Útbođ - Breytingar á bćjarskrifstofum

  • Fréttir
  • 19. júní 2019

Grindavíkurbær óskar eftir tilboðum í verkið „Breytingar á bæjarskrifstofum Grindavíkur 2.Áfangi“

Lauslegt yfirlit yfir verkið:
Um er að ræða breytingar á bæjarskrifstofum Grindavíkur sem staðsettar eru á 2.hæð í verslunar og þjónustumiðstöð Grindavíkur , Víkurbraut 62.  

Í megindráttum eru bæjarskrifstofur Grindavíkur að breyta innra skipulagi á skrifstofuhúsnæði sínu.
Breytingarnar fela í sér að fjarlægja byggingarefni og endurbyggja rými samkvæmt teikningum arkitekta.

Helstu verkþættir eru : 
A.    Rif og förgun veggja, lofta, gólfefna og hurða
B.    Uppbyging : Uppsetning á hefðbundnum milliveggjum og glerkerfum ásamt nýjum innihurðum, innréttingum, salernum, loftaklæðningum, rafmagnslögnum, málun og lagningu nýrra gólfefna.

Helstu magntölur uppbygginar eru:
-    Milliveggir                                      88m2
-    Glerveggir                                      7 m2
-    Loftaklæðning                            249 m2
-    Gólfefni                                      248 m2
-    Málun (ný málun/endurm.)        735 m2

Stærð breytinga á bæjarskrifstofu Grindavíkur:
Breytingar  á hæð                         2.hæð              250 m2 Brúttó                

Óskað er eftir verktökum með reynslu í sambærilegum verkum. Upphaf verks er við undirritun samnings.


Áhugasamir sæki um útboðsgögn á netfanginu atligeir@grindavík.is og gefi upp nafn fyrirtækis og upplýsingar um tengilið. Gögn verða send út á rafrænu formi frá og með 18. júní 2019.
Bjóðendum er boðið til vettvangsskoðunar 24. júní 2019, kl. 9:00 – 10:00 á  Víkurbraut 62, Grindavík.

Tilboðsgjafar skulu vera búnir að skila inn tilboði eigi síðar en 1. júlí 2019, kl. 10:00 þegar opnun tilboða fer fram.
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir