Fundur 1515

  • Bćjarráđ
  • 15. maí 2019

1515. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 14. maí 2019 og hófst hann kl. 17:00.


Fundinn sátu: Hjálmar Hallgrímsson, formaður, Sigurður Óli Þórleifsson, varaformaður, Helga Dís Jakobsdóttir, aðalmaður, Páll Valur Björnsson, áheyrnarfulltrúi og  Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, áheyrnarfulltrúi.
Einnig sátu fundinn: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson, bæjarstjóri. 

Fundargerð ritaði:  Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Dagskrá:

1.     Ungmennaráð Grindavíkur - Fundur með bæjarstjórn - 1905027
    Ungmennaráð mætti á fundinn undir þessum dagskrárlið. Einnig sátu fundinn sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs, Melkorka Ýr Magnúsdóttir, frístundaleiðbeinandi og bæjarfulltrúarnir Guðmundur L Pálsson og Birgitta Ramsey Káradóttir. 

Ungmennaráðsfulltrúar kynntu hvað þau hafa verið að gera á starfsárinu sem nú er að ljúka. 

Lögð fram tillaga um að aukna aðkomu ungmennaráðs að málum sem tengjast ungmennum. 
Lögð fram tillaga um fleiri samráðsfundi ungmennaráðs og bæjarstjórnar. 

Bæjarráð tekur vel í tillögurnar og felur sviðsstjóra frístunda- og menningarnefndar að vinna áfram með tillögurnar.
        
2.     Stefnumótun fyrir Kvikuna - 1905029
    Guðrún Ragnarsdóttir frá Strategíu mætti á fundinn og kynnti þá vinnu sem framundan er í tengslum við stefnumótun fyrir Kvikuna. 
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs og upplýsinga- og markaðsfulltrúi sátu einnig fundinn undir þessum lið.
        
3.     Samstarfssamningur við Félag eldri borgara í Grindavík 2020-2021 - 1904072
    Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Drög að samstarfssamningi við Félag eldri borgara í Grindavík lögð fram. 

Bæjarráð vísar samningnum til samþykktar í bæjarstjórn.
        
4.     Samstarfssamningur á milli Grindavíkurbæjar og Grindavíkurkirkju - 1903018
    Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Drög að samstarfssamningi við Grindavíkurkirkju lögð fram. 

Bæjarráð vísar samningnum til samþykktar í bæjarstjórn.
        
5.     Samstarfssamningur við KFUM og KFUK vegna leikjanámskeiða 2019 - 1903071
    Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Drög að samstarfssamningi við KFUM og KFUK á Íslandi lögð fram. 

Bæjarráð felur sviðsstjóra að afla frekari gagna fyrir næsta fund bæjarráðs.
        
6.     Verklagsreglur vegna kjörs á íþróttamanni og íþróttakonu Grindavíkur - 1901084
    Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Drög að verklagsreglum vegna vals á íþróttafólki Grindavíkur lögð fram. 

Bæjarráð samþykkir reglurnar.
        
7.     50 ára kaupstaðarafmæli Grindavíkurbæjar 2024 - 1901010
    Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Frístunda- og menningarnefnd leggur til við bæjarráð að hugað verði sem fyrst að 50 ára kaupstaðarafmæli Grindavíkurbæjar árið 2024, m.a. með ritun sögu bæjarins í huga.
        
8.     Fyrirspurn um geymsluhúsnæði - 1901008
    Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Fyrirspurn frá Minja- og sögufélagi Grindavíkur um geymsluhúsnæði fyrir gamla muni. 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.
        
9.     Suðurnesjarall Aífs 2019 - 1905018
    Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Akstursíþróttafélag Suðurnesja óskar eftir heimild til þess að fram fari rall um Hópsnesið 31. maí eða 1. júní. Frístunda- og menningarnefnd hefur þegar fjallað um málið. 

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að keppnin sé haldin en leggur áherslu á að veginum sé skilað eins og þeir tóku við honum. Helga Dís situr hjá.
        
10.     Gjafir til starfsmanna Grindavíkurbæjar - 1905019
    Í ljósi góðrar afkomu Grindavíkurbæjar á árinu 2018 og þess hve forstöðumenn stofnana Grindavíkurbæjar gerðu almennt vel í því að virða fjárhagsáætlun ársins 2018 er lagt til að starfsmönnum bæjarins verði umbunað fyrir það. 

Bæjarráð samþykkir að gefa starfsmönnum sumargjöf í formi gjafabréfs að fjárhæð 10.000 kr. og fyrirkomulagið verði með sama sniði og jólagjöf til starfsmanna hefur verið undanfarin ár. 
Jafnframt leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka að fjárhæð 2.400.000 kr. á lykilinn 21611-4926 sem fjármagnaður verði með lækkun liðar 09521-4349 um sömu fjárhæð.
        
11.     Ráðningarmál: Sviðsstjórar - 1808002
    Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs hefur sagt starfi sínu lausu með þriggja mánaða fyrirvara frá og með 1. maí sl. 

Bæjarráð samþykkir að horfa til auglýsingar sem gerð var fyrir starfið síðasta haust og felur bæjarstjóra að ræða við einn umsækjanda úr þeim hópi.
        
12.     Umsögn um tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun - 1905012
    Bæjarráð Grindavíkurbæjar mótmælir harðlega þeim áformum fjármálaráðherra og ríkisstjórnar að skerða framlög til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um nærri 3,3 milljarða á árunum 2020 og 2021. 

Einhliða ákvörðun ríkisvaldsins af þessu tagi er í andstöðu við það formlega samráðsferli ríkis og sveitarfélaga sem þróast hefur á undanförnum árum og fela áform þessi í sér algeran trúnaðarbrest gagnvart sveitarfélögum í landinu. Ekki getur með nokkrum hætti talist eðlilegt að áhersla á að bæta afkomu ríkissjóðs skili sér í skerðingu á tekjum sveitarfélaganna, sem standa undir mjög stórum hluta almannaþjónustu í landinu. 

Þess er krafist að áform um skerðingu tekna Jöfnunarsjóðs verði afturkölluð þegar í stað og hvetur til eðlilegs samráðs ríkis og Sambands íslenskra sveitarfélaga um þetta mál sem og öll önnur sem varða tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga.
        
13.     Tækifærisleyfi - Körfuknattleiksdeild Grindavíkur - 1905011
    Sótt er um tímabundið áfengisleyfi vegna sjómannaballs í íþróttahúsinu í Grindavík 1. júní 2019. 

Bæjarráð samþykkir veitingu leyfisins.
        

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:20.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135