Fundur 1510

  • Bćjarráđ
  • 20. mars 2019

1510. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 19. mars 2019 og hófst hann kl. 17:00.


Fundinn sátu: Hjálmar Hallgrímsson, formaður, Sigurður Óli Þórleifsson, varaformaður, Helga Dís Jakobsdóttir, aðalmaður, Páll Valur Björnsson, áheyrnarfulltrúi, og Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, áheyrnarfulltrúi.

Einnig sátu fundinn: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson, bæjarstjóri. 

Fundargerð ritaði:  Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Í upphafi fundar óskað formaður eftir heimild til að taka eftirfarandi mál á dagskrá með afbrigðum sem 14. mál: 
 
1808023 - Vinnuumhverfi á bæjarskrifstofunni 
 
Samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

1.     HS Orka ehf - Eldvarpavirkjun staðarvalsgreining - 1902079
    Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti hann vinnu vegna staðarvalsgreiningar á Eldvarpavirkjun.
        
2.     Kvikan - Greinargerð um starfsemi og stöðu - 1903027
    Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Lögð fram greinargerð upplýsinga- og markaðsfulltrúa Grindavíkurbæjar um starfsemi og stöðu Kvikunnar. 

Bæjarráð samþykkir að Kvikan verði opin til áramóta og gerður verði tímabundinn ráðningarsamningur við starfsmenn til þess tíma. Á meðan verði unnið að framtíðarstefnumótun fyrir Kvikuna. 

Bæjarráð felur sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs og upplýsinga- og markaðsfulltrúa að leita eftir tilboðum í stefnumótunarvinnuna.
        
3.     Aðalstjórn UMFG: Samstarfssamningur 2019-2021 - 1710022
    Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Sviðsstjóra er falið að vinna málið áfram.
        
4.     Samstarfssamningur um umhirðu á félagssvæði 2019 - 1902099
    Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Sviðsstjóra er falið að vinna málið áfram.
        
5.     Aðstaða til tónleikahalds í Grindavík - 1811097
    Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Bæjarráð vísar málinu til stefnumótunarvinnu Kvikunnar. 
        
6.     Tónleikar fyrir sjómannadagshelgina - 1903010
    Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Körfuknattleiksdeild UMFG og Golfklúbbur Grindavíkur óska eftir stuðningi vegna tónleika fyrir sjómannadagshelgina. 

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs að afla frekari upplýsinga um kostnað.
        
7.     Breyting á samþykkt um stjórn og fundarsköp Grindavíkurbæjar - 1901086
    Bæjarstjórn samþykkti á fundi nr. 493 breytingar á samþykktum um stjórn og fundarsköp Grindavíkurbæjar sem fólu í sér að við 47. gr. B bættist við 3. töluliður um öldungaráð. 

Kjósa þarf fulltrúa Grindavíkurbæjar í öldungaráð en málinu var frestað á 1509. fundi bæjarráðs. 
Bæjarráð tilnefndir eftirtalda í öldungaráð: 
Sæmundur Halldórsson 
Friðrik Björnsson og 
Hallfríður Hólmgrímsdóttir.
        
8.     Grindavíkurbær - Reglur, samþykktir og stefnur - 1812030
    Lagt fram yfirlitsskjal um samþykktir, reglur og stefnur Grindavíkurbæjar. 
        
9.     Bólusetningar barna gegn alvarlegum smitsjúkdómum - 1903024
    Fulltrúi Framsóknarflokksins minnir á að bólusetningum barna er ætlað að verja börn gegn alvarlegum smitsjúkdómum. Öllum börnum með lögheimili hér á landi stendur til boða bólusetning gjaldfrjálst. Fulltrúi Framsóknarflokksins leggur til að frá haustinu 2019 verði samþykki fyrir dagvistun í leikskólum Grindavíkur háð því að foreldrar eða forráðamenn framvísi skírteini sem staðfestir að börn hafi verið bólusett samkvæmt því skipulagi sem sóttvarnarlæknir leggur fram. 

Bæjarráð vísar málinu til fræðslunefndar til frekari útfærslu.
        
10.     Útlendingastofnun - Þjónustusamningur - 1903025
    Óskað er eftir afstöðu bæjarráðs til þess að gera þjónustusamning við stofnunina vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd. 

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.
        
11.     Suðurstrandarvegur - Vegstæði og þróun byggðar - 1903021
    Lagt fram minnisblað bæjarstjóra um vegstæði Suðurstrandarvegar. 

Bæjarráð vísar málinu til skipulagsnefndar til frekari umræðu.
        
12.     Tillaga til þingsályktunar um stöðu sveitarfélaganna á Suðurnesjum. 187. mál. - 1903011
    Bæjarráð Grindavíkur fagnar fram kominni þingsályktunartillögu og tekur jafnframt undir rökstuðning og skýringar í umsögn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum dags. 11. mars sl. um tillöguna. Það er löngu tímabært að leggja fram aðgerðaáætlun um hvernig efla megi þjónustu ríkisins við íbúa á Suðurnesjum og mæta fordæmalausri fólksfjölgun á svæðinu.
        
13.     Íbúasamráð í sveitarfélögum og þátttaka íbúa - 1903005
    Lagt fram.
        
14.     Vinnuumhverfi á bæjarskrifstofunni - 1808023
    Lagt fram.
        

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:10.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarráđ / 15. október 2019

Fundur 1528

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 9. október 2019

Fundur 40

Frćđslunefnd / 5. september 2019

Fundur 90

Frćđslunefnd / 5. september 2019

Fundur 90

Frćđslunefnd / 3. október 2019

Fundur 91

Frístunda- og menningarnefnd / 2. október 2019

Fundur 87

Bćjarráđ / 1. október 2019

Fundur 1527

Afgreiđslunefnd byggingamála / 25. september 2019

Fundur 40

Bćjarstjórn / 24. september 2019

Fundur 498

Skipulagsnefnd / 12. september 2019

Fundur 63

Bćjarráđ / 17. september 2019

Fundur 1526

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 11. september 2019

Fundur 39

Bćjarráđ / 10. september 2019

Fundur 1525

Frístunda- og menningarnefnd / 8. maí 2019

Fundur 83

Frístunda- og menningarnefnd / 9. september 2019

Fundur 86

Afgreiđslunefnd byggingamála / 9. september 2019

Fundur 39

Skipulagsnefnd / 2. september 2019

Fundur 62

Bćjarráđ / 3. september 2019

Fundur 1524

Bćjarstjórn / 27. ágúst 2019

Fundur 497

Skipulagsnefnd / 22. ágúst 2019

Fundur 61

Frćđslunefnd / 22. ágúst 2019

Fundur 89

Bćjarráđ / 20. ágúst 2019

fundur 1523

Frístunda- og menningarnefnd / 14. ágúst 2019

Fundur 85

Bćjarráđ / 30. júlí 2019

Bćjarráđ, fundur nr. 1522

Bćjarráđ / 16. júlí 2019

Fundur 1521

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 10. júlí 2019

Fundur 38

Bćjarráđ / 2. júlí 2019

Fundur 1520

Bćjarráđ / 25. júní 2019

Fundur 1519

Afgreiđslunefnd byggingamála / 20. júní 2019

Fundur 38

Skipulagsnefnd / 19. júní 2019

Fundur 59