Athugiđ
Upplýsingar vegna landris viđ Ţorbjörn Sjá nánar

Samstarfssamningar á frístunda- og menningarsviđi 2020

  • Fréttir
  • 17. maí 2019
Samstarfssamningar á frístunda- og menningarsviđi 2020

Grindavíkurbær hefur á undanförnum árum gert samstarfssamninga við fjölmörg félög og félagasamtök á frístunda- og menningarsviði. Frístunda- og menningarnefnd ákvað á fundi sínum þann 8. maí sl. að vinnu vegna samninga sem greiða á eftir á árinu 2020 þurfi að vera lokið fyrir 1. september nk.

Forsvarsfólki félagasamtaka sem óska eftir framlengingu á samningum sem renna út undir lok árs 2019 eða nýjum samningum er bent á að hafa samband við Eggert Sólberg Jónsson, sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs fyrir 1. júní nk. á netfangið eggert@grindavik.is hafi þau ekki gert það nú þegar.

Grindavíkurbær er með samstarfssamninga við eftirfarandi félög og félagasamtök þegar þetta er ritað:

AA samtökin í Grindavík (ótímabundinn)
Aðalstjórn UMFG (rennur út 31.12.2019)
Björgunarsveitin Þorbjörn (rennur út 31.12.2023)
Félag eldri borgara í Grindavík (rennur út 31.12.2019)
Golfklúbbur Grindavíkur (rennur út 31.12.2021)
Grindavíkurdeild Rauða kross Íslands (rennur út 31.12.2019)
Grindavíkurkirkja (rennur út 31.12.2019)
GG knattspyrnufélag (rennur út 31.05.2019)
Íþróttafélagið Nes (rennur út 31.12.2021)
Knattspyrnudeild UMFG (rennur út 31.12.2019)
Kvennakór Grindavíkur (rennur út 31.12.2021)
Minja- og sögufélag Grindavíkur (rennur út 31.12.2021)
Slysavarnardeildin Þórkatla (rennur út 31.12.2019)
Unglingadeildin Hafbjörg (rennur út 31.12.2019)


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 13. febrúar 2020

Afar slćmt veđur í nótt og á morgun

Fréttir / 7. febrúar 2020

Grindavík - Keflavík á morgun kl. 16:00

Fréttir / 6. febrúar 2020

Sindri Björnsson til Grindvíkur

Fréttir / 4. febrúar 2020

Samverustund fyrir Pólverja í Kvikunni

Fréttir / 31. janúar 2020

W ten weekend dni otwarte w Kvikan

Fréttir / 31. janúar 2020

Opiđ hús í Kvikunni um helgina