Fundur 58

  • Skipulagsnefnd
  • 21. maí 2019

58. fundur skipulagsnefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, mánudaginn 20. maí 2019 og hófst hann kl. 16:15.


Fundinn sátu: Guðmundur L. Pálsson, formaður, Ólafur Már Guðmundsson, aðalmaður, Anton Kristinn Guðmundsson, aðalmaður, Lilja Ósk Sigmarsdóttir, aðalmaður og Unnar Á Magnússon, varamaður. 

Formaður óskaði eftir að taka á dagskrá "Suðurstrandarvegur - Vegstæði og þróun byggðar – 1903021." sem afbrigði. 

Samþykkt með öllum atkvæðum nefndarmanna.

Fundargerð ritaði:  Sigurður Ólafsson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.


Dagskrá:

1.     Verbraut 1 - Umsókn um byggingarleyfi - 1905056
    Lilja Ósk Sigmarsdóttir vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.

Sótt er um byggingarleyfi fyrir nýbyggingu sem verður sambyggð núverandi húsi á lóðinni Verbraut 1B sem áður hét Verbraut 3. 

Skipulagsnefnd samþykkir byggingaráformin. Byggingarfulltrúi gefur út byggingarleyfi þegar tilskyldum gögnum hefur verið skilað inn. 
        
2.     Hjólreiðafélag Reykjavíkur - óskað eftir leyfi til að halda hjólreiðakeppnina Bluelagoon Challenge - 1905051
    Hjólreiðafélag Reykjavíkur óskar eftir leyfi til að halda hjólreiðakeppnina Bluelagoon Challenge þann 8. júní 2019. 

Skipulagsnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leiti. 
        
3.     Efrahóp 14 - Leyfi vegna starfsemi í heimahúsi - 1905049
    Óskað er eftir því að fá tímabundið leyfi á Efrahópi 14 fyrir vöruþróun og framleiðslu á handverksbjór. Áform eru um að höfuðstöðvar fyrirtækisins; 22.10, muni standa á Hafnargötu 11, en til þess að geta hafið vöruþróun væri óskandi að byrja starfsemi sem fyrst á meðan verið er að græja endanlegt húsnæði. Heilbrigðis-eftirlit Suðurnesja hafa gefið vilyrði fyrir því að veita starfsleyfi í húsnæðinu svo framalega sem að húsnæðið uppfylli þau skilyrði sem Heilbrigðiseftirlitið setur.

Skipulagslög og skipulagsreglugerð heimila ekki framleiðslu matvæla innan íbúðarbyggðar, slík starfsemi fellur undir athafna- og/eða iðnaðarsvæði skv. skipulagsreglugerð nr. 90/2013 nema annað sé tekið fram. 

Skipulagsnefnd hafnar því erindinu.

        
4.     Melhólabraut 4 - Umsókn um byggingarleyfi - 1905055
    Umsókn um byggingarleyfi vegna gestastofu fyrir gróðurhúsakynningu inní Gróðurhúsi að Melhólabraut 4. 

Skipulagsnefnd samþykkir byggingaráformin. Byggingarfulltrúi gefur út byggingarleyfi þegar tilskyldum gögnum hefur verið skilað inn. 

Jafnframt samþykkir skipulagsnefnd stöðuleyfi fyrir gám sem stendur við hús samkvæmt teikningu.
        
5.     HS Orka - Óveruleg breyting á deiliskipulagi iðnaðar og orkuvinnslusvæðis á Reykjanesi - 1905053
    HS Orka óskar eftir að skipulags- og umhverfisnefnd og bæjarstjórn Grindavíkurbæjar taki fyrir og samþykki óverulega breytingu á deiliskipulagi. 

Erindið lagt fram til kynningar. 
        
6.     Eyjabakki Deiliskipulag - 1711084
    Fyrir skipulagsnefnd er sett fram skipulags- og matslýsing fyrir deiliskipulag á iðnaðar- og hafnarsvæði á Hópsnesi í Grindavík. Lýsinging er unnin í samræmi við 1.mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og gr. 5.2.2. í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 og 2. mgr. 6. gr. laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Svæðið sem lýsingin nær til er iðnaðarsvæði i3 og svæði undir hafnsækna starfsemi við Eyjabakka. 

Tekin fyrir skipulags- og matslýsing, deiliskipulag fyrir Eyjabakka II í Grindavík. Dags. 7.12.2018. Breytingin gerir ráð fyrir nýju deiliskipulagi á eystri hluta hafnarsvæðisins. Gildandi deiliskipulag fyrir Eyjabakka verður fellt úr gildi við gildistöku nýs skipulags. Talið er heppilegra að hafa eitt skipulag fyrir allt svæðið við Eyjabakka. Skipulagsnefnd samþykkir skipulags- og matslýsinguna og vísar erindinu til bæjarstjórnar.
        
7.     Hafnargata 11 - Viðbyggin (stækkun) við byggingu sem stendur á lóðinni Hafnargata 11, - 1905050
    Viðbygging/stækkun við byggingu sem stendur á lóðinni Hafnargata 11, gamla hafnarvigarhúsið. Í húsnæðinu er VIGT með höfuðstöðvar sínar, vinnustofu og verslun. Áform eru um að stækka húsnæðið og bæta við starfsemi fyrir-tækisins; 22.10, framleiðsla á handverksbjór ásamt bjórsmökkun. 

Skipulagsnefnd samþykkir áformin. Heimilt er að fyrirhuguð starfsemi rýmist innan verslunar- og þjónustureits.
        
8.     Hafnargata 18 - Umsókn um byggingarleyfi - 1901074
    Óskað er eftir byggingarleyfi vegna breytinga á 2. og 3. hæð hússins, ásamt breytingu glugga á 3. hæð og byggingu létts skyggnis yfir aðalinngangi hússins á suð-vesturhlið hússins. 

Skipulagsnefnd samþykkir byggingaráformin að undanskyldu skyggni á suð-vesturhlið hússins sem nær út fyrir lóðarmörk og út á gangstétt. Byggingarfulltrúi gefur út byggingarleyfi þegar tilskyldum gögnum hefur verið skilað inn.
        
9.     Borgarhraun 3 - Fyrirspurn um nýbyggingu á bílgeymslu - 1905059
    Fyrirspurn um tilfærslu á innkeyrslu og nýbygging á bílgeymslu austan við íbúðarhúsið. Núverandi bílskúr að vestanverðu yrði rifinn. Breyta þyrfti fyrirkomulagi varðandi bílastæði við götu. 

Skipulagsnefnd óskar eftir grenndarkynningu fyrir eigendum Borgarhrauns 1, 5, 2 og 4, áður en efnisleg afstaða er tekin til málsins. 
        
10.     Suðurstrandarvegur - Vegstæði og þróun byggðar - 1903021
    Á 1510. fundi bæjarráðs var lagt fra minnisblað bæjarstjóra um vegstæði Suðurstrandarvegar. Bæjarráð vísar málinu til skipulagsnefndar til frekari umræðu. 

Skipulagsnefnd samþykkir að fela sviðsstjóra skipulagssviðs og bæjarstjóra að ræða við Vegagerðina, vegna mögulegrar færslu á fyrirhuguðum Suðurstrandarvegi norðan við bæinn lengra í norður, svo að stærra landssvæði fáist undir byggð. 
        

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 26. maí 2020

Fundur 507

Skipulagsnefnd / 18. maí 2020

Fundur 72

Frćđslunefnd / 20. maí 2020

Fundur 97

Bćjarráđ / 19. maí 2020

Bćjarráđ, fundur nr. 1548

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 13. maí 2020

Fundur 44

Bćjarráđ / 12. maí 2020

Fundur 1547

Frćđslunefnd / 7. maí 2020

Fundur 96

Frístunda- og menningarnefnd / 6. maí 2020

Fundur 95

Frístunda- og menningarnefnd / 24. apríl 2020

Fundur 94

Frístunda- og menningarnefnd / 11. maí 2020

Fundur 93

Frístunda- og menningarnefnd / 4. mars 2020

Fundur 92

Frístunda- og menningarnefnd / 5. febrúar 2020

Fundur 91

Bćjarráđ / 5. maí 2020

Fundur 1546

Bćjarstjórn / 28. apríl 2020

Fundur 506

Bćjarráđ / 7. apríl 2020

Fundur 1544

Bćjarráđ / 21. apríl 2020

Fundur 1545

Skipulagsnefnd / 20. apríl 2020

Fundur 71

Afgreiđslunefnd byggingamála / 16. apríl 2020

Fundur 44

Bćjarstjórn / 31. mars 2020

Fundur 505

Skipulagsnefnd / 23. mars 2020

Fundur 70

Bćjarráđ / 24. mars 2020

Fundur 1543

Bćjarstjórn / 16. mars 2020

Fundur 504

Bćjarráđ / 11. mars 2020

Fundur 1542

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 11. mars 2020

Fundur 43

Afgreiđslunefnd byggingamála / 23. janúar 2020

Fundur 43

Frćđslunefnd / 5. mars 2020

Fundur 95

Bćjarráđ / 3. mars 2020

Fundur 1541

Bćjarstjórn / 25. febrúar 2020

Fundur 503

Bćjarráđ / 11. febrúar 2020

Fundur 1539

Skipulagsnefnd / 17. febrúar 2020

Fundur 69