesta sem koma til þeirra á hverju ári. "Megi ykkar frábæra starfsemi dafna vel og lengi." segir að lokum í samantekt þeirra Ágústu Magnúsdóttur formanns K.S.G.K. Sólveigar Ólafsdóttur formanns Kvenfélags Grindavíkur sem finna má á Facebook síðu Kvenfélagssambands Íslands en þar má jafnframt finna fleiri myndir frá heimsókn þeirra í Reykjadal. 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 17. október 2019

Hvalreki viđ Grindavík

Fréttir / 17. október 2019

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

Fréttir / 21. október 2019

Lokađ á bókasafni 23. október frá 12:00

Fréttir / 11. október 2019

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

Fréttir / 10. október 2019

GG leitar ađ ţjálfara

Fréttir / 10. október 2019

Ţyrla Landhelgisgćslunnar kemur á Laut

Fréttir / 8. október 2019

Magnađ brim viđ Brimketil: Myndband

Fréttir / 8. október 2019

Bjartmar á Bryggjunni á föstudaginn

Fréttir / 7. október 2019

Truflun í gatnalýsingu nćstu sólarhringa

Grunnskólafréttir / 7. október 2019

Umferđaröryggi