Átak gegn skemmdarverkum

  • Fréttir
  • 17. maí 2019
Átak gegn skemmdarverkum

Töluverðar skemmdir hafa verið unnar í kringum Sólarvéð sem stendur neðan við íþróttahúsið. Starfsmenn þjónustumiðstöðvar voru nýbúnir að fara og laga í kringum svæðið og m.a. loka fyrir hellinn því hætta er á að þakið geti gefið sig. Aðkoman sem blasti við á dögunum var óskemmtileg og búið að skemma þetta aftur. 

Grindavíkurbær biðlar til þeirra sem eiga í hlut að láta af skemmdarfýsninni. Ef um er að ræða börn eða unglinga þá biðjum við foreldra að brýna fyrir börnum sínum að skemmdarverk sem þessi eru ólíðandi. Þessu fylgir mikill kostnaður sem hægt er að komast hjá ef borin er virðing fyrir umhverfinu.  

Grindavík er fallegur bær og hér býr flott og öflugt fólk. Upp til hópa eru börn og ungmenni til mikils sóma og það getur komið fyrir að hugur og hönd fylgi ekki alltaf og skemmdarverk sem þessi eru unnin í óðagoti. Það styttist í bæjarhátíðina okkar og auðvitað viljum við sýna bestu hliðar okkar sem og umhverfisins. 

Sem dæmi má nefna var kostnaður við að laga skemmdar flísar utan á húsnæði bæjarins, ungmennagarði og rúðubrot um 1,5 -2 milljón króna í fyrra. Tökum nú höndum saman og stöðvum skemmdarverkin. 


Deildu ţessari frétt