Fundur 495

 • Bćjarstjórn
 • 3. maí 2019

495. fundur bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 30. apríl 2019 og hófst hann kl. 17:00.


Fundinn sátu: Sigurður Óli Þórleifsson, forseti, Birgitta H. Ramsay Káradóttir, aðalmaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður, Irmý Rós Þorsteinsdóttir, varamaður, Jóna Rut Jónsdóttir, varamaður, Marta Sigurðardóttir, varamaður og Sævar Þór Birgisson, varamaður.
Einnig sátu fundinn: Fannar Jónasson, bæjarstjóri og Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs. 

Fundargerð ritaði:  Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Dagskrá:

1.     Ársuppgjör 2018 - Grindavíkurbær og stofnanir - 1901057
    Ársreikningur Grindavíkurbæjar og stofnana fyrir árið 2018 er lagður fram til fyrri umræðu. 

Lilja D. Karlsdóttir og Sigurjón Ö. Arnarson, endurskoðendur hjá KPMG, komu á fundinn og fóru yfir endurskoðunarskýrslu vegna endurskoðunar ársins 2018 og svöruðu fyrirspurnum. 

Aðrir sem til máls tóku: Sigurður Óli og Hallfríður. 

Bókun 
Rekstrarniðurstaða A-hluta er afgangur að fjárhæð 471 milljón króna. Áætlun gerði ráð fyrir 172,6 milljónum króna í rekstrarafgang. Rekstrarniðurstaða í samanteknum reikningsskilum A og B hluta, er 502,5 milljónir króna í afgang en áætlun gerði ráð fyrir 179,6 milljónum króna í rekstrarafgang. 
Helstu frávik í rekstri samantekinna reikningsskila A og B hluta eru: 
- Útsvar og fasteignaskattur eru 147,3 milljónum króna hærri en áætlun gerði ráð fyrir. 
- Framlög Jöfnunarsjóðs eru 57,5 milljónum króna hærri en áætlun. 
- Aðrar tekjur eru 110,9 milljónum króna hærri en áætlun. 
- Laun og launatengd gjöld eru 22,7 milljónum króna lægri en áætlun. 
- Breyting lífeyrisskuldbindingar við B-deild LSR er 38,1 milljónum króna undir áætlun. 
- Annar rekstrarkostnaður er 39,7 milljónum króna hærri en áætlun gerði ráð fyrir. 
- Afskriftir eru 4,1 milljón króna hærri en áætlun. 
- Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld eru 18,1 milljón króna hagstæðari en áætlun gerði ráð fyrir. 

Heildareignir í samanteknum reikningsskilum A og B hluta eru 10.030,9 milljónir króna. Heildarskuldir og skuldbindingar eru 1.745,0 milljónir króna. Lífeyrisskuldbinding lækkar frá árinu 2017 og er 594,9 milljónir króna og þar af er áætluð næsta árs greiðsla 29,4 milljónir króna. Langtímaskuldir við fjármálastofnanir eru 204,7 milljónir króna og þar af eru næsta árs afborganir 9,1 milljón króna. Eigið fé í samanteknum reikningsskilum er 8.286 milljónir króna og er eiginfjárhlutfall 82,6%. 

Skuldahlutfall A- og B-hluta skv. 2. tl. 64. gr. sveitarstjórnarlaga nemur 52,1% af reglulegum tekjum. Ef undanskilin er skuld að fjárhæð 539,0 milljónir króna sem til er komin vegna kaupa á Orkubraut 3 af HS Orku hf. og er greidd með auðlindagjaldi og lóðarleigu frá HS Orku hf., þá er skuldahlutfallið 36,0%. 

Skuldaviðmið skv. 14. gr. reglugerðar nr. 502 frá 2012 er negatíft í bæði í A-hluta og A- og B-hluta þar sem veltufé er hærra en heildarskuldir að teknu tilliti til frádráttar vegna lífeyrisskuldbindingar. 

Rekstur í samanteknum reikningsskilum A og B hluta skilaði 804,2 milljónum króna í veltufé frá rekstri sem er 24,0% af heildartekjum en áætlun gerði ráð fyrir veltufé frá rekstri að fjárhæð 509,1 milljón króna. 

Fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum í samanteknum reikningsskilum A og B hluta nam á árinu 2018, 792,1 milljón króna en áætlun gerði ráð fyrir 1.193,6 milljónum króna. 

Á árinu voru engin ný lán tekin en afborganir langtímalána voru 8,9 milljónir króna. 

Handbært fé lækkaði um 263,5 milljónir króna en áætlun gerði ráð fyrir lækkun að fjárhæð 714,0 milljónum króna. Handbært fé í árslok 2018 var 1.681,4 milljónir króna. 
        
2.     Austurvegur 1: Umsókn um byggingarleyfi - 1710061
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Jóna Rut og Hallfríður. 

Lagt fram tilboð í frágang búningsklefanna í 2. áfanga íþróttahússins sem er í byggingu en verkið er ekki inni í áætlun ársins 2019. Tilboð hljóðar upp á 39.296.390 kr. en kostnaðaráætlun hljóðar upp á kr. 41.407.484 kr. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða viðauka að fjárhæð 39.300.000 kr. sem fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé. 
        
3.     Bjarmaland - Umsókn um byggingarleyfi - 1904057
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Lögð fram umsókn um byggingarleyfi fyrir sólstofu (á einni hæð) við austurgafl íbúðarhússins, sem myndi tengjast bílgeymslu með gangi. Um er að ræða stækkun sem nemur um 32 m2, þ.e. sjálf sólstofan um 23 m2 og gangur um 8 m2. 

Skipulagsnefnd samþykkir byggingaráformin. Byggingarfulltrúi gefur út byggingarleyfi þegar öll fullnægjandi hönnunargögn hafa verið samþykkt. 

Bæjarstjórn samþykktir erindið samhljóða.
        
4.     Búðir - Umsókn um byggingarleyfi - 1901076
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Lögð fram umsókn um byggingaleyfi en um er að ræða breytingar á áður útgefnu byggingaleyfi. 

Skipulagsnefnd samþykkir erindið. Byggingafulltrúi gefur út byggingaleyfi þegar hönnunargögn hafa verið samþykkt. 

Bæjarstjórn samþykkir erindið samhljóða.
        
5.     Lambhúskot - Umsókn um byggingarleyfi - 1902082
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Lögð fram umsókn um byggingarleyfi fyrir geymsluhúsi á lóð Lambhúskots í Þórkötlustaðahverfi. 

Skipulagsnefnd samþykkir erindið. Byggingarfulltrúi gefur út byggingarleyfi þegar öll hönnunargögn hafa verið samþykkt. 

Bæjarstjórn samþykkir erindið samhljóða.
        
6.     Víkurhóp 57- umsókn um lóð - 1903003
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Lögð fram umsókn frá X-JB ehf. um byggingarlóðina að Víkurhópi 57 undir fjölbýlishús. 

Skipulagsnefnd samþykkir umsóknina. Umsækjandi skal uppfylla skilyrði úthlutunarreglna Grindavíkurbæjar og skila inn vottorði þess efnis að hann standi í skilum með opinber gjöld. 

Bæjarstjórn samþykkir erindið samhljóða. 

        
7.     Umsókn um framkvæmdaleyfi - Stækkun heimtaugar að Hafnargötu 18 - 1904043
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Lögð fram umsókn um framkvæmdaleyfi vegna stækkunar á rafmagnsheimtaug að Hafnargötu 18. 

Skipulagsnefnd samþykkir áformin og felur sviðsstjóra að gefa út framkvæmdaleyfi. 

Bæjarstjórn samþykkir erindið samhljóða.
        
8.     Umsókn um framkvæmdaleyfi - Rafvæðing Miðgarðs og hafnarsvæðis - 1904042
    Til máls tóku: Sigurður Óli og bæjarstjóri. 

Lögð fram umsókn frá ÍAV hf. um framkvæmdaleyfi vegna vinnu við gröft og rafstrengjalagnir við Miðgarð og hafnarsvæði. 

Skipulagsnefnd samþykkir áformin og felur sviðsstjóra að gefa út framkvæmdaleyfi. 

Bæjarstjórn samþykkir erindið samhljóða.
        
9.     Hólmasund 6 - Stækkun á byggingarreit - 1901073
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Lagður fram deiliskipulagsuppdráttur vegna Hólmasunds 6. 

Skipulagsnefnd samþykkir erindið og felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að vinna málið áfram. 

Bæjarstjórn samþykkir erindið samhljóða.
        
10.     Breyting á gjaldskrá - byggingaleyfis og þjónustugjalda - 1902091
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Breyting á gjaldskrá byggingarleyfis- og þjónustugjalda í Grindavík. 

Skipulagsnefnd samþykkir uppfærða gjaldskrá og vísar henni til bæjarstjórnar. 

Bæjarstjórn samþykkir gjaldskrána samhljóða og felur bæjarstjóra að birta í Stjórnartíðindum.
        
11.     Breyting á gjaldskrá- vatnsveita - 1902093
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Breyting á gjaldskrá Vatnsveitu Grindavíkur. 

Skipulagsnefnd samþykkir uppfærða gjaldskrá og vísar henni til bæjarstjórnar. 

Bæjarstjórn samþykkir gjaldskrána samhljóða og felur bæjarstjóra að birta í Stjórnartíðindum.
        
12.     Breyting á gjaldskrá- fráveita og rotþró - 1902092
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Breyting á gjaldskrá Fráveitu Grindavíkur. 

Skipulagsnefnd samþykkir uppfærða gjaldskrá og vísar henni til bæjarstjórnar. 

Bæjarstjórn samþykkir gjaldskrána samhljóða og felur bæjarstjóra að birta í Stjórnartíðindum.
        
13.     Krýsuvíkurvegur - endurbætur - 1904041
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Lögð fram umsókn um framkvæmdaleyfi vegna endurbóta á Krýsuvíkurvegi. 

Skipulagsnefnd samþykkir áformin og felur sviðsstjóra að gefa út framkvæmdaleyfi. 

Bæjarstjórn samþykkir erindið samhljóða.
        
14.     Hjólanefnd 3N - Ósk um leyfi fyrir hjólreiðakeppni - 1904060
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Stjórn 3N Reykjanesbæ (Þríþrautarfélag UMFN) er að skipuleggja sitt árlega hjólreiðarmót (Reykjanesmótið) sem mun fara fram 5. maí 2019 kl.9:20. 
Óskað er hér eftir leyfi fyrir hjólreiðakeppninni þar sem hún byrjar í Sandgerði um Reykjanesvirkjun og í gegnum Grindavík að Festarfjalli austan Grindavíkur. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að keppnin verði haldin.
        
15.     Kalka - Sorpeyðingarstöð Suðurnesja: Kynning á mögulegri sameiningu SS og Sorpu - 1704029
    Til máls tóku: Sigurður Óli og bæjarstjóri. 

Á 492. fundi bæjarstjórnar Grindavíkur þann 29. janúar sl. var tekin fyrir möguleg sameining Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. og SORPU. Á fundinum var bæjarstjóra falið að vinna málið áfram og afla frekari gagna. Nú liggur fyrir skýrsla Hauks Björnssonar ráðgjafa sem ber heitið "Sameining Kölku og Sorpu - Mat á fýsileika" og er hún lögð fram.
        
16.     Félagsþjónusta - Beiðni um aukið stöðugildi - 1904030
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Beiðni um aukið stöðugildi í félagsþjónustu og barnavernd sem nemur 30 prósentustigum. Samhliða er óskað eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2019 að fjárhæð kr. 1.650.000 sem hlutfallast á lykla nr. 02-011-1110 og 02-011-1190. 

Bæjarstjórn samþykkir viðbótarstöðugildi samhljóða og viðaukann og að hann verði fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé.
        
17.     Tilboð í stefnumótun fyrir Kvikuna - 1904016
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Lagt fram tilboð í stefnumótun fyrir Kvikuna. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gengið verði til samninga við Strategíu ehf. og að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun 2019 að fjárhæð 3.000.000 kr. á rekstur Kvikunnar sem fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé bæjarsjóðs. 

Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs samhljóða.
        
18.     Samstarfssamningur um umhirðu á félagssvæði 2019 - 1902099
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs óskar eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2019 að fjárhæð 5.000.000 kr. á lið 06803-9922 sérstyrkir til íþróttafélaga. Viðaukinn verði fjármagnaður með lækkun lykils 1110 hjá vinnuskólanum að fjárhæð 2.500.000 kr. og lækkun á handbæru fé að fjárhæð 2.500.000 kr. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann. 

Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs samhljóða. 
        
19.     Ósk um styrk - 1902055
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Lagður fram samningur við íþróttafélagið NES til staðfestingar. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2019 að fjárhæð 550.000 kr. sem fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé. 

Bæjarstjórn staðfestir samninginn og samþykkir viðaukabeiðnina samhljóða.
        
20.     Fundargerðir - Reykjanes Geopark 2019 - 1902045
    Til máls tóku: Sigurður Óli, bæjarstjóri, Birgitta, Jóna Rut, Hallfríður, Irmý og Sævar. 

Fundargerð 51. fundar, dags. 12. apríl 2019, er lögð fram til kynningar.
        
21.     Bæjarráð Grindavíkur - 1511 - 1904001F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Birgitta, Hallfríður, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Sævar, Marta, Jóna Rut, bæjarstjóri og Irmý. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
22.     Bæjarráð Grindavíkur - 1512 - 1904005F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Hallfríður, Birgitta, Jóna Rut, Irmý, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og bæjarstjóri. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
23.     Bæjarráð Grindavíkur - 1513 - 1904013F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Birgitta, Hallfríður, Jóna Rut, Sævar, Marta og bæjarstjóri. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
24.     Skipulagsnefnd - 54 - 1904011F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Jóna Rut og Hallfríður. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
25.     Skipulagsnefnd - 55 - 1904012F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Jóna Rut, Marta, Hallfríður, Birgitta og bæjarstjóri. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
26.     Afgreiðslunefnd byggingarmála - 36 - 1904014F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Jóna Rut, Birgitta, bæjarstjóri og Hallfríður. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
27.     Frístunda- og menningarnefnd - 82 - 1903014F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Jóna Rut, Hallfríður, Birgitta, Sævar, Marta, Irmý og bæjarstjóri. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
28.     Fræðslunefnd - 86 - 1903011F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Jóna Rut, bæjarstjóri, Hallfríður, Sævar og Birgitta. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
29.     Félagsmálanefnd - 99 - 1904002F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Marta, Birgitta og Jóna Rut. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
30.     Félagsmálanefnd - 100 - 1904009F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Marta, Irmý og Birgitta, Hallfríður og bæjarstjóri. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
31.     Hafnarstjórn Grindavíkur - 466 - 1904004F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Jóna Rut, Birgitta, Hallfríður, Marta og bæjarstjóri. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
32.     Umhverfis- og ferðamálanefnd - 34 - 1903012F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Jóna Rut, Marta, Birgitta, Sævar, sviðsstjóri fjármála-og stjórnsýslusviðs og Hallfríður. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
33.     Umhverfis- og ferðamálanefnd - 35 - 1904006F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Jóna Rut, Sævar, Marta og Hallfríður. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:50.


Deildu ţessari frétt

A?RAR FUNDARGER?IR

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 8. júlí 2020

Fundur 46

Bćjarstjórn / 30. júní 2020

Fundur 508

Öldungaráđ / 15. júní 2020

Fundur 7

Öldungaráđ / 23. janúar 2020

Fundur 6

Bćjarráđ / 23. júní 2020

Fundur 1552

Skipulagsnefnd / 22. júní 2020

Fundur 74

Bćjarráđ / 16. júní 2020

Fundur 1551

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 10. júní 2020

Fundur 45

Frístunda- og menningarnefnd / 10. júní 2020

Fundur 96

Afgreiđslunefnd byggingamála / 11. júní 2020

Fundur 45

Bćjarráđ / 9. júní 2020

Fundur 1550

Frćđslunefnd / 4. júní 2020

Fundur 98

Skipulagsnefnd / 3. júní 2020

Fundur 73

Bćjarráđ / 2. júní 2020

Fundur 1549

Bćjarstjórn / 26. maí 2020

Fundur 507

Skipulagsnefnd / 18. maí 2020

Fundur 72

Frćđslunefnd / 20. maí 2020

Fundur 97

Bćjarráđ / 19. maí 2020

Bćjarráđ, fundur nr. 1548

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 13. maí 2020

Fundur 44

Bćjarráđ / 12. maí 2020

Fundur 1547

Frćđslunefnd / 7. maí 2020

Fundur 96

Frístunda- og menningarnefnd / 6. maí 2020

Fundur 95

Frístunda- og menningarnefnd / 24. apríl 2020

Fundur 94

Frístunda- og menningarnefnd / 11. maí 2020

Fundur 93

Frístunda- og menningarnefnd / 4. mars 2020

Fundur 92

Frístunda- og menningarnefnd / 5. febrúar 2020

Fundur 91

Bćjarráđ / 5. maí 2020

Fundur 1546

Bćjarstjórn / 28. apríl 2020

Fundur 506

Bćjarráđ / 7. apríl 2020

Fundur 1544

Bćjarráđ / 21. apríl 2020

Fundur 1545

Nýjustu fréttir

Allir á völlinn í kvöld

 • Fréttir
 • 9. júlí 2020

Gúrmé í Grindavík - Papas

 • Fréttir
 • 9. júlí 2020

Nágrannaviđureign í kvöld

 • Fréttir
 • 8. júlí 2020

Hagkvćmar leiguíbúđir vćntanlegar

 • Fréttir
 • 8. júlí 2020

Göngur í sumar - Hópsneshringur

 • Fréttir
 • 6. júlí 2020