Athugiđ
Upplýsingar vegna landris viđ Ţorbjörn Sjá nánar

Klókir litlir krakkar

  • Fréttir
  • 11. apríl 2019
Klókir litlir krakkar

Námskeið fyrir foreldra barna 3 – 7 ára með fyrstu einkenni kvíða. Námskeiðið Klókir litlir krakkar er fyrir foreldra 3-7 ára barna sem eru í áhættuhópi fyrir að þróa með sér kvíðaraskanir. Námskeiðið miðar að því að fræða foreldra um eðli kvíða og kenna þeim leiðir til að takast á við kvíðahegðun barna sinna og auka sjálfstraust þeirra. Vonast er til að með slíku námskeiði verði hægt að minnka kvíðahegðun barna og í sumum tilfellum koma í veg fyrir að börn þrói með sér kvíðaröskun seinna meir. 

Foreldrar verða beðnir um að svara nokkrum spurningalistum fyrir og eftir námskeið til að meta árangur.  Leiðbeinendur námskeiðanna eru sálfræðingar sem eru sérfróðir um kvíðaraskanir barna  og hafa staðgóða reynslu af vinnu með foreldrum og börnum.

Námskeiðsgjaldið er kr. 12.500 fyrir foreldra hvers barns. Skráning er hafin og er hjá Ingibjörgu Maríu Guðmundsdóttur sálfræðingi á ingamaria@grindavik.is
Foreldrar verða síðar að staðfesta skráningu með því að fylla út spurningalista og greiða fyrir námskeiðið.


Námskeiðsdagar 
Timi 1         þri. 30. apríl         kl. 16:30-18:30
Timi 2         mið. 08. maí         kl. 16:30-18:30
Timi 3         mið. 15. maí         kl. 16:30-18:30
Timi 4         mið. 22. maí         kl. 16:30-18:30
Timi 5         mið. 29. maí         kl. 16:30-18:30
FRÍ
Timi 6         mið. 12. júní         kl. 16:30-18:30

Fyrirkomulag

Hvert námskeið er 12 klukkustundir og skiptist í 6 skipti, 2 klst. í senn. Fyrsti tíminn verður haldinn á þriðjudegi (vegna frídags þann 1.maí) en allir aðrir tímar verða á miðvikudögum, kl. 16:30-18:30 Námskeiðið er haldið á bæjarskrifstofu Grindavíkur. Fyrstu 5 skiptin eru  vikulega, síðan verður viku frí milli 5. og 6. tíma (sjá dagskrá hér að neðan). Rík áhersla er lögð á umræður og virka þátttöku foreldra til að tryggja að efnið nýtist hverjum og einum sem best. Milli tíma vinna foreldrar heimaverkefni sem snúa að því að vinna með kvíðaeinkenni barna sinna. Mikilvægt er að foreldrar geti mætt í alla tímana og mælt er með því að báðir foreldrar sæki námskeiðið. 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 18. febrúar 2020

Rýmingarćfing á Króki gekk mjög vel

Fréttir / 13. febrúar 2020

Afar slćmt veđur í nótt og á morgun

Fréttir / 7. febrúar 2020

Grindavík - Keflavík á morgun kl. 16:00

Fréttir / 6. febrúar 2020

Sindri Björnsson til Grindvíkur

Fréttir / 4. febrúar 2020

Samverustund fyrir Pólverja í Kvikunni

Fréttir / 31. janúar 2020

W ten weekend dni otwarte w Kvikan