Lionsklúbbur Grindavíkur safnar í dag og á morgun

  • Fréttir
  • 5. apríl 2019
Lionsklúbbur Grindavíkur safnar í dag og á morgun

Landsöfnun Lions fer fram dagana 5. - 7. apríl en í ár rennur ágóði af rauðu fjöðrinni til styrkar kaupa á augnbotnamyndavélum. Verndari söfnunarinnar er Hr. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Lionsmenn í Grindavík standa vaktina í Nettó milli 13:00 - 16:00 í dag og á morgun og eru íbúar að sjálfsögðu hvattir til að taka vel í söfnunina. 

Augnbotnamyndavélar eru notaðar til myndgreiningar á augnbotnum, sjónhimnu og sjóntaugum. Það nýtist vel þeim sem eru sykursjúkir, blindir eða sjónskertir. Augnbotnamyndavélagar þykja í dag nauðsynlegt tæki við eftirlit á t.d. hrörnun í augnbotnum, sem er algengasti augnsjúkdómur meðal eldra fólks. 


Deildu ţessari frétt

Nýjustu fréttir

Tónleikar međ Kela á Fish House

  • Fréttir
  • 27. maí 2020

Listasmiđja barna á Húllinu

  • Fréttir
  • 26. maí 2020

Sumargleđi í Sjómannagarđinum

  • Grunnskólafréttir
  • 19. maí 2020

Kristinn Pálsson til Grindavíkur

  • Körfubolti
  • 16. maí 2020