Lokun gatna 31. maí - 2. júní

 • Sjóarinn síkáti
 • 24. maí 2019
Lokun gatna 31. maí - 2. júní

Nú styttist í Sjóarann síkáta, bæjarhátíð okkar Grindvíkinga sem að fram fer helgina 31. maí til 2. júní nk. Líkt og undanfarin ár er meginþungi hátíðarhaldanna við Kvikuna, þ.e. á Hafnargötunni og á Seljabót milli Mánagötu og Ránargötu.

Vakin er athygli á þeim lokunum sem verða á svæðinu frá kl. 18:00 föstudaginn 31. maí til kl. 18:00 sunnudaginn 2. júní, eða á meðan hátíðarhöldunum stendur. Settar verða upp lokanir/þrengingar á eftirfarandi stöðum:

 • Milli Hafnargötu 12 og 12a (Þorbjarnar og Kvikunnar)
 • Milli Hafnargötu 9a og 14 (Grindarinnar og Vísis)
 • Við gatnamót Mánagötu og Seljabótar (neðan við Þorbjörn)
 • Við gatnamót Ránargötu og Seljabótar (neðan við Vísi)

Hafnargötuna verður hægt að keyra eftir að dagskrá lýkur á laugardegi og þar til hún hefst á sunnudagsmorgni. Aðkoma að hafnarsvæðið verður af Hafnargötunni við tjaldsvæðið og niður Bakkalág. Búast má við því að þrengingar verði settar upp miðvikudaginn 29. maí. 


Deildu ţessari frétt

Nýjustu fréttir 11

Reiđnámskeiđ Arctic Horses

 • Fréttir
 • 13. júní 2019

Gul vesti um allan bć

 • Fréttir
 • 13. júní 2019

Rúm tvö tonn af rusli hreinsuđ

 • Fréttir
 • 11. júní 2019

Fjallkonur í Grindavík

 • Fréttir
 • 11. júní 2019

Dregiđ í hurđaleiknum á morgun!

 • Fréttir
 • 11. júní 2019

Međalhrađaeftirlit ekki byrjađ

 • Fréttir
 • 7. júní 2019

Grindavík lagđi FH á heimavelli 2-1

 • Fréttir
 • 7. júní 2019