Kvennahlaup ÍSÍ laugardaginn 15. júní

  • Fréttir
  • 13. júní 2019
Kvennahlaup ÍSÍ laugardaginn 15. júní

Sjóvá Kvenna­hlaup ÍSÍ fer fram laugardaginn næstkomandi, 15. júní og hefst hlaupið hér í Grindavík kl. 11:00  frá íþróttamiðstöðinni. Hlaupið verður á yfir 80 stöðum á land­inu en þetta er í þrítug­asta skiptið sem Kvenna­hlaupið er haldið.

Ef hlauparar ætla að kaupa boli verður að koma með pening þar sem ekki er posi til að taka við greiðslum fyrir ÍSÍ. Barnabolir kosta 1000 kr (4-10 ára) og fullorðinsbolir kosta 2000 kr. 

Í tilefni af þrítugasta Sjóvá Kvennahlaupi ÍSÍ verður efnt til sérstakra hátíðarhalda á mörgum hlaupastöðum víðsvegar um landið. 

Markmið Kvennahlaupsins hefur frá upphafi verið að vekja áhuga kvenna á reglulegri hreyfingu. Allir taka þátt á sínum forsendum og lögð er áhersla á að hver komi í mark á sínum hraða. Þó svo að hlaupið hafi í upphafi verið til hvetja konur til hreyfingar eins og nafn þess gefur til kynna þá hafa karlmenn alltaf verið velkomnir í hlaupið.

Það ættu allir að taka 15. júní frá og mæta sér til gagns og gamans og til að fagna sögu kvenna í hreyfingu og íþróttum undanfarin 30 ár.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 17. október 2019

Hvalreki viđ Grindavík

Fréttir / 17. október 2019

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

Fréttir / 21. október 2019

Lokađ á bókasafni 23. október frá 12:00

Fréttir / 11. október 2019

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

Fréttir / 10. október 2019

GG leitar ađ ţjálfara

Fréttir / 10. október 2019

Ţyrla Landhelgisgćslunnar kemur á Laut

Fréttir / 8. október 2019

Magnađ brim viđ Brimketil: Myndband

Fréttir / 8. október 2019

Bjartmar á Bryggjunni á föstudaginn

Fréttir / 7. október 2019

Truflun í gatnalýsingu nćstu sólarhringa

Grunnskólafréttir / 7. október 2019

Umferđaröryggi