Fundur 53

  • Skipulagsnefnd
  • 20. mars 2019

53. fundur skipulagsnefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, mánudaginn 18. mars 2019 og hófst hann kl. 16:00.


Fundinn sátu: Guðmundur L. Pálsson, formaður, Ólafur Már Guðmundsson, aðalmaður, Anton Kristinn Guðmundsson, aðalmaður, Lilja Ósk Sigmarsdóttir, aðalmaður og Gunnar Már Gunnarsson, aðalmaður. 

Fundargerð ritaði:  Sigurður Ólafsson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.

Formaður óskaði að taka á dagskrá „Verbraut 1: breyting á skipulagi – 1712026“ sem afbrigði. Samþykkt með fjórum atkvæðum og Lilja Ósk Sigmarsdóttir sat hjá.

Dagskrá:

1.     Reglur um lóðarúthlutun- breyting - 1903020
    Skipulagsnefnd leggur til eftirfarandi breytingar á reglum um lóðarúthlutanir: 

Núgildandi: 
3.2.1. Umsækjandi skal vera 18 ára eða eldri, fjárráða og skuldlaus við sveitarfélagið. Umsækjandi skal ekki vera undir gjaldþrotaskiptum né hafa orðið gjaldþrota á síðustu 5 árum frá lóðarúthlutun. Ef umsækjandi er lögaðili skal hann standa í skilum með opinber gjöld þ.m.t. tryggingargjald, virðisaukaskatt og lífeyrissjóðsgjald. Skila skal inn vottorði þess efnis frá sýslumanni ef þess er sérstaklega óskað. 

Tillaga skipulagsnefndar: 
3.2.1. Umsækjandi skal vera 18 ára eða eldri, fjárráða og skuldlaus við sveitarfélagið. Umsækjandi skal ekki vera undir gjaldþrotaskiptum né hafa orðið gjaldþrota á síðustu 5 árum frá lóðarúthlutun. Ef umsækjandi er lögaðili skal hann standa í skilum með opinber gjöld þ.m.t. tryggingargjald, virðisaukaskatt, lífeyrissjóðsgjald og skal ekki vera á vanskilaskrá. Skila skal inn vottorði þess efnis frá sýslumanni og Creditinfo ef þess er sérstaklega óskað. 

Núgildandi: 
3.2.5. Hægt er að sækja um eina lóð og aðra til vara. 

Tillaga skipulagsnefndar: 
3.2.5. Hægt er að sækja um eina lóð og aðrar til vara í sama notkunarflokki. 
Lögaðilar geta sótt um tvær lóðir og aðrar til vara í sama notkunarflokki. 

Núgildandi: 
4. gr. 
Úthlutun 
Ef fleiri en ein gild umsókn berst skal dregið. Útdráttur skal fara fram á reglulegum afgreiðslufundum byggingamála á skrifstofum sveitarfélagsins. 
Umsækjendur skulu vera viðstaddir eða aðilar með skriflegt umboð frá umsækjanda. 

Tillaga skipulagsnefndar: 
4. gr. 
Úthlutun 
Ef fleiri en ein gild umsókn berst um sömu lóð skal að jafnaði fara fram útdráttur. 
Við útdrátt skal dregið úr þeim umsóknum sem uppfylla skilyrði 3. gr. þessara reglna. Útdráttur skal fara fram á reglulegum afgreiðslufundum byggingamála á skrifstofum sveitarfélagsins. Umsækjendur hafa heimild til að vera viðstaddir útdráttinn eða aðilar með skriflegt umboð frá umsækjanda. 
Til þess að gæta jafnræðis meðal umsækjenda eru þeir umsækjendur sem þegar hafa fengið úthlutað lóð á hverjum fundi ekki þátttakendur í næstu útdráttum á sama fundi fyrir lóðir í sama notkunarflokki, fyrr en allir umsækjendur hafa fengið úthlutað lóð. 
Einstaklingar hafa forgang við úthlutun einbýlishúsalóða. 
        
2.     HS Orka ehf - Eldvarpavirkjun staðarvalsgreining - 1902079
    Lagt fram til kynningar.
        
3.     Útsýnispallur við Grindavíkurhöfn - 1810057
    Skipulagsnefnd telur að miðað við kostnaðaráætlun og mögulega nýtingu á mannvirkinu sé óæskilegt að ráðast í þessa framkvæmd.
        
4.     Víkurhóp 16 - 22 - Breyting á deiliskipulagi - 1901075
    Tekin er fyrir tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi norðan Hópsbrautar sem tók gildi þann 13.12.06 og var unnið af Verkfræðistofu Suðurnesja. Breyting er gerð á byggingarreitum og nýtingarhlutfalli við Víkurhópi 16-22. Skipulagsnefnd samþykkir að fara með skipulagsbreytinguna sem óverulega og grenndarkynna skv. 2.mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs er falið að grenndarkynna deiliskipulagsbreytinguna.
        
5.     Verndarsvæði í byggð: Þórkötlustaðahverfi - 1704021
    Erindinu er frestað.
        
6.     Tralli ehf - umsókn um stöðuleyfi - 1902071
    Samþykkt með fjórum atkvæðum, Guðmundur greiðir atkvæði á móti.
        
7.     Verbraut 1: breyting á skipulagi - 1712026
    Lilja Ósk Sigmarsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins. 

Bókun: 
Fyrirhuguð er uppbygging á lóðinni Verbraut 1. Teknar eru fyrir tillögur að óverulegum breytingum á skipulagsáætlunum: Aðalskipulag Grindavíkur 2010-2030, deiliskipulag miðbæjar- hafnarsvæði og deiliskipulag gamli bærinn, dags. janúar 2019. Breytingarnar eru gerðar vegna breyttrar landnotkunar og fyrirhugaðrar uppbyggingar á Verbraut 1. Skipulagsnefnd hefur samþykkt að fara með skipulagsbreytingarnar sem óverulegar. Tillögurnar voru grenndarkynntar frá 15. febrúar til 15. mars 2019. Tvær athugasemdir bárust sem fjalla um landnotkun á aðliggjandi lóðum, efni þeirra hefur verið vísað í ferli endurskoðunar aðalskipulags Grindavíkur. Umsögn Minjastofnunar barst einnig með fyrirvara um aldur Valgerðarhúss. 
Skipulagsnefnd leggur til að bæjarstjórn samþykki óverulegar breytingar á aðal- og deiliskipulagsáætlunum óbreyttar skv. 2. mgr. 36. gr. og 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga 123/2010. Reynist Valgerðarhús friðað og fyrirhugað að gera það upp, mun skipulagsnefnd leggja til að það verði flutt og gert upp á betri stað í gamla bæ Grindavíkur í samráði við Minjastofnun. 
 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:10.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 26. maí 2020

Fundur 507

Skipulagsnefnd / 18. maí 2020

Fundur 72

Frćđslunefnd / 20. maí 2020

Fundur 97

Bćjarráđ / 19. maí 2020

Bćjarráđ, fundur nr. 1548

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 13. maí 2020

Fundur 44

Bćjarráđ / 12. maí 2020

Fundur 1547

Frćđslunefnd / 7. maí 2020

Fundur 96

Frístunda- og menningarnefnd / 6. maí 2020

Fundur 95

Frístunda- og menningarnefnd / 24. apríl 2020

Fundur 94

Frístunda- og menningarnefnd / 11. maí 2020

Fundur 93

Frístunda- og menningarnefnd / 4. mars 2020

Fundur 92

Frístunda- og menningarnefnd / 5. febrúar 2020

Fundur 91

Bćjarráđ / 5. maí 2020

Fundur 1546

Bćjarstjórn / 28. apríl 2020

Fundur 506

Bćjarráđ / 7. apríl 2020

Fundur 1544

Bćjarráđ / 21. apríl 2020

Fundur 1545

Skipulagsnefnd / 20. apríl 2020

Fundur 71

Afgreiđslunefnd byggingamála / 16. apríl 2020

Fundur 44

Bćjarstjórn / 31. mars 2020

Fundur 505

Skipulagsnefnd / 23. mars 2020

Fundur 70

Bćjarráđ / 24. mars 2020

Fundur 1543

Bćjarstjórn / 16. mars 2020

Fundur 504

Bćjarráđ / 11. mars 2020

Fundur 1542

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 11. mars 2020

Fundur 43

Afgreiđslunefnd byggingamála / 23. janúar 2020

Fundur 43

Frćđslunefnd / 5. mars 2020

Fundur 95

Bćjarráđ / 3. mars 2020

Fundur 1541

Bćjarstjórn / 25. febrúar 2020

Fundur 503

Bćjarráđ / 11. febrúar 2020

Fundur 1539

Skipulagsnefnd / 17. febrúar 2020

Fundur 69