Fundur 494

  • Bćjarstjórn
  • 27. mars 2019

494. fundur bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 26. mars 2019 og hófst hann kl. 17:00.


Fundinn sátu: Sigurður Óli Þórleifsson, forseti, Birgitta H. Ramsay Káradóttir, aðalmaður, Guðmundur L. Pálsson, aðalmaður, Hjálmar Hallgrímsson, aðalmaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður, Páll Valur Björnsson, aðalmaður og Helga Dís Jakobsdóttir, aðalmaður.
Einnig sátu fundinn:  Fannar Jónasson, bæjarstjóri og Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs. 

Fundargerð ritaði:  Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Dagskrá:

1.     Reglur um lóðarúthlutun- breyting - 1903020
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur og Hallfríður. 

Skipulagsnefnd leggur til eftirfarandi breytingar á reglum um lóðarúthlutanir: 

Núgildandi: 
3.2.1. Umsækjandi skal vera 18 ára eða eldri, fjárráða og skuldlaus við sveitarfélagið. Umsækjandi skal ekki vera undir gjaldþrotaskiptum né hafa orðið gjaldþrota á síðustu 5 árum frá lóðarúthlutun. Ef umsækjandi er lögaðili skal hann standa í skilum með opinber gjöld þ.m.t. tryggingargjald, virðisaukaskatt og lífeyrissjóðsgjald. Skila skal inn vottorði þess efnis frá sýslumanni ef þess er sérstaklega óskað. 

Tillaga skipulagsnefndar: 
3.2.1. Umsækjandi skal vera 18 ára eða eldri, fjárráða og skuldlaus við sveitarfélagið. Umsækjandi skal ekki vera undir gjaldþrotaskiptum né hafa orðið gjaldþrota á síðustu 5 árum frá lóðarúthlutun. Ef umsækjandi er lögaðili skal hann standa í skilum með opinber gjöld þ.m.t. tryggingargjald, virðisaukaskatt, lífeyrissjóðsgjald og skal ekki vera á vanskilaskrá. Skila skal inn vottorði þess efnis frá sýslumanni og Creditinfo ef þess er sérstaklega óskað. 

Núgildandi: 
3.2.5. Hægt er að sækja um eina lóð og aðra til vara. 

Tillaga skipulagsnefndar: 
3.2.5. Hægt er að sækja um eina lóð og aðrar til vara í sama notkunarflokki. 
Lögaðilar geta sótt um tvær lóðir og aðrar til vara í sama notkunarflokki. 

Núgildandi: 
4. gr. 
Úthlutun 
Ef fleiri en ein gild umsókn berst skal dregið. Útdráttur skal fara fram á reglulegum afgreiðslufundum byggingamála á skrifstofum sveitarfélagsins. 
Umsækjendur skulu vera viðstaddir eða aðilar með skriflegt umboð frá umsækjanda. 

Tillaga skipulagsnefndar: 
4. gr. 
Úthlutun 
Ef fleiri en ein gild umsókn berst um sömu lóð skal að jafnaði fara fram útdráttur. 
Við útdrátt skal dregið úr þeim umsóknum sem uppfylla skilyrði 3. gr. þessara reglna. Útdráttur skal fara fram á reglulegum afgreiðslufundum byggingamála á skrifstofum sveitarfélagsins. Umsækjendur hafa heimild til að vera viðstaddir útdráttinn eða aðilar með skriflegt umboð frá umsækjanda. 
Til þess að gæta jafnræðis meðal umsækjenda eru þeir umsækjendur sem þegar hafa fengið úthlutað lóð á hverjum fundi ekki þátttakendur í næstu útdráttum á sama fundi fyrir lóðir í sama notkunarflokki, fyrr en allir umsækjendur hafa fengið úthlutað lóð. 
Einstaklingar hafa forgang við úthlutun einbýlishúsalóða. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar.
        
2.     Verbraut 1: breyting á skipulagi - 1712026
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur og Páll Valur. 

Fyrirhuguð er uppbygging á lóðinni Verbraut 1. Teknar eru fyrir tillögur að óverulegum breytingum á skipulagsáætlunum: Aðalskipulag Grindavíkur 2010-2030, deiliskipulag miðbæjar- hafnarsvæði og deiliskipulag gamli bærinn, dags. janúar 2019. Breytingarnar eru gerðar vegna breyttrar landnotkunar og fyrirhugaðrar uppbyggingar á Verbraut 1. 
Skipulagsnefnd hefur samþykkt að fara með skipulagsbreytingarnar sem óverulegar. Tillögurnar voru grenndarkynntar frá 15. febrúar til 15. mars 2019. Tvær athugasemdir bárust sem fjalla um landnotkun á aðliggjandi lóðum, efni þeirra hefur verið vísað í ferli endurskoðunar aðalskipulags Grindavíkur. Umsögn Minjastofnunar barst einnig með fyrirvara um aldur Valgerðarhúss. 

Skipulagsnefnd leggur til að bæjarstjórn samþykki óverulegar breytingar á aðal- og deiliskipulagsáætlunum óbreyttar skv. 2. mgr. 36. gr. og 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga 123/2010. Reynist Valgerðarhús friðað og fyrirhugað að gera það upp, mun skipulagsnefnd leggja til að það verði flutt og gert upp á betri stað í gamla bæ Grindavíkur í samráði við Minjastofnun. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar.
        
3.     Svæðisskipulag Suðurnesja - Breyting á skipulagi - 1901001
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Lagt fram bréf frá Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja en hún leggur til í samræmi við 26. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 3.9.1. gr. í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 að hafinn verði undirbúningur að endurskoðun á svæðisskipulagi Suðurnesja.
        
4.     Útsýnispallur við Grindavíkurhöfn - 1810057
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Hallfríður, Hjálmar, Helga Dís og Páll Valur. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa málinu í stefnumótunarvinnu Kvikunnar.
        
5.     Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga - Fjárfesting og eftirlit með framvindu á árinu 2019 - 1903030
    Til máls tóku: Sigurður Óli og Guðmundur. 

Bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, varðandi fyrirhugað eftirlit með framvindu fjárfestinga á árinu 2019, lagt fram.
        
6.     Leikskólinn Laut - beiðni um viðauka 2019 vegna Karellen - 1902076
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Skólastjóri Leikskólans Lautar óskar eftir viðauka vegna ársins 2019 að fjárhæð 250.000 kr. á lykilinn 04111-4012 til að kaupa og reka viðbót við leikskólakerfið Karellen til að halda utanum leikskólagjöld. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs og að viðaukinn verði fjármagnaður með lækkun á handbæru fé.
        
7.     Breyting á samþykkt um stjórn og fundarsköp Grindavíkurbæjar - 1901086
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Bæjarráð tilnefnir eftirfarandi í öldungaráð: 
Sæmundur Halldórsson 
Friðrik Björnsson 
Hallfríður Hólmgrímsdóttir 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tilnefningu bæjarráðs.
        
8.     Upptökur á bæjarstjórnarfundum - 1902098
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Helga Dís, Hjálmar, Páll Valur og Birgitta. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að eingöngu verði um útsendingu að ræða á meðan á fundi stendur en ekki að upptaka verði geymd á veraldarvefnum. 

Bókun S og U-lista 
Mikil umræða hefur verið um það á síðustu misserum að gera stjórnsýsluna opnari og auka lýðræði, telja fulltrúar S og U-lista að stjórn bæjarfélagsins og fundir hennar eigi að vera opin öllum íbúum bæjarins. T.d eiga allar upplýsingar um framkvæmdir og áætlanir að vera aðgengilegar á heimasíðu bæjarins og bæjarbúum þannig gefið tækifæri til þess að tjá sig um þær og hafa þar með áhrif á stjórn bæjarins. Þetta er nauðsynlegt til þess að kjörnir fulltrúar haldi sterkum tengslum við umbjóðendur sína og til þess að stjórn bæjarins sé sem skilvirkust og í takt við þarfir bæjarbúa. 
Upplýsingasamfélagið sem við búum í gefur okkur tækifæri til að mæta kröfum íbúa um opnari stjórnsýslu. Beinar útsendingar frá bæjarstjórnarfundum er mjög góð leið til þess að mæta þessum kröfum og auðveldar bæjarbúum að fylgjast með umræðum í bæjarstjórn og þar með mynda sér skoðun á málefnum líðandi stundar. Fulltrúar S og U-lista telja að Grindavíkurbær eigi að setja markið hátt og skipa sér í forystusveit framsækinna sveitarfélaga með því að skapa hér opið lýðræðislegt og gagnsætt samfélag. 
Að hafa þessar upptökur af bæjarstjórnarfundum aðgengilegar fyrir íbúa Grindavíkur eftir að fundi líkur og til frambúðar er sjálfsögð þjónusta sem veitir kjörnum fulltrúum gott og traust aðhald sem er lykill að heiðarlegri og farsælli stjórnsýslu öllum til heilla. 
Bæjarfulltrúar S- og U-lista 

Tillaga 
Forseti leggur til að vísa málinu aftur til bæjarráðs til frekari umfjöllunar. 
                        Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu forseta.
        
9.     Fundargerðir - Reykjanes Geopark 2019 - 1902045
    Til máls tóku: Sigurður Óli, bæjarstjóri, Birgitta, Guðmundur, Hjálmar og Páll Valur. 

Fundargerð 49. fundar, dags 8.febrúar sl., er lögð fram til kynningar.
        
10.     Fundargerðir - Samband íslenskra sveitarfélaga 2019 - 1901109
    Til máls tóku: Sigurður Óli, bæjarstjóri, Guðmundur, Helga Dís, Páll Valur, Hallfríður, Birgitta og Hjálmar. 

Fundargerð 869. fundar, dags 15 mars sl., er lögð fram til kynningar.
        
11.     Fundargerðir - Reykjanesfólkvangur - 1811033
    Til máls tóku: Sigurður Óli og Páll Valur 

Fundargerð Reykjanesfólkvangs, dags 6. febrúar sl., er lögð fram til kynningar.
        
12.     Fundargerðir - Reykjanesfólkvangur - 1811033
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Hallfríður, Guðmundur, Birgitta, Helga Dís og Páll Valur. 

Fundargerð Reykjanesfólkvangs, dags 27. febrúar sl., er lögð fram til kynningar.
        
13.     Fundargerðir - Samband íslenskra sveitarfélaga 2019 - 1901109
    Til máls tóku: Sigurður Óli, bæjarstjóri, Guðmundur, Helga Dís, Páll Valur, Hallfríður, Birgitta og Hjálmar. 

Fundargerð 868. fundar, dags 22. febrúar sl., er lögð fram til kynningar.
        
14.     Fundargerðir - Reykjanes Geopark 2019 - 1902045
    Til máls tóku: Sigurður Óli, bæjarstjóri, Birgitta, Guðmundur, Hjálmar og Páll Valur. 

Fundargerð 50. fundar, dags 8. mars sl., er lögð fram til kynningar.
        
15.     Bæjarráð Grindavíkur - 1509 - 1903001F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Birgitta, bæjarstjóri, Hjálmar, Helga Dís, Hallfríður og Páll Valur. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
16.     Bæjarráð Grindavíkur - 1510 - 1903006F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Birgitta, bæjarstjóri, Hjálmar, Helga Dís, Hallfríður og Páll Valur. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
17.     Skipulagsnefnd - 53 - 1903005F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur, Hallfríður, Hjálmar, Birgitta, bæjarstjóri, Páll Valur og Helga Dís. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
18.     Afgreiðslunefnd byggingarmála - 35 - 1903008F 
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
19.     Frístunda- og menningarnefnd - 81 - 1902015F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur, Hjálmar, Páll Valur, Helga Dís, Hallfríður og Birgitta. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
20.     Fræðslunefnd - 85 - 1903002F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Hallfríður, Páll Valur, Guðmundur, Helga Dís, Hjálmar og Birgitta. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
21.     Félagsmálanefnd - 98 - 1902016F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Birgitta, Helga Dís, Hallfríður, Guðmundur, Páll Valur og Hjálmar. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:40.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 26. maí 2020

Fundur 507

Skipulagsnefnd / 18. maí 2020

Fundur 72

Frćđslunefnd / 20. maí 2020

Fundur 97

Bćjarráđ / 19. maí 2020

Bćjarráđ, fundur nr. 1548

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 13. maí 2020

Fundur 44

Bćjarráđ / 12. maí 2020

Fundur 1547

Frćđslunefnd / 7. maí 2020

Fundur 96

Frístunda- og menningarnefnd / 6. maí 2020

Fundur 95

Frístunda- og menningarnefnd / 24. apríl 2020

Fundur 94

Frístunda- og menningarnefnd / 11. maí 2020

Fundur 93

Frístunda- og menningarnefnd / 4. mars 2020

Fundur 92

Frístunda- og menningarnefnd / 5. febrúar 2020

Fundur 91

Bćjarráđ / 5. maí 2020

Fundur 1546

Bćjarstjórn / 28. apríl 2020

Fundur 506

Bćjarráđ / 7. apríl 2020

Fundur 1544

Bćjarráđ / 21. apríl 2020

Fundur 1545

Skipulagsnefnd / 20. apríl 2020

Fundur 71

Afgreiđslunefnd byggingamála / 16. apríl 2020

Fundur 44

Bćjarstjórn / 31. mars 2020

Fundur 505

Skipulagsnefnd / 23. mars 2020

Fundur 70

Bćjarráđ / 24. mars 2020

Fundur 1543

Bćjarstjórn / 16. mars 2020

Fundur 504

Bćjarráđ / 11. mars 2020

Fundur 1542

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 11. mars 2020

Fundur 43

Afgreiđslunefnd byggingamála / 23. janúar 2020

Fundur 43

Frćđslunefnd / 5. mars 2020

Fundur 95

Bćjarráđ / 3. mars 2020

Fundur 1541

Bćjarstjórn / 25. febrúar 2020

Fundur 503

Bćjarráđ / 11. febrúar 2020

Fundur 1539

Skipulagsnefnd / 17. febrúar 2020

Fundur 69